Vikan

Eksemplar

Vikan - 29.07.1976, Side 29

Vikan - 29.07.1976, Side 29
[RIANNE eftir nýjustu tlsku og ljómaði allur. Marianne starði undrandi á hann, er hann hneigði sig með miklum tilburðum. „Þér vitið ekki hversu mikill heiður mér er, að fá að sýna yður lotningu mína.“ Fortunée horfði á hann og forvitni hennar leyndi sér ekki. „Hver er þetta?“ spurði hún. „Gríski furstinn, sem ég sagði yður frá, Arcadius de Jolival," svaraði Marianne annars hugar. „En hvar er vinur minn Jason? Af hverju kom hann ekki með yður?“ Anægjubrosið hvarf af andliti Jolivals. „Hann gerði það að nokkru leyti, í formi bréfs. Ég gat ekki fengið hann sjálfan til þess að koma. Hann kvað það ekki geta orðið neinum til góðs. Er ég fór ásamt þjóni yðar, madame, var hann í þann veginn að leggja af stað tii Nantes.“ „Er hann farinn án þess að kveðja?" Rödd hennar var að því komin að bresta og Fortunée leit undr- andi á hana. Það var engu líkara, en hún væri að bugast. Arcadius gekk til hennar og rétti henni bréfið. „Ég held að hann kveðji yður hér,“ sagði hann vingjarnlega. „Hann leit svo á, að hans væri ekki þörf hér lengur. Skip hans bíður eftir honum." „En meiðsiin?" „Þau voru hreinustu smámunir fyrir mann eins og hann. Keisar- inn sendi einkalækni sinn til hans í morgun með miklu þakklæti. Auk þess er ekkert heilnæmara en sjávarloftið fyrir veikan mann. Sár gróa fljótt á hafi úti, eða svo sagði læknir keisarans. Hann endurtók það oftar en einu sinni. En,“ bætti hann svo við, „ætluðuð þér kannski að fara með honum?“ „Neii,“ sagði Marianne efa- blandin. „Nei, auðvitað ekki. Eg get það ekki núna.“ Þetta með lækni keisarans hafði ekki farið framhjá henni. Napó- leon ætlaði greinilega ekki að eiga neitt á hættu. „Jæja. lesið bréfið frá honum. Það segir yður áreiðanlega meira en ég get gert.“ Marianne braut svart innsiglið, fletti sundur bréfinu og las það sem Jason hafði skrifað. „Af hverju sögðuð þér mér ekki hvers virði hann er yður? Eg hefði þá ekki þurft að gera mig að fífli. Mér er ljóst, að þér getið ekki komið með mér. En langaói yðut' nokkurn tíma til þess? Ég vona að þér verðið hamingjusöm, en verði auðnan galli blandin, þá minnist mín. Eg stend í þakkar- skuld við yður og hættan, sem ég JULIETTE BENZONI C Opera Mundi Paris minntist á, er ekki hjá liðin. En í framtíðinni munuð þér vissulega standa betur að vígi en ég reiknaði með. Gæfan fylgi yður, Jason.“ Marianne rétti Fortunée bréfið skjálfandi hendi. Skuggi hvildi nú yfir hamingju hennar, ekki vegna þeirrar hættu sem vofði yfir henni, heldur vegna þess, að hann skyldi ekki vilja hitta hana og gefa henni tækifæri til þess að útskýra málið, biðja hann afsök- unar og láta í ljósi þakklæti silt. Þessi vonbrigði komu henni í opna skjöldu. Guð einn vissi, hvers hún hafði vænst. Kannski að sár Jasons tefðu hann ögn lengur í París, þannig að þau gætu kynnst betur. Það hefði glatt hana ósegjanlega, ef storma- samur kunningsskapu.' þeirra hefði getað orðið að raunveru- legri vináttu. En kannski kærði Jason sig ekki um vináttu hennar. vegna þess að húr. var hjákona keisarans og hafði ekki sagt honum frá því. Tónninn í bréfinu benti til þess, að hún hefði sært stolt hans. Hann gat ekki vitað, hversu mjög hún virti hann og að brottför hans mvndi valda henni hugarangri. Hún leit upp og mætti augum Jolivals og henni fannst hún geta lesið meðaumkun úr þeim. En á þessu augnabliki lífsins var með- aumkun næstum óbærileg. Hún reyndi að bera höfuðið hátt, spennti greipar og gerði allt til þess að leyna tilfinningum sínum. „Þér lítið ljómandi vel út." sagði hún til þess að rjúfa þögn- ina. „Þét' virðist hafa dottið i lukkupottinn. En viljið þér ekki fá yður sæti?" Jolival settist og gætti þess vandlega, að ljósbláar buxurnar krumpuðust ekki. Myndrænar veggfóðursmyndir full lofthæð. Einnig fjöldi mynda á innihurðir. Skemmtileg nýjung. sem gera skemmtilega breytingu á heimilinu, rúmlega 4 metra breiðar, Grensásvegi 11 — sími 83500. Bankastræti 7 — sími 11496. J 31. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.