Vikan - 10.02.1977, Side 20
pær svara
sólarhringmn
Við álitum þær elskulegustu
stúlkur á íslandi. Það gera líka
fleiri. Símastúlkur Hreyfils eru
ávallt boðnar og búnar til að
senda þeim sem hringja í sima
8-55-22, þægilega leigubifreið á
örskammri stund. Til þess að
viðskiptavinir Hreyfils njóti sem
beztrar þjónustu, bíða símastúlk-
urnar ef tir hringingu yðar dag og
nótt. Þess vegna auglýsir
Hreyfill æfinlega: „Opið allan
sólarhringinn."
HREVFILL
súni 85522
Opið allan sólarhringinn
13LOSSB
Skipholti 35 Simar:
j 50 ver /lun 8 13 51 verkslæöi • 8 13-52 skrilstola
Góð ryðvörn
tryggir endingu
og endursöiu
Okuferð
í Escortinum
huns Clorks
Að loknu viðtalinu við Roger
Clark fórum við til Boreham. Þar
eru rallybílarnir búnir til og gerð-
ir klárir fyrir keppni. Ferðin til
Boreham tók tvo tíma, og þótt ég
væri spenntur að sjá rallybílinn
hans Clarks, þá, naut ég ferðar-
innar í ríkum mæli, því margt var
að sjá á leiðinni.
Þegar á Ieiðarenda kom, tók
John Griffitus yfirvélsmiður á
móti okkur. Hann fór með okkur
inn um dyr, sem á stóð Öviðkom-
andi bannaður aðgangur, og þá
vorum við komnir inn á sjálft
verkstæðið. Og þvílík dýrð! Þarna
voru rallybílar á öllum fram-
leiðslustigum, allt frá þvf að vera
aðeins yfirbygging og upp í full-
kominn rallybil af bestu gerð.
Fyrsti bfllinn, sem ég kom auga
á, var billinn, sem Björn Walde-
gard keppti á í R.A.C. rallyinu.
Þar náði hann þriðja sæti, enda
þótt hann hefði enga æfingu f að
stjórna Escort. Sem sagt frábært!
Veriö var að gera við bílinn eftir
R.A.C., þegar ég kom þarna.
Felgurnar höfðu verið teknar af,
og ég rak augun f, að á aftur-
hjólunum voru tveir bremsukloss-
ar, en ekki einn, og var mér sagt.
að annar þeirra væri fyrir hand-
bremsuna, sem er vökvabremsa.
Þarna voru líka tveir power
bremsukútar, annar fyrir fram-
hjólin, en hinn íyrir afturhjólin.
„Svo er hægt að stilla þrýstinginn
Escort i keppnl i Afriku.
milli fram- og afturhjóla innan úr
bílnum á ferð, eftir þvf sem við
á“, sagði Graffitus, eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Eg sagði nú
bara eins og Bessi: ,,Ha’ba’sona!“
Eg kom nú auga á bilinn hans
Clarks og flýtti mér þangað. Þar
stóð ég og starði agndofa á þenn-
an glæsilega bíl, rétt eins og
sveitastrákur, sem sér drossíu úr
höfuðstaðnum í fyrsta skipti. Es-
cort rallybílarnir, sem gerðir eru
fyrir þá allra færustu, eins og
Roger Clark, Björn Waldegard,
Ari Vatanen og Russel Brookes,
eru smfðaðir þarna í Boreham.
Frá Liverpool kemur algjörlega
hrá yfirbygging, sem síðan er
fyllt eftir þeim kröfum, sem gerð-
ar eru í þeim flokkum, sem á að
keppa f. Öryggisreglur þeirra hjá
Ford eru þó nokkru strangari en
reglur F.I.A., sem eru alþjóða-
samtök ökumanna í bílaíþróttum,
og eru reglur þeirra síðarnefndu
þó taldar strangar. Þeir hjá Ford
leggja hins vegar aukna áherslu á
Þetta er sko eitthvað annað en
Runólfur gamli, sem ég ók i rally
hér heima. Xið yfir rásmerkið er
vegna þess, að ekki mó keyra með
'rásmerki í umferð. En svona litur
hann út sigurvegarinn úr R.A.C.
rallyinu.
20VIKAN 6. TBL.