Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 20

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 20
McCulloch og hann virtist miklu ánægðari en þegar þeir höfðu setið saman í flugvélinni é leið til Amsterdam. „Hvaða hús er það?” spurði Jo um leið og David drap á bílnum og setti í handbremsu. „Ég vona að það sé þar sem hundurinn situr í glugganum.” Hún benti á hús, sem vissi út að gosbrunninum. Irina sá hvert hún benti og fór að hlæja. „Sjáðu David. Þama liggur hundur makindalega innan um alls konar pottablóm.” En David var þegar stiginn út úr bílnum og sagði: „Svona, flýtið ykkur nú, báðar tvær.” Honum var ljóst að þau máttu engan tíma missa. Irina heyrði að honum var mikið niðri fyrir. Hún hljóp í kringum bílinn og teygði sig í hönd bans. „Er eitthvað að?” Hún stansaði söngglega er hún kom auga ó tvo ókunnuga menn standa fyrir neðan tröppumar. „Nei.” Hann gat ekki sagt henni hvað var að. (Hún myndi veita viðnóm og fimm eða tíu mínútur myndu fara í einskisnýtar þrætur. Auk þess myndu tár hennar og kveinstafir leggjast of þungt á hann). Þess vegna sagði hanr aðeins. „Nú ertu meðal vina.” Hún tók utan um axlir hans og þrýsti honum að sér. „Guði sé lof að við emm komin hingað og öll heil á húfi. 0 David...” Hún tyllti sér á tær og kyssti hann. Hann faðmaði hana þétt að sér. Honum var sama þó að ein mínúta færi til ónýtis og til fjandans með McCulloch og hinn einkennisklædda vin hans. Hann kyssti hana lengi og innilega. Því næst leiddust þau hönd í hönd yfir torgið. Irina var ýmist hlæjandi eða talaði ón afláts. Getur ekki betra verið, hugsaði McCulloch, er hann hafði nóð séi eftir undrunina. Hann leit ó Thom- on ofursta, sem stóð við hlið hans. Nú var þessi lygafrétt um mannrán einskis virði. En McCulloch var diplómat, sem hafði gerst lögfærð- ingur, og hann reyndi með engu móti að hafa áhrif ó eða stýra þessu mikilvæga vitni sínu. Hann gat ekki stillt sig um að líta til baka að dymm hússins og athuga hvort Emst Weber hefði komið út til þess að fylgjast með komu þeirra. Jú, hann stóð efst á tröppunum þar sem lítið bar á og horfði þjálfuðum blaðamannsaugum á það sem fram fór. Ekki versnaði það, hugsaði McCulloch og heilsaði David með handabandi. „Og Irina,” sagði hann við ljóshærðu konuna með blóu augun og fallega brosið í and- litinu, „velkomin. Þú veist ekki hversu velkomin þú ert. Faðir þinn bíður inni í húsinu. Við töldum það hyggilegra. Nei, halló Jo, gaman að sjáþig.” Mercedesbíllinn fór í siðustu beygjuna, ók inn um látlaust hliðið að kastalanum og stansaði hjá dáhtlum gosbmnni. Þau vom stödd á litlu torgi, ef svo mætti segja, og aðeins fáein hús stóðu þama gegnt kastalanum. „Er þorpið mannlaust?” sagði Jo. „Eða em allir að borða kvöld- verð, allar þessar tvö hundmð hræður?” Fleiri gátu varla búið í þessu smáþorpi.. „Irina, sjáðu þessa skrautlegu veggi og tréút- skurðinn í kringum gluggana, sjáðu bara? Þetta er í ekta Engadinestíl.” David hafði verið að rannsaka einu götuna sem var sjóanleg. Með- fram henni vom þessi Engadinehús. Þau stóðu þétt hvert upp að öðm, stór, rammbyggð og hvítkölkuð, en stoðimar vom úr dökkbrúnum viði. Flest vom þau þriggja hæða. Gluggar og dyr vom fagurlega skreytt. Hann var að svipast um eftir því sem Krieger hafði lýst fyrir honum, og var að hugsa um hvort óhætt væri að aka þessa mjóu götu, án þess að eiga á hættu að strjúk- ast utan í húsin. En hann þurfti ekki að leita. Tveir menn komu út úr húsi, sem stóð nálægt homi götunnar og torgsins. Þeir stað- næmdust andartak í dyragættinni, en gengu siðan niður tröppumar. Annar þeirra var einkennisklæddur. Hinn var í venjulegum fötum, hávaxinn með grásprengt hár, sem var farið að þynnast. Hann brosti og veifaði til þeirra. Þetta var Hugh Nýrbíll-betribíU Nýja Cortínan er vissulega augnayndi — eri lögun hennar og gerð hefur mótast í ákveðn- um tilgangi; að auka öryggi og bæta aksturs- eiginleika. Útsýni ökumanns eykst um 15% bæði um fram- og afturrúðu. rúðuskolun og ljósabún- aður er endurbættur. höfuðpúðar á framsæt- um. viðbrögð stýris- og bremsubúnaðar bætt og sjálfkrafa jöfnun verður nú á fjöðrun í samræmi við hleðslu. Vegar- og vélarhljóð greinist vart lengur vegna hinnar rennilegu lögunar og aukinnar einangrunar. Og síðast en ekki síst. endurbætur á vélinni spara benzín um 10% í innanbæjarakstri. Ný Ford Cortína — bíllinn sem við ökum inn í næsta áratug. FORD UMBOÐID Sveinn Egilsson hf SKEIFUNN117 SIMI85100 20VIKAN 1. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.