Vikan


Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 21

Vikan - 06.01.1977, Blaðsíða 21
„Hversu fljótt getur Kusak...” sagði David, en McCulloch greip fram í fyrir honum. „Leyfðu mér fyrst. að kynna þig fyrir Thomon ofursta, sem hefur tekið sér þessa ferð sérstaklega á hendur til þess að ganga úr skugga um að allt sé með felldu.” Hvað er þetta eiginlega? hugsaði David, innflytjendakönnun hér á þessum afskekkta stað? En McCulloch fékk sínu framgengt. Thomon ofursti heilsaði á her- mannavisu, fyrst Irinu og svo Jo, en þvi næst tók hann í höndina á David. Hann grannskoðaði andlit þeirra, en þóttist ekki taka eftir því hvemig þau voru klædd. „Við höfum beðið hér í næstum tvær klukkustundir,” sagði McCulloch. „Thomon ofursti var í þann veginn að fara. Hann langar að spyrja fáeinna spuminga.” Og það sama gildir um mig, og nú leyfast engar vífilengjur. Ofurstinn kinkaði kolli. „Á ég að tala ensku?” spurði hann Irinu. „Eða frönsku eða þýsku?” „Ensku.” „Ég skal vera stuttorður. Yfir- gáfuð þér Tékkóslóvakíu af fúsum og frjálsum vilja?” „Já,” sagði Irina undrandi. „Það neyddi yður enginn til þess að koma hingað?” Ofurstinn leit fyrst á David, en því næst á Jo. „Nei. Þau hjálpuðu mér að flýja.” Hvers vegna lagði hann fyrir hana þessar spumingar. En svo mundi hún eftir blaðafréttinni, sem Jo hafði minnst á í Merano. „Mér var ekki rænt. Vinir mínir komu til móts við mig í Vin og hafa komið mérhingað.” , ,En til hvers komuð þér?” Til þess að hitta föður minn, Jaromir Kusak. ” „Og óskið þér lika hælis hér í Sviss sem pólitískur flóttamaður?” spurði ofurstinn. Irinahikaði. „Ég...” „Já, það er hárrétt,” sagði David ákafur. Hann leit á úrið sitt og þvi næst á veginn, sem þau höfðu komið eftir til Tarasp og vonaðist til að ofurstinn skildi boðskap hans. „Þá em engar fleiri spumingar,” sagði ofurstinn og brosti til Irinu. En svo leit hann aftur rannsakandi á David. „Irina farðu inn svo að enginn sjái þig,” sagði David. „Og þú líka.” Hún tók í hönd hans. „Seinna”, sagði hann og kyssti á hönd hennar og reyndi að þoke henni i áttina að tröppunum. Ráð viUtur snéri hann sér að Jo. „Fyrii alla muni fáðu hana til þess að fara inn.” Jo hikaði og sagði við ofurstann. „Það var gerð tilraun til þess aí myrða hana í dag.” „nverjir gerðu það?” Ofurstinn brosti nú ekki lengur. „Tveir morðingjar, sem em eftir- lýstir af lögreglunni í Vín. Tékkar sem Jiri Hrádek er með á sinum snæmm.” Ofurstinnþekktinafnhans. „Em þeir enn að elta ykkur?” „Ekki þeir sömu. En einhverjir aðrir, að ég held”. Hún leit á David. Jú, það vora aðrir. „Komdu Irina, sjáum til hvort við getum ekki skrönglast upp þessi þrep. Þau em ekki eins andstyggileg og þau sem við urðum að fara þegar þeir Jan og Milan vom á hælum okkar”. „Já, farið,” sagði McCulloch í aðvömnartón. „Var okkur veitt eftirför hing- að?” spurði Irina og horfði enn á David. „Hvers vegna hefði David annars átt að aka eins og bandóður maður,” sagði Jo hvassyrt. Irina gekk nú upp tröppumar, en stansaði svo á miðri leið og leit við. David veifaði til hennar. Hún fór inn í húsið og dymar lokuðust á hæla hennar. „Hversu fljótt,” sagði David, getur Kusak farið héðan ásamt Irinu? Eftir fimm mínútur? Tíu? Trúið mér, það má alls ekki dragast lengur. Og hvar er billinn þinn?” spurði hann McCulloch. „Þeir þekkja minn”. „I hlöðunni þama fyrir handan. Ofurstinn kom auðvitað í þyril- vængju”. „Þyrilvængju? Hvar er hún?” „Niðri á enginu”. ,í austur eða vestur af þessari hæð”. „Austm”. „Þá munu þeir ekki sjá hana. ” David hugsaði upphátt.,,Vestur er í áttina að þjóðveginum”. Hann sannreyndi það, um leið og hann horfði reiðilega á sólina setjast. „Hvemig komist þið að þyril- vængjunni?” „Biddu aðeins hægur Dave,” sagði McCulloch og leit áhyggju- fullur á ofurstan. „Maður á bifhjóli elti okkur í gegnum Scuol. Ég stakk hann af 1.TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.