Vikan


Vikan - 06.01.1977, Qupperneq 53

Vikan - 06.01.1977, Qupperneq 53
Eldhus Yikunnar UMSJÖN: DRÖFN FARESTVEIT rétt áöur en súpan er borin fram. ^egar eggið er komið saman viö ftiá súpan ekki sjóða. I.. rúnnstykkin " fer: 1/2 kg hveiti 50 gr smjörlíki 3 1/2 dl volg mjólk 25 gr pressuger (2 1/2 tsk. burrger) 1/2 tsk. salt. Smjöriíkið mulið saman við hveit- 'ð- Gerið hrært út i hluta af volgri U'ijólkinni. Setjið allt ( skálina ^samt hveitinu og saltinu. Hnoðið vel og búiö til 15 bollur. Setjið ð bökunarplötu og látið lyfta sér. penslið með mjólk og bakið við 250° í ca. 15 mínútur. BAUNASÚPA. 250 gr gular baunir eru látnar l'Qgja í bleyti í vatni (1 1/2 I) ( 1 sólarhring. Sjóðið í ca. 1 1/2 klst. Setjið léttsaltað flesk sem skorið er í teninga saman við. 2 laukar skornir í hringi, 1 stór gulrót í sneiðar, og sellerfbiti og ca. 200 gr sf kartöflum, sem skornar eru í feninga. Allt soðið þar til orðið er ^eyrt. Kryddið með salti og kjötkrafti. Gott er krydda með timian. MIÐJARÐARHAFSSÚPA. 1/2 kg af lauk er skorið í sneiðar og látið krauma í 3/4 dl af oliu. Setjið 1 dós af niöursoðnum tómötum saman við ásamt salti og pipar, 1 búnti af klipptri steinselju, 1 lárviðarlaufi, 1 hvítlauksbát og ca. 1 1/2 I af vatni. Látið sjóða í 10 mínútur. Setjið síðan 3—4 msk. af makkarónum eða núðlum og 1 pakka af frosnum fiski (eða ca. 400 gr af nýjum) og skeríö hann f fínar sneiðar. Látið sjóða þar til fiskur- inn ersoöinn. Til hátiðarbrigða má setja í súpuna rækjur og krækl- inga. GOTT MEÐ SÚPUM. Ostasufflé er mjög gott að bera fram með súpum. Búið til í smáum formum. Blandiö 150 gr af majónesi með 1/2 tsk. af lyftidufti og miklu af sterkum osti. þannig að ostabragðið veröi sterkt. Skerið 2 stífþeyttar hvitur saman við og setjið í vel smurð form. Fyllið formin ekki meira en að 3/4. Látið standa í ofni við 260° í 10—12 mínútur og beriö fram sjóðheitt. PÚRRUSÚPA. Þvoið 4 púrrur vel og skerið i þunna hringi. Látiö krauma i nokkrum msk. af smjörlíki í nokkr- ar mínútur og setjið síðan 4—6 stórar kartöflur saman við. Kartöflurnar eiga að vera hráar og skornar í teninga. Setjið 1 1/4 I af vatni saman við, salt, pipar og kjötkraft og sjóöið þar til kartöfl- urnar eru orönar meyrar. Hrærið i súpunni þannig að kartöflurnar jafnist út. Nokkrar matskeiðar af rjóma settar saman við og berið fram með ostasmurbrauði eða hrökkbrauði. Á það má svo setja tómatsneiðar með einhverju grænD, t.d. graslauk eða stein- selju, lifrarkæfu með gróft rifinni agúrku, eða ost og agúrku. Veljið helst grófa hrökkbrauðiö. i|» ^ 1.TBL. VIKAN53

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.