Vikan


Vikan - 06.01.1977, Side 46

Vikan - 06.01.1977, Side 46
Þessa nótt gista þau í New York, en daginn eftir halda þau af stað með járnbrautarlest, óendanlega langa leið. Fyrst í norður með viðkomu í Boston. Yfir kanadísku landamærin rétt sunnan við Mont- real. Þar er snúið til vesturs og áfram er skrölt. Gegnum Ottawa, yfir endalausa sléttuna, um Sud- bury, vestur með Efra-Vatni og spölkorn i suður, með viðkomu i Fort Arthur og Fort William, aftur i vesturátt gegnum sléttur og fram- hjá vötnum. Loks á þriðja degi koma þau til Winnipeg þreytt og slæpt eftir hitasvækjuna í lestinni og uppgefin af skröltinu og hávað- anum. Aðalbjörg er að niðurlotum kom- in. Nú eru tæpar átta vikur siðan þær lögðu af stað heiman frá Gili. Aldrei hafði hana órað fyrir, að hægt væri að ferðast svona langt og aldrei á sinni löngu og erilssömu ævi hefur hún verið svo þreytt. Henni finnst heimurinn líða hjá eins og í óraunverulegum draumi, allt það furðulega, sem fyrir augun hefur borið á þessari löngu ferð. Nú er hún loksins komin á áfangastað. I hlýjan faðm dóttur sinnar, sem bíður hennar á tröppum úti. Dóra er unglegri núna en þegar hún fór frá íslandi fyrir nítján árum, þá ung kona með tvö lítil börn. Núna er hún komin yfir fertugt og börnin hennar fjögur orðin vel stálpuð, það yngsta 10 ára. Framhald f næsta blaöi. Vinsælu Barnaog unglingaskrifboroin Ódýr, hentug og falleg. Gott litaúrval. Sendum hvert á land sem er. STÍL-HÚSGÖGN AUDBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 Hi Fi - Stereo - Sigurverk ársins FÉLAGI HINS VANDLÁTA KA - 5500 55+55 RMS 8 ohms 20-20000 HZ Einstaklega kröftugur ,,Low Distortion" magnari, búinn því allra nýjasta eins og ICL, FET og mælum, sem sýna tónstyrkinn í wöttum til hvors hátalara fyrir sig. A1)t fyrsta f|o|(ks w • V ' i Iti ^KBNWOOD FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Pekking feynsla Pjonustpr Fálkinn póstsendir allar nánari upplýsingar, sé þess óskað. Klippiö dýrin út úr 120 eða 130 sm breiöu efni. Takiö 50 sm langan efnisbút og skiptið í tvennt, notiö annan helminginn f búk og hinn í höfuðið. Athugiö, aö þaö þarf tvöfalt af hvoru. Takið eftir, aö fætur dýranna eru mis- munandi langir og halarnir tvenns konar. ★ Saumiö fram og afturstykki fílshaussins saman á röngunni, skiljiö eftir op á milli eyrnanna. Snúið hausnum viö og troöið f hann tættum svampi. rananum er lokaö að neðan med svörtum efnisbút. ★ Haus asnans er aöeins um 30 sm langur, svo það gengur ögn af efninu. ★ Ljónshausinn er f lögun eins og sjónvarpsskjár og er aöeins 17—18 sm langur. Trýniö er myndað úr svörtum skáböndum eöa ööru efni. 46 VIKAN 1. TBL. Asni og ljón Fílshali Ljónsfætur Fílafætur Asnafætur T Sniðin af dýrapúðanum er hægt aö draga upp fríhendis, það skiptir ekki svo miklu máli, þótt hlutföllin séu ekki hárnákvæm. Hins vegar þarf nákvæmni við gerð ávaxta- púðans, og því er hér að finna hluta af sniði hans í eðlilegri stærð. Eins og sjá má á litlu teikningunni, er púöinn gerður úr sjövindlalaga lengjum, og best er, ef breidd lengjanna samsvarar breidd bekkjanna í efninu, svo að ekki þurfi að sauma þær saman í miðjunni. 1.TBL. VIKAN47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.