Vikan


Vikan - 10.02.1977, Qupperneq 13

Vikan - 10.02.1977, Qupperneq 13
Mamma, af hverju slœrðu ekki óalgengar, ósamkomulag er oft milli hjónanna, og oft er áfengi með í spilinu... — Lögreglan finnur oft börn á slíkum heimilum, sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður. Þeir senda skýrslu til barna- verndarráðs. Við rannsökum mál- ið nánar, segir barnaverndarráðs- formaðurinn, — og þá kemur það fyrir, að við verðum að grípa inn í, hafa t.d. eftirlit með heimilinu. Stundum verðum við að koma börnunum annars staðar fyrir. Það kemur líka fyrir, að lögreglan verður að taka börnin með sér strax og koma þeim fyrir á barnaheimilum okkar, kannski bara yfir eina nótt. Það var /jótt að sjá sjö ára barn háöskrandi. — Tekur barnaverndarráð börn frá móður sinni með valdi? Við lásum í Oslóarblöðunum um móð- ur, sem var meðlimur í ofsatrúar- samtökum. Börnin hennar þrjú, 7—9 ára, áttu ekkert fast heimili, fengu ekki læknishjálp og fóru ekki í skóla. Tvö eldri börnin fylgdu móður sinni af fúsum og frjálsum vilja, en yngsta barnið mótmælti fullum hálsi... — Já, það leit ekki fallega út í blöðunum, þegar fulltrúi okkar bar barnið öskrandi út. Það var skelfi- legt fyrir þann sem neyddist til þess. Okkur fellur illa að láta segja svona frá, eins og blöðin útmál- uðu allt saman. — Það er erfitt að vita, hvernig bregöast skuli við slíkum vanda- málum. Það er barninu fyrir bestu að vera hjá foreldrum sínum, og við reynum að stuðla að því í lengstu lög. í umræddu tilfelli vorum við búin að bjóða móður- inni íbúð á fjölskylduheimili, hún afþakkaði boðið. Að lokum var ekki um annað aö velja en koma börnunum á barnaheimili, þangað til móðirin fengi sér samastað. — En er barnaheimili rétti staðurinn fyrir óhamingjusöm börn? — i svona neyðartilfellum verða þau að fara á barnaheimili. Ef um lengri tíma er að ræða, reynum við að útvega fósturheimili fyrir þau. Það er auðvelt, þegar um yngri börn er að ræða, en það er erfiðara að koma unglingunum fyrir. Þeir skapa meiri vandamál, eiga við erfiðleika að stríða og skapa fósturforeldrum sínum vanda. Stundum gefast þeir upp, og við verðum að finna nýtt heimili. — Slíkir unglingar eru svo illa farnir sálarlega, að erfitt er að vista þs á stofnunum. Við viljum líka gjarna, að börn séu á fóstur- heimilum, vegna þess að börnum líður best á venjulegum heimilun, og oftast gengur þetta vel. — Hvernig eiga góðir fóstur- foreldrar að vera? — Fullorðnar, sjálfstæðar manneskjur, og ástúðlegar. Og sem kunna að halda aga... Eins og hafís, meiri hlutinn í kafi. — Það er sagt að börnum sé misþyrmt, án þess að upp komist. — Því er líkt við hafísjaka: Meiriparturinn sést ekki, það litla sem við sjáum er bara toppurinn, sem stendur upp úr hafinu. Eftir því sem mér skilst á læknum, er ástæða til að ætla, að miklu meira sé um misþyrmingar á börnum en upp kemst. Það er óskemmtilegt að kæra foreldra fyrir stíkt. Lækn- irinn gerir það ógjarnan, hann kynni að hafa á röngu að standa. En það versta er þó, að foreldrarn- ir þora ekki að leita læknis, svo að barnið verður að bera sitt mein. Kannski varanlegan heilaskaða. — Er ekki algengt, að barnið fái taugaáfall og sálarheill þess sé í hættu. — Andleg misþyrming á barn- inu er fyrst og fremst afleiðing óöryggis, ótryggöar, vansældar og ósamkomulags milli foreldr- anna, þannig að barnið líður mikið. Slík misþyrming er á öðru sviði og erfiðari við að fást. Venjulega tekur maður ekki eftir neinu, fyrr en barnið fer að hegða sér afbrigðilega. Stundum verður vart við slíka erfiðleika hjá börnum í leikskólum og á dagheimilun, en það er þó venjulega fyrst þegar barnið hefur skólagöngu og þarf að uppfylla vissar kröfur, að í Ijós kemur, að það á við erfiðleika að etja. Það er áríðandi að ná sem fyrst í þessi börn og ekki síður foreldra þeirra og hjálpa þeim. Er maður skyldugur að ti/kynna, e! barni er misþyrmt — Próressor Bratholm var með athygligverða tillögu í sjónvarpinu um, að eftirlit væri haft með öllum heimilum, þar sem börn eru. Sumum kann að þykja nokkuð langt gengið, en væri það nokkurð annað en að hjúkrunarkona geng- ur í hús og skoðar nýfædd börn til að gefa ráð og leiðbeiningar. Kærkomin heimsókn fyrir marga, sem eru óöruggir með sitt fyrsta barn til dæmis. Hvernig væri að auka starfssvið hjúkrunarkonunn- ar? Hún á tiltrú fólks, og ég held að flestir yrðu ánægðir með að fá í heimsókn hlutlausan aðila, sem gæti gefið ráð af öryggi um allt, sem að þroska barnsins lýtur. Reynd hjúkrunarkona myndi kom- ast að því, ef um erfiöleika væri að ræða, og gæti veitt aðstoð. — Ættu ættingjar, vinir eða nágrannar að segja frá, ef þeir verða einhvers vísari? — Fyrst og fremst eiga læknar að láta vita, ef þeir hafa grun um, að barni hafi verið misþyrmt. Það er ekki nóg að veita barninu læknishjálp og senda það svo heim, það hendir oft, að barninu er misþyrmt á ný. Svo lætur lög- reglan vita, þegar þeir eru kallaðir á heimilin. í þriðja lagi getum við reiknað með „öðrum", en það eru nágrannar.og nánasta fjölskylda. Það er erfit^t að skylda menn til að tilkynna slíkt, en ég tel það skyldu hverrar mþnneskju að tilkynna misþyrminpu í börnum. Barna- verndarráð verður að athuga allar aðstæður. Við byrjum oft á því að skrifa foreídrunum, sumir bregð- ast illa við, sem kannski er ekkert einkennilegl. Það hendir líka, að nafnlausar ttlkynningar eru sendar okkur að óhugsuðu máli, við tökum meina mark á því, þegar fullt nafn er gefið upp í slíkum tilfellum. Örvæntingarfullir foretdrar, sem var misþyrmt i æsku... — Er hægt að gera eitthvað til að fyrirbyggja, að börnum sé misþyrmt? Það er mikilvægt, að foreldrar geti leitað á einhvern ákveðinn stað, allan sólarhringinn, það er góð reynsla af slíkum miðstöðv- um. Það er afskaplega mikilvægt að hafa einhvern til að tala við, þó það sé bara í síma, þegar taugarn- ar eru að gefa sig og allt virðist vera vonlaust. Við erum með slíka símavakt. Þegar það er orðið vel kynnt, hefi ég trú á, að margir þeirra, sem í örvinglan misþyrma börnum sínum, muni hringja til okkar að leita hjálpar. Oftast er þetta mjög óhamingjusamt fólk. Það er eins og það gangi í arf, að margir, sem hlutu misþyrmingu sem börn, misþyrma sjálfir sínum börnum — þó að fyrirfram væru þeir ákveðnir í að „svona skal mitt barn ekki þurfa að líða, ég fékk að kenna á því, hve skelfilegt það er". En það er mikið að, þegar þeir misþyrma, án þess að vilja það. Þess vegna er svo áríðandi að ná sambandi við þessa foreldra og veita sálfræðilega aðstoð — einn- ig þeirra sjálfra vegna. M * *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.