Vikan


Vikan - 06.01.1977, Side 17

Vikan - 06.01.1977, Side 17
Með beiskum jurtum berst munkur nokkur i Bangkok gegn heróin- dauðdaga. ‘■V* fe. Heróínið er ekki einungis lifshættulegt, heldur lika mjög dýrt og erfitt að ná i það. Þess vegna fóru þessar ungu stúlkur báðar til Thailands, sem er nú miðstöð heróinverslunar i heiminum. önnur stúlkan situr i fangelsi þar, en hin gengur ennþá laus og stundar vændi. Við erum stödd í kvennafangels- inu í Bangkok. Þar hittum við unga þýska stúlku, sem heitir Edelgard, en er kölluð Jasmin. Hún er 21 árs og hefur verið dœmd til sex mánaða fangelsisvistar, vegna þess að hún var tekin með nokkur grömm af heróini. , .Sérhver dagur hér er eins og heil eilífð,” segir hún. Jasmin er í klefa með fimm thailenskum stúlkum, sem allar eru þar vegna heróín- neyslu. Þeim kemur ekki alltaf sem best saman, og stundum slást þœr. Fyrst eftir að Jasmin kom til Bangkok gekk allt eins og í sögu. Þær stðllur kynntust fjölda fólks og höfðu það náðugt um tíma. Síðar iom að því, að þær skorti peninga, svo að þær urðu að selja sig til þess að geta keypt heróin. „Þá fékk ég 1000 Baht fyrir hálf- timann (um 9000 kr.) ” segir hún. Jasmin hefur ekki hugmynd um, hvar Carmen, vinstúlka hennar, er niðurkomin. Það er nú eitt ár siðan þær komu saman til Bangkok. Þær höfðu báðar verið 17 ára, þegar þær fóru frá heimabæ sínum í Suður- Þýskalandi til Berlínar. Jasmin var þá hárgreiðsludama, en Carmen ætlaði að læra lyfjafræði. Þær unnu samt um tíma á bar, og fyrr en varði höfðu þær ánetjast eiturlyfjum. Herónínneysla varð til þess að þær lögðu leið sina til Bangkok, eins og svo margir aðrir unglingar fró Evrópu, Ameríku og Ástralíu. 1 Bangkok er nefnilega paradis hippa og alls kyns skríls, sem hefur safnast þar saman á undanfömum áurm. Lögreglan þar hefur t.d. handtekið yfir 200 þýsk ungmenni á siðustu árum, og voru mörg þeirra undir 20 ára aldri. Heróín er mjög auðvelt að fá i skuggahverfum borgarinnar. Þareru sölumennimir á hverjugötuhomi. iBangkokerhægt að fá fimm skammta af heróíni fyrir 1600 krónur, en í Þýskalandi er einn skammtur seldur á 4000 krónur. 1 hverri viku kemur lögreglan upp um heróínsmyglara. Thailand er ein stærsta miðstöð eiturlyfjasmygls til Evrópu. Enenginn veit, hvað verður af því heróini, sem lögreglan gerir upptækt, og talið er fullvíst, að hátt- settir embættismenn innan lögregl- unnar séu flæktir í málin. > Jasmin var handtekin, þegar hún var að kaupa heróin af götusala. Lögreglan stóð hana að verki, og þar sem hún hafði enga peninga, til þess að múta lögreglunni, var hún send í fangelsið. Skömmu eftir að Jasmin var sett inn, var komið með Sylviu. Hún er frá Heidelberg i Þýskalandi, tæplega þrítug að aldri, og hefur verið dæmd til 16 ára fangelsisvistar fyrir smygl. Sjálf segist hún ekki vera heróinneytandi heldur bara komið með bandarísk- um vini sinum frá Víetnam og hann hafi verið heróínneytandi. Þau settust að á tveimur bestu hótelunum í Bangkok, þar sem her- bergið kostar 7800 krónur á sólar- hring og gerðu mjög einfalda smygláætlun. Þau settu heróínið i litla pakka, sem siðan voru sendir ásamt jólapósti til Bandarikjanna. Að sjálfsögðu voru nöfn sendenda og viðtakenda fölsuð, og þótt einn

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.