Vikan


Vikan - 06.01.1977, Side 40

Vikan - 06.01.1977, Side 40
Er foreldrum alveg sama? Nýlega átti ég tal við nemanda á þríðja ári i Kennaraháskólanum. Hann var ekki sérlega bjartsýnn á framtíðina, hann fékk ekki þá æfingakennslu, sem honum bar, lánamálin voru í ólestrí, og hann var ekki einu sinni viss um, að hann myndi nota menntun sina í starfi að loknu prófí, ef hann þá gæti lokið prófi, vegna þess að hann myndi skorta tilskylda æfíngakennslu. Hann hafði valið sér kennslu yngri bama sem sérsvið, en sagðist ekki vis6 um, að bann myndi treysta sér til að kenna þeim aldurshópi. — Eru það launin? spurði ég, því eins og flestir vita, er kennsla yngri barna ekki metin jafnt í launum eins og kennsla eldri baraa, þótt krafíst sé sömu menntunar til þess. Nei, ekki voru það launin, heldur ábyrgðin. — Það er svo erfítt að kenna yngri börnum, þetta er svo mikið ábyrgðarstarf, mér fínnst ég naumast vera maður til þess að takast þessa ábyrgð á hendur, sagði hann. Ég fann, að honum var þetta fyllsta alvara, og ég skildi hann mjög vel, enda hef ég reynslu af hvoru tveggja, að kenna börnum yngri en tiu ára og eiga börn á þessum aldri í skóla. Fyrstu skóiaárin era þau mikilvægustu að mati allra, sem til þekkja. Þá eru börain svo dásamlega opin og ósnortin. Þau koma flest fullkomlegu gagnrýnis- og hleypidómalaus í skólann, full tilhlökkunar og fróðleiks- fýsnar. Það skiptir öllu máli, að fyrstu spor þeirra á menntabrautinni séu ánægjuleg og árangursrík. Það skiptir öllu máU, að þau fái svalað þekkingarþrá sinni, og ekki sist skiptir það öUu máli, að skólinn verði þeim staður, sem þeim þykir vænt um og þar sem þeim fínnst þau eiga sitt annað athvarf. Þetta held ég, að flestir kennarar taki undir. Og víst hafa þeir reynt að vekja athygli og áhuga þeirra, sem völdin hafa. En hvar eru raddir foreldra? Hvers vegna heyrist svo Utið frá þeim? Af hverju líða foreldrar þegjandi og hljóðalaust, að barni þeirra sé misþyrmt i skóla með sundurslitnum vinnutíma og setu i alltof fjölmennum bekkjum, þar sem starf kennarans gengur helst út á það að fá megnið aí bekknum til að halda sér saman? Af hverju rísa foreldrar ekki upp og krefjast þess. að skóli verði annað og meira en geymslustaður, og það meira að segja lélegur geymslustaður, af því börnin era stöðugt rekin fram og aftur milli skóla og heimilis, þar eð ekki er pláss fyrir þau : skólanum ,,sínum" miUi kennslustunda? Hvers vegna leggja ekki foreldrar kennurum lið í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og sjólfsögðu réttlæti í launamálum? Allt kemur þetta fyrst og fremst niður á börnunum. Er foreldrum alveg sama, hvemig farið er með börnin þeirra? T7 it Meðal annaira orða NÝ FRAMHALDSSflQj Þegar Dísu varð ljóst, að húsbóndinn lagði hug á hana vissi hún í fyrstu ekki, hvemig hún ætti að bregðast við. En áður en hún vissi af var hún búin að gleyma öllu, sem hún hafði heyrt um hann. Hann heillaði hana gersamlega. Hún var sem drukkin og hugsaði ekkert um afleiðingar og eftirköst. „Það er svo sárt.” „Vertu róleg Disa mín, það hlýtur bráðum að lagast”. Þær eru tvær einar í baðstofunni þessa stundina, ung stúlka, nánast bam liggur í rúmi og engist í þján- ingum sinum. Hjá höfðalaginu situr móðir hennar, gömul og lúin. Hún þerrar svitann af enni dóttur sinnar með svölum klút og reynir að róa hana og telja í hana kjark. Guð minn góður, blessað barnið, skyldi ekki ljósan fara að koma. Gamla konan reynir að bægja eigin óró fró meðan hún hughreystir dóttur sína. Baðstofan er lítil og þröng og þar inni er hálfrokkið, þótt úti sé glaða sólskin og þær heyra í fiskiflugunni suða við gluggann. Stúlkan gripur báðum höndum um rúmstokkana og engist af kvölum, verkirnir koma nístandi sárir með jöfnu millibili. Henni finnst þetta hafa verið svona dögum saman, en það var víst bara í gær- morgun sem þetta byrjaði, fyrst hægt og rólega og ekkert voðalega sárt, en í gærkvöld og alla nótt og fram á daginn í dag hefur hún verið nánst friðlaus, en ekkert gerist. Bróðir hennar fór af stað um miðja nótt að sækja ljósuria, hún var hjá sængurkonu í annarri sveit, en nú hljóta þau að fara að koma, hún heldur þltta ekki út miklu lengur. Meðan hún hefur legið þarna og kvalist hefur hún séð lif sitt eins og í sjónhendingu, gleymdum minning- um fró bemskuárunum hefur skotið upp í hugann, en mest hefur hún þó hugsað um síðastliðið ár og sumarif í fyrra alveg sérstaklega. Það var um krossmessu í fyrra að hún fór að Vallholti. Hún var heil- mikið upp með sér að verða ráðin sem fullgild kaupakona á annað eins stórbýli, rétt nýorðin sextán ára. Þó var í henni dólítill kvíði yfir að vera nú að fara í fyrsta sinn að heiman frá mömmu. Hún hafði líka heyrt að bóndinn á Vailholti væri svoddan skapvargur og hrokagikkur og vondur með víni. Mömmu hennar var ekkert sérlega um það gefið að hún réði sig þetta, en í boði var gott kaup og heima var engin sérstðk þörf fyrir hana þetta sumarið. Bróðir hennar var líka heldur hvetjandi þess að hún færi, sagði að heimskt væri heimaalið bam og þetta væri heldur ekki svo langt, það yrði hægt að fylgjast með þvi að henni liði ekki illa. Og fyrst Stefán vildi að hún færi var sjálfsagt að fara. Hún var vön að lúta forsjá þessa fullorðna bróður í einu og öllu, leit jafnvel fremur á hann sem föður en bróður, enda aldursmunur yfir tuttugu ár. Föður sínum mundi hún ekkert eftir, hann hafði dmkknað í sjó- róðri, þegar hún var á öðm árinu. Og þá hafði Stefán verið kvæntur maður og tekið þær mæðgur að sér. Halla, kona Steftms, hafði líka alltaf reynst henni vel og á böm þeirra leit hún sem kær systkin. Stefán fylgdi henni sjálfur að Vallholti.Þau fóm ríðandi yfir fjall- ið heima hjá Gili, eins og þau væm að fara til kirkju, en í þetta sinn áðu þau bara á hlaðinu ó Stað og héldu svo áfram út dalinn og yfir hálsinn og þá blasti Vallholt við. Dísu fannst hún aldrei hafa séð stærri og reisulegri bæ. Bærinn á Stað var eins og moldarkofar við hliðina á þessu, að maður tali nú ekki um litla bæinn heima á Gili. Jón Grímsson bóndi á Vallholti tók sjálfur á móti þeim úti á hlaði. „Jæja, er nú nýja kaupakonan komin?” sagði hann um leið og hann tok hana af baki. Hún hafði nokkmm sinnum séð J ón Grimsson áður, en aldrei svona nærri. Hann var stór og myndarleg- ur maður á fertugsaldri, en á fríðu

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.