Vikan - 10.02.1977, Blaðsíða 30
ég ýtti mér til baka til þess að
komast hjá að falla á höfuðið.
Verkamennirnir i bátnum kölluðu
háðslega, og ég heyrði Montgomery
formaela þeim. Og svo fóru skip-
stjórinn, stýrimaðurinn og einn
sjómannann, sem var þeim til
aðstoðar, með mig aftur í skut
skipsins. Litli skipsbáturinn af
Lady Vain hafði verið í togi, hann
var hálffullur af sjó, og í honum
voru engar árar og engar vistir. Ég
neitað að fara út í hann og fleygði
mér endilöngum á þilfarið. Að
lokum sveifluðu þeir mér út í hann
með kaðli — þvi að þeir höfðu engan
stiga i skutnum — og síðan skáru
þeir kaðalinn, sem báturinn var
bundinn með.
Mig rak hægt frá skonnortunni. I
einhvers konar sljóleikaástandi
fylgdist ég með þvi, þegar allir
sjómennirnir fóru að fást við reið-
ann, og hægt og örugglega var
skipinu snúið undan vindinum.
Seglin blöktu og þöndust svo út,
þegar vindurinn kom í þau. Ég
starði á veðurbarna skipshliðina,
sem hallaðist mjög þeim megin,
sem ég var. Og svo hvarf skipið
sjónum mínum.
Ég sneri ekki við höfðinu til að
horfa á eftir skipinu. I fyrstu gat ég
varla trúað þvi, sem gerst hafði. Ég
lá í hnipri á botni bátsins, ruglaður,
og starði ráðleysislega á autt
hafið, sem var eins og olía. Þá
skildist mér, að ég var aftur kominn
í þetta litla víti mitt, sem var nú
hálffullt af sjó. Þegar ég leit til baka
yfir borðstokkinn, sá ég skonn-
ortuna álengdar, ogi skut hennar var
skipstjórinn og hæddist að mér, og
þegar ég sneri mér í átt til
eyjarinnar, sá ég stóra skipsbátinn,
sem sýndist minnka, þegar hann
nálgaðist ströndina.
Skyndilega varð mér ljós
grimmdin ó bak við þann verknað
að yfirgefa mig þannig. Ég hafði
engin ráð til að ná landi, nema ef
mig skyldi reka þangað af tilviljun.
Hafa verður i huga, að ég var enn
veikburða eftir hrakningana i bátn-
um, ég var matarlaus og mjög
máttfarinn, enda hefði ég annars
haft meiri kjark. En í þessu ástandi
minu fór ég allt í einu að kjökra og
gráta, en það hafði ég aldrei gert,
frá þvi ég var lítið barn. Tárin runnu
niður eftir andlitinu á mér. í
ástriðufullri örvæntingu lamdi ég
með hnefunum á vatnið á botni
bótsins og sparkaði villimannlega í
borðstokkinn. Ég bað upphótt til
guðs um það, að hann léti mig
deyja.
Framhald í næsta blaði.
hvorki þol til að standa gegn þvi,
sem skipstjórinn mundi gera til að
reka mig burt, né til að þrengja mér
upp á Montgomery og félaga hans.
Svo að ég þjónaði örlögunum
afskiptalaus, og vinnan við að flytja
eigur Montgomerys út í bátinn hélt
áfram eins og ég væri ekki til.
Brátt var þessu verki lokið, og
svo kom barátta, ég var dreginn út í
ganginn, þótt ég streittist á móti af
veikum mætti. Jafnvel þó tók ég
eftir, hve sérkennileg voru brún
andlit mannanna, sem voru með
Montgomery í bótnum. En nú var
báturinn fullhlaðinn, og ýtt var fró i
skyndi. Breikkandi sund af grænu
vatni kom í ljós fyrir neðan mig, og
. ekki of Htill,
ekki of stór
Hinn vinsæli
fjölskyldubíll frá MAZDA.
Þetta er bíllinn, sem fó/k velur í dag,
nákvæmlega rétta stærðin. . . ekki of lítill, ekki of stór.
MAZDA 818 er fáanlegur 4 dyra,
2 dyra coupé og 4 dyra station.
Komið, skrifið eða hringið og
fáið nánari upp/ýsingar. MAZDA . . . mest seldi
japanski bíllinn á íslandi í dag.
ÆT
B/LABORG HF. Borgartúni 29 sími 22680
30VIKAN 6. TBL.