Vikan


Vikan - 10.02.1977, Síða 2

Vikan - 10.02.1977, Síða 2
6. tbl. 39. árg. 10. febr. 1977 Verð kr. 350 GREINAR: 12 Mamma, af hverju slærðu mig? Grein um misþyrmingar é börnum. 20 Ökuferð í Escortinum hans Clarks. Sjá ennfremur viðtal á bls. 14. 22 Spennið beltin! Ný bók eftir Ericu Jong. 51 Reynsluakstur á þverofnum hjólbörðum. 57 Fóstrið verður jafnölvað og móðirin. Grein eftir Anders Tuxen. VIÐTÖL:_______________________ 14 Áhuginn verður að vera alveg óskaplegur. Einkaviðtal Vik- unnar við rallykappann Roger Clark. 52 Þrír stórir hjá Ford. Rætt við þrjá rallykappa og sagt frá blaðamannafundi hjá Ford. SÖGUR: 26 Eyja dr. Moreaus. 2. hluti framhaldssögu eftir H. G. Wells. 44 Gróa. 6. hluti framhaldssögu eftir Eddu Ársælsdóttur. 58 Músagildran. Smásaga eftir Arthur Omre. FASTIR ÞÆTTIR: 43 Tækni fyrir alla. 46 Stjörnuspá. 64 Mig dreymdi. 65 Poppfræðiritið: Electric Light Orchestra. 70 Eldhús Vikunnar: Búið til úr eplum. ÝMISLEGT: 2 Ætlarðu að kaupa bíl? Upp- lýsingar um verð og annað. 25 Verðsamanburður bíla, sem kosta innan við 2 milljónir. 68 Tvær góðar. Uppskriftir af tveimur peysum. Ætlarða í þeirri trú að við getum lítils háttar létt lesendum leitina að hentugum bíl á þessu nýbyrjaða ári, þá höfum við reynt að safna saman ýmsum upplýsingum frá hérlendum bílaumboðum um þá bíla, sem á i markaðinum verða. Misjafnlega miklar upplýsingar voru tiltœkar, þannig að um sumar bifreiðanna getum við lítið annað gefið upp en verðið — og meira að segja | það getur verið breytingum háð, en uppgefnar tölur munu þó mjög nálœgt lagi. Menn kunna að sakna ýmissa bílategunda, en hér er fyrst og fremst miðað við fólksbifreiðir og viljandi | sleppt ýmsum gerðum ófœrubifreiða, sendibifreiða og vörubifreiða, sem hinn almenni kaupandi hefur síður áhuga á, að okkar mati, því einhvers staðar varð að setja mörkin. Æskilegast hefði að sjálfsögðu verið að geta birt okkar eigin dóma um þessar bifreiðar (sumar þeirra hefur Vikan raunar prófað og birt niðurstöður sínar í þœttinum Á fleygiferð), en þess er ekki nokkur kostur eins og er, heldur er hér að mestu stuðst við þœr upplýsingar, sem glansandi sölubœklingar hafa að geyma. Segja má, að þessar upplýsingar séu nánast aðeins til þess að vekja forvitni og áhuga lesenda, og um frekari upplýsingar vísast beint til sölufyrir- tœkjanna. Að svo mœltu óskum við alls góðs um bílavalið. VOLKSWAGEN (V-Þýskaland). Umboð: Hekla hf., Laugavegi 170, sími 21240. Hinn upprunalegi Volkswagen, sem nefndur er ,,The Beetle", eða Bjallan, er í flestum aðalatriðum eins og hann hefur verið. Hann er að vísu framleiddur í tveim gerðum, 1200 og 1200L. Þær eru eins útlits og að öllu leyti eins byggðar, en L-tegundin hefur eitthvað vandaðri innréttingu og meiri þægindi. Umboðið hér gefur samt aðeins upp verð á 1200L, sem er 1.465.300. VW GOLF er auglýstur í 9 gerðum, með 2 eða 4 dyrum og mismunandi stórum vélum, er auðvitað stærri og vandaðri bíll og fæst einnig með sjálfskiptingu. Verð er frá kr. 1.760.000 til 2.157.000 eftir útfærslu. PASSAT er auglýstur í 15 gerðum, 2ja eða 4ra dyra, með mismunandi vélarstærðum, og verðið er frá 2.020.000 til 2.490.000 með aukagreiðslu fyrir ákveðna liti, gátt aó aftan eða sjálfskiptingu. AUDI er auglýstur í 12 verðflokkum, eða frá kr. 2.310.000 til u.þ.b. j 2.500.000 eftir vali um lit, sjálfskiptingu, vökvastýri o.fl. Rétt er að taka fram, að GOLF, PASSAT og AUDI eru með vélina að framan og hafa framhjóladrif. AUDI er auðvitað þeirra vandaðastur, enda sýnir verðið það, og hefur að sögn verið mikið lagt upp úr öryggi í byggingu hans. Má til gamans nefna, að AUDI 100 gerðin hefur innbyggða vatnsskolun á framljós í framstuðurum. Vikan prófaði VW Golf og birti niðurstöður í 48. tbl. síðasta árs. t/ll/ÁM r* ---- J

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.