Vikan


Vikan - 10.02.1977, Qupperneq 15

Vikan - 10.02.1977, Qupperneq 15
vera Einkaviðtal Vikunnar við rallykappann Roger Clark, besta rallyökumann breta og einn af bestu í heimi. Blm.: Hvað með rally cross, hefurðu keppt eitthvað í því? Clark: Ég keppti fyrir fimm árum í einni slíkri keppni, sem var gerð fyrir sjónvarpið, en það er það eina. Blm.: Finnst þér það ekki eins spennandi og rally? Clark: Þetta er aðallega spurn- ing um tíma, og hann hef ég ekki. Rally tekur allan minn tíma, svo það er bara ekki pláss fyrir meira. Blm.: Hefur þú alltaf ekið Escort síðan Ford fyrst setti þá í rally? Clark: Ég var sá fyrsti, sem vann rally á Escort, og sá fyrsti, sem yfirleitt ók Escort i rally, og ég hef gert það síðan. Blm.: Hvað finnst þér um Escortinn? Er hann sæmilegur rallybíll, eða er hann toppbíll í rally? Clark: Það má- eiginlega segja, að Escort sé minn bíll. Mikið af mínum hugmyndum um rallybíl eru í Escortinum, og ég hef átt mikinn þátt í að byggja þennan bíl upp. Ég kem með mínar hug- myndir, og Norman Master, sem er minn aðal vélamaður, útfærir hugmyndirnar í Escortinum. Blm.: Það má kannski segja, að þið, þú og Escortinn, hafið alist upp saman. Clark: Já, við erum alltaf sam- an, í blíðu og stríðu, og okkur kemur mjög vel saman. Blm.: Var ekki erfitt að vinna R.A.C. rallyið? Clark: Mér finnst alltaf erfitt að vinna stór alþjóða-rally, og þá sérstaklega R.A.C. rallyið. Keppi- nautarnir voru mjög góðir og stundum erfiðir. En það er bara hægt að gera sitt besta, og ef það nægir til að vinna, þá er það á rauninni ekki svo erfitt. Mér hefur í sjálfu sér fundist auðvelt að vinna þau rally, sem ég hef unnið. Blm.: Eftir fréttum af R.A.C. rallyinu að dæma þá virtist hafa verið mjög vont veðui, hífandi rok og rigning og snjókoma sums staðar. Gerði þetta ykkur ekki erfitt um vik? Clark: Það er alveg rétt, og það var fljúgandi hálka síðustu nótt- ina. Mér fannst þetta gera keppn- ina meira spennandi. Það var rigning mestan hluta keppninnar, sem gerir manni náttúrulega erfið- ara fyrir. Blm.: Lentirðu ekki í einhverjum vandræðum með bílinn í keppn- inni? Clark: Það brotnaði hjá okkur spyrna, en okkur tókst að klára sérleiðina, sem við vorum á, og síðan var skipt um spyrnu, og við héldum áfram. Blm.: Hvað heitir aðstoðaröku- maður þinn? Clark: Oftast er það Jim Porth- er, en í R.A.C. var það Stuart Pegg. Porther tók þátt í að skipu- leggja R.A.C. og mátti því ekki keppa. Blm.: Getur þú valið aðstoðar- ökumanninn sjálfur, eða ákveður Ford, hver á að aka með þér? Clark: Ég fæ oftast að ráða, hvern ég hef með mér, en við höfum aldrei lent í rifrildi út af því. Þeir aðstoðarökumenn, sem ég hef haft, eru allir toppmenn á sínu sviði. Blm.: Eru viðgerðarmenn í rally- um alltaf þeir sömu, eða er skipt um? Clark: Norman Master er alltaf með nokkra menn með sér. En í stærri rallyum eru alltaf allir með, sem vinna í Boreham, en það er í Boreham, sem rallybílarnir eru út- búnir fyrir keppnir. Þeir fara þá með viðgerðarbíla og eru tilbúnir með alla þá varahluti, sem hugs- anlega gæti þurft á að halda. Blm.: Þegar þeir gera við bílana í rally, er það þá gert á ferjuleið- um, eða eru einhverjir vissir tímar og staðir, þar sem viðgerðir eiga að fara fram? Clark: Það er alltaf gert við á ferjuleiðunum, ef eitthvað bilar. Blm.: Er þá tíminn á ferju- leiðunum það mikill, að hægt er að gera við, án þess að missa niður tíma? Clark: Já það er ekki nokkur vandi, því hraðinn er oftast i kringum þrjátíu mílur og ekið eftir góðum og breiðum vegum. Þar að auki er til dæmis í rallyum í Bretlandi hálfur tími aukalega til að koma inn á tímastöðina, svo það er hægt að gera við hérumbil allt, sem bilað getur á þessum tíma. Blm.: Viðgerðamennirnir hljóta að vera ofsalega klárir. Clark: Þeir eru það, og svo er mjög auðvelt að gera við Escort- inn, til dæmis að skipta um gírkassa eða afturöxul, það tekur mjög stuttan tíma. Svo að þótt ég 6. TBL.VIKAN 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.