Vikan


Vikan - 10.02.1977, Page 9

Vikan - 10.02.1977, Page 9
★ ★ ★ \ „Pabbi." ,,Já, hvað nú?" ,,Það stendur hérna: Maðurinn þekkist á því, hverja hann um- gengst. Er það rétt pabbi?" „Já." „Jæja, pabbi, ef góður maður umgengst vondan mann, er þá góði maðurinn vondur, af því hann umgengst vondan mann, eða er vondi maðurinn góður, af því hann umgengst góðan mann?" ★ ★ ★ ,, Kvenfólk er heldur betur undar- legt," sagði sá kvænti. „Hvað er nú að, Mikki?" ,, Konan mín rak mig út í morgun vopnuð kökukefli, og fór svo að gráta af því ég fór án þess að kveðja hana með kossi." ★ ★ ★ Hefurðu nokkuð, sem minnir á lyktina í yfirfullum bar? ★ ★ ★ Sölumaður að norðan átti leið um suðurfylki Bandaríkjanna og ásetti sér að fá sér dreitil af heimabruggi, sem hann hafði heyrt mikið látið af. Honum tókst fyrirhafnarlítið að ná sér t pott af „hvítu eldingunni" og fór með hana upp í herbergi sitt til að smakka á miðinum. Einn sopi reyndist nægja. Verra eiturbras þóttist hann aldrei hafa bragðað á æfi sinni. Hann fleygði því þó ekki, en gaf það gömlum Surti, sem ekið hafði honum um borgina. Daginn eftir spurði hann gamla negrann, hvernig honum hefði líkað drykkur- inn. „O, hann var alveg mátulegur. Já, sir, alveg nákvæmlega mátu- legur." „Hvað áttu við með „alveg mátulegur"? spurði sölumaður. „Jú, herra minn hann var alveg mátulegur, því hefði hann veriö ögn betri, hefðir þú ekki gefið mér hann, og hefði hann verið ofurlítið verri, hefði ég ekki getað drukkið hann." V ★ ★ ★ J í NÆSTU VIKU INGUNN EINARSDÖTTIR „Sumir eru náttúrlega á móti iþróttum og þá kannski líka íþróttafólki. Þeim finnst þá alltof mikið gert fyrir íþróttafólk, en það finnst okkur aftur á móti ekki. Fjárveitingum til íþróttamála er sniðinn ákaflega þröngur stakkur.” Þetta segir Ingunn Einarsdóttir frjálsíþróttakona m. a. i viðtali, sem birtist í næsta blaði. Allir, sem eitthvað fylgjast með íþróttum, kannast við Ingunni, sem sýnt hefur miklar og stöðugar framfarir og var í öðru sæti hjá iþrótta- fréttamönnum, þegar þeir völdu íþróttamann ársins 1976. SPRELL EÐA ALVARA? Hvort skyldi nú vera meira þroskandi og menntandi að sitja í tímum og teyga viskuna af vörum kennaranna eða setja upp leikrit sjálfum sér og öðrum til ánægju? Er leiklist í menntaskóla bara sprell, eða er einhver alvara á bak við? í næstu Viku er leitast við að svara þessari spurningu að einhverju leyti. Við fylgjumst með nokkrum nemendum í Hamrahlíðarskóla. sem um bessar mundir sýna ævintýraleikinn Drekann eftir Évgení Schwarts, en hann er einnig höfundur Rauðhettu, sem vestmannaeyingar sýna, og ösku- busku, sem fært er upp á Akureyri. PRJÖNUÐ OG SAUMUÐ BARNAFÖT Það er alltaf gaman að hafa eitthvað létt á prjónunum, eða til að sauma, og í næsta blaði birtum við uppskriftir og snið af einföldum, þægilegum og einstaklega snotrum barnafatnaði. Þar verða nákvæmar leiðbein- ingar um prjónaskap á peysum, húfum og buxum og saumaskap á kerrupoka eða svefnpoka, buxum, skyrtum og svuntum ásamt tilheyrandi sniðteikning- um. Lesendur eru alltaf að biðja um handavinnuefni í Vikuna, og við gerum okkar besta. TONY CURTIS SEM CASANOVA Hið fræga kvennagull Casanova er viðfangsefni tveggja kvikmyndaleikstjóra, þeirra Fellinis og Franz Antel, en myndir þeirra verða víst býsna ólíkar. „Casanova & Company” heitir mynd Antels, og í henni ferTony Curtis með aðalhlutverkið. Tony Curtis er sem sagt enn að leika hjartaknúsara, þótt hann sé kominn yfir fimmtugt, en þetta er hundraðasta myndin, sem hann leikur i. Það segir nánar af kvikmyndinni og þó einkum Tony sjálfum i næsta blaði. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórdís Arnadóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Knstinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 13.650 í órsósknft. Ásknftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ógúst. 6. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.