Vikan

Issue

Vikan - 16.09.1976, Page 43

Vikan - 16.09.1976, Page 43
INNBAKAÐUR FISKUR. 1/2 kg rauðsprettuflök eða þorskur sítróna 1 dl hveiti salt pipar 1 egg 1 dl brauðmylsna steinselja. Flökin skorin á langs. Vætið með sítrónusafa. Hveitið blandað með salti og pipar og fiskbitunum velt upp úr. Veltið því næst fiskbit- unum upp úr sundurslegnu eggi og að síðustu úr brauðmylsnunni. Látið fiskstykkin bíða um stund þannig. Hitið nú upp olíu í potti og steikið. Feitin er hæfilega heit er brauðteningur verður fallega brúnn á einni mínútu. Steikið 2—3 bita í einu í feitinni. Takið fiskinn upp úr og látið renna af honum á eldhúspappír. Grófustu leggirnir á steinseljunni eru teknir burt og steinseljunni aðeins dyfið í olíuna og látið steikjast um stund. Látið einnig renna af steinseljunni á eldhúspappír. 38. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.