Vikan - 06.01.1977, Síða 54
H m m ■■ ■ ■ SMÁS
Blomvondcirinn
SMÁSAGA EFTIR
GUNDER
LOUISF
Allir geta einhvem tíma orðið
leiðir á lífinu, jafnt ungir sem aldnir
að árum. En það er um að gera
að endurheimta lífsgleðina, annars
hefur lífið ekkert gildi.
Þegar hún opnaði augun hafði
hún legið lengi hálfvakandi. Það var
svo erfitt, fannst henni, að vakna á
morgnana og finna sig aftur í veru-
leikanum á ný. Hún varð að nota
allt sitt þrek, til þess að fara á
fætur. Meðan enn var dimm og kyrr
nótt, gat hún sætt sig við þetta. Og
þegar hún, einu sinni eða tvisvar,
vaknaði upp á nætumar og þurfti
fram, þá var það henni léttir að
geta aftur farið undir heita sængina
og sofnað. Bara að dotta svolítið
var betra en að fara á fætur. En til
Nýjar
lof tþéttar umbúðir
KAFFIÐ
fráBrasiltu
lengdar var hún ekki ánægð þannig,
því þegar hún gat ekki sofið lengur,
þá sóttu á alls kyns hugsanir og
beiskja gegn öllu og öllum. Þegar
hún var alveg hreinskilin við sjálfa
sig, viðurkenndi hún, að það væri
óttaleg vitleysa að halda áfram að
liggja i rúminu og leyfa beiskjunni
að eitra sál sína og líkama. En
þegar maður er farinn að eldast,
orðinn gamall og aleinn, þá þarf
mikinn viljastyrk, tii þess að rífa
sig upp og byrja nýjan dag.
Hún lá með opin augu og horfði á
ljósrák sem skein yfir gólfið gegn-
um rifu í rúllugardínunum. Ljós-
rókin lá yfir á vegginn og skein
beint á mynd af heilagri guðsmóður
sem hékk yfir blámálaðri kommóðu.
Þannig fékk heilög guðsmóðir á sig
ljósglampa, sem var í engu sam-
ræmi við hið annars myrka svefn-
herbergi.
Hún tók samt ekkert eftir því.
Gerði sér alls enga grein fyrir mynd-
inni, sá aðeins ljósrákina og rykið,
sem dansaði í henni. Loks eftir að
hafa legið lengi og reynt að losna
við hinar dapurlegu hugsanir sínar,
hóf hún sig fram á rúmbríkina og
stóð upp. Hún fór sér hægt og
stundi í hvert skipti, er hún með
stirðum fingrum kom sér í nýja flík.
Því næst fór hún fram á baðher-
bergi og þvoði sér svo vel sem hún
gat. Það var erfitt að koma lagi á
hárið. Fingur hennar, hendur og
handleggir voru svo stirðir og
þreyttir, að henni fannst hún alveg
getulaus.
í eldhúsinu setti hún yfir vatn í
kaffi. Meðan hún beið eftir að
vatnið syði, tók hún snyrtilega til
ýmislegt á bakka fyrir sig. Þrátt
fyrir að hún fyndi á hverjum morgni
ekki til neinnar gleði aðeins tómrar
beiskju, var hún alltaf mjög ná-
kvæm með alla hluti.
Hún drakk morgunkaffið inni i
stofunni við litla sófaborðið, en óður
hafði hún farið og náð í dagblaðið
i póstkassann. Hún athugaði alltaf
vandlega hvort það væri nokkuð
bréf í kassanum. Hún hristi líka
dagblaðið, það gæti jú verið, að bréf
hefði óvart stungist þar inn í.
Bréfin, sem hún fékk, voru
samband hennar við börnin hennar.
Þau voru hennar eiginlega lífslína.
Þennan morgun var bréf frá dótt-
urinni. Hún var svo dugleg að
skrifa. Það kom minnst eitt bréf frá
henni á viku. Alltaf ánægjuleg bréf,
sem höfðu að geyma frásagnir af
dótturinni og barnabörnunum. Það
var eins og hún, í gegnum bréfin,
lifði með í þeirra heimi, enda þótt
þeirra veröld væri að mörgu leyti
mjög ólik hennar eigin. Einmitt
þess vegna skildi hún ekki alltaf
hina yngri. Hún gerði alltof oft
samanburð á þeirra lifnaðarháttum
og sínum eigin og hún hikaði heldur
ekki við að láta i ljós álit sitt. Með-
an hún drakk morgunkaffið las hún
bréfið frá dótturinni. Það fékk hana
eitt augnablik til að gleyma sínum
eigin sorgum, beiskju sinni og þeim
tómleika, sem fyllti hug hennar
hvem morgun.
Hún var dálitið glaðari í bragði,
þegar hún tók af borðinu og byrjaði
hin daglegu störf. Eftir litla stund
myndi frú Mortensen, húshjálpin
hennar, koma. Frú Mortensen kom
tvisvar í viku. Þær hjálpuðust að
við að þrífa húsið, annast innkaup-
in og laga mat. Frú Mortensen var
indæl og skilningsrík. Hún varð
aldrei, eins og svo margir aðrir,
móðguð af því sem við hana var
sagt, og með léttum hlátri gat hún
losað dálítið af beiskjunni, sem
safnaðist saman í huganum þá daga
sem frú Mortensen kom ekki.
Jú, á morgnana var nóg að gera.
Konurnar tvær, gamla frúin og frú
Mortensen tóku til í stofunum, önn-
uðust innkaupin og löguðu mat
fyrir næstu daga. Seinna um daginn
þegar hún var aftur orðin ein, sat
hún með kaffibolla og hlustaði á út-
varpið. Út að ganga vildi hún ekki
fara. Það hafði þó annars verið
hennar daglega upplyfting að fara á
göngu í litla almenningsgarðinum,
sem var rétt hjá heimili hennar.
Hér í þessum garði var ákveðinn
bekkur, sem hún naut að sitja á og
virða fyrir sér þá, sem framhjó
fóru. Auk hennar voru eldri hjón,
verkfræðingur á eftirlaunum og
kona hans, vön að sitja þar klukku-
tíma dag hvern. Nú í langan tíma
höfðu þau vanið þangað komur
sínar, þegar veður leyfði. Þegar þau
sátu þama saman á bekknum voru
þau vön að rabba saman um það,
sem þeim lá helst á hjarta. Oft var
það um börnin og barnabörnin, sem
þau töluðu. En annað umræðuefni
var líka óþrjótandi, en það voru
minningarnar. Margar þeirra voru
líka þeirra sameiginlegu minningar.
54VIKAN 1.TBL.