Vikan


Vikan - 06.01.1977, Side 55

Vikan - 06.01.1977, Side 55
Þau voru öll þrjú borgarbörn með rætur djúpt aftur í fomeskju. En síðastliðinn mánuð hafði hún ekki haft þrek til þess að fara í garðinn. Hún vildi helst ekki sýna sig úti á götu núorðið. Hún hafði múrað sig inni með beiskju sinni og vondu skapi. Frú Mortensen spurði oft: „Jæja hefurðu farið út að ganga eða setið í garðinum siðan ég sá þig siðast?” Og í hvert skipti svaraði hún: „Nei, og ég held ég muni ekki gera það framar. Fætumir geta ekki lengur borið mig.” Frú Mortensen hafði að vísu komið með þá tillögu að þær fæm saman út að ganga. — (Ég vil gjaman styðja þig og leiða.) — En það hafði hún ekki viljað þiggja. Hún vissi nefnilega innst inni að fætumir höfðu ekkert versnað, heldur var hún orðin svo þunglynd og döpur, að hún hafði sig ekki út. Meðan hún sat þarna með kaffi- bollann sinn heyrðist hávær hring- ing frá nýju dyrabjöllunni. Seinast þegar dóttirin kom í heimsókn hafði hún séð til þess að skipt var um dyrabjöllu, þar sem henni fannst gamla konan vera farin að heyra heldur illa. Hún flýtti sér nú til dyra. En áður en hún tók lásana þrjá af og losaði um öryggiskeðj- una, þá leit hún út um gæjugatið á hurðinni. Hún sá að þetta var 8endillinn hjá Hansen garðyrkju- manni. „Hvað viltu?” spurði hún og baetti svo við: „Ég hef ekki pantað neitt.” „Hérerblómvöndurfyrir frúna,” 8varaði drengurinn. „Gjörðu svo vel.” Hann rétti henni stóran blóm- vönd og flýtti sér siðan niður stigann, eftir að hún hafði tekið forviða við vendinum. Hún fór með hann út í eldhúsið. Við vöndinn hékk kort. Forvitni hennar var svo mikil, að áður en hún tók utan af blómunum, varð hún að lesa á kortið. Hún skar upp litla hvíta umslagið. Skriftin var svo smá og finleg, að hún varð að ná 1 lesgleraugun inni i stofu, til þesS að geta lesið kortið. Þar stóð: Kæra frú. Það er orðið mjög langt siðan við höfum notið ánægjunnar af félags- skap yðar og við söknum yðar mikið. Við vonumst þess vegna til að sjá yður fljótlega aftur á bekkn- um okkar í garðinum. Kærar kveðj- Ur, verkfræðingurinn og frú. Hún varð svo glöð og hrærð við þessa kveðju, að hún komst við. Nú varð hún að koma blómunum strax í vatn. Þetta var fallegur rósa- vöndur. Síðan ætlaði hún að hringja til þeirra og þakka fyrir. Hún fann M svo mikillar gleði, að án þess að vita það fór hún að raula, meðan hún hagræddi blómunum í vasa. Þnð var þó mjög langt síðan hún hafði raulað. Hún hringdi og þakkaði fyrir sig og lofaði um leið og þau myndu hittast á bekknum næsta dag. Hvers vegna hún lofaði því, vissi hún ekki. En loforð var loforð, og næsta dag studdist hún við staf sinn út í garðinn, og gamlingjarnir þrír settust á bekkinn og léttu á hjörtum sínum. „Við getum öll orðið þunglynd,” sagði verkfræðingurinn. „Ekki satt, Maria?” hélt hann áfram og snéri sér að konu sinni. Hún kinkaði kolliogbætti við: „Enþaðerumað gera að koma skapinu í lag aftur, því annars missir lífið sinn til- gang.” Já, það er rétt, hugsuðu hin með sér, en það breytir samt ekki þeirri staðreynd, að það er erfitt að verða gamall... ÚRVAL TEPPA RLENSKU ss HL •V ■ 1.TBL. VIKAN 55

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.