Vikan


Vikan - 10.02.1977, Qupperneq 30

Vikan - 10.02.1977, Qupperneq 30
ég ýtti mér til baka til þess að komast hjá að falla á höfuðið. Verkamennirnir i bátnum kölluðu háðslega, og ég heyrði Montgomery formaela þeim. Og svo fóru skip- stjórinn, stýrimaðurinn og einn sjómannann, sem var þeim til aðstoðar, með mig aftur í skut skipsins. Litli skipsbáturinn af Lady Vain hafði verið í togi, hann var hálffullur af sjó, og í honum voru engar árar og engar vistir. Ég neitað að fara út í hann og fleygði mér endilöngum á þilfarið. Að lokum sveifluðu þeir mér út í hann með kaðli — þvi að þeir höfðu engan stiga i skutnum — og síðan skáru þeir kaðalinn, sem báturinn var bundinn með. Mig rak hægt frá skonnortunni. I einhvers konar sljóleikaástandi fylgdist ég með þvi, þegar allir sjómennirnir fóru að fást við reið- ann, og hægt og örugglega var skipinu snúið undan vindinum. Seglin blöktu og þöndust svo út, þegar vindurinn kom í þau. Ég starði á veðurbarna skipshliðina, sem hallaðist mjög þeim megin, sem ég var. Og svo hvarf skipið sjónum mínum. Ég sneri ekki við höfðinu til að horfa á eftir skipinu. I fyrstu gat ég varla trúað þvi, sem gerst hafði. Ég lá í hnipri á botni bátsins, ruglaður, og starði ráðleysislega á autt hafið, sem var eins og olía. Þá skildist mér, að ég var aftur kominn í þetta litla víti mitt, sem var nú hálffullt af sjó. Þegar ég leit til baka yfir borðstokkinn, sá ég skonn- ortuna álengdar, ogi skut hennar var skipstjórinn og hæddist að mér, og þegar ég sneri mér í átt til eyjarinnar, sá ég stóra skipsbátinn, sem sýndist minnka, þegar hann nálgaðist ströndina. Skyndilega varð mér ljós grimmdin ó bak við þann verknað að yfirgefa mig þannig. Ég hafði engin ráð til að ná landi, nema ef mig skyldi reka þangað af tilviljun. Hafa verður i huga, að ég var enn veikburða eftir hrakningana i bátn- um, ég var matarlaus og mjög máttfarinn, enda hefði ég annars haft meiri kjark. En í þessu ástandi minu fór ég allt í einu að kjökra og gráta, en það hafði ég aldrei gert, frá þvi ég var lítið barn. Tárin runnu niður eftir andlitinu á mér. í ástriðufullri örvæntingu lamdi ég með hnefunum á vatnið á botni bótsins og sparkaði villimannlega í borðstokkinn. Ég bað upphótt til guðs um það, að hann léti mig deyja. Framhald í næsta blaði. hvorki þol til að standa gegn þvi, sem skipstjórinn mundi gera til að reka mig burt, né til að þrengja mér upp á Montgomery og félaga hans. Svo að ég þjónaði örlögunum afskiptalaus, og vinnan við að flytja eigur Montgomerys út í bátinn hélt áfram eins og ég væri ekki til. Brátt var þessu verki lokið, og svo kom barátta, ég var dreginn út í ganginn, þótt ég streittist á móti af veikum mætti. Jafnvel þó tók ég eftir, hve sérkennileg voru brún andlit mannanna, sem voru með Montgomery í bótnum. En nú var báturinn fullhlaðinn, og ýtt var fró i skyndi. Breikkandi sund af grænu vatni kom í ljós fyrir neðan mig, og . ekki of Htill, ekki of stór Hinn vinsæli fjölskyldubíll frá MAZDA. Þetta er bíllinn, sem fó/k velur í dag, nákvæmlega rétta stærðin. . . ekki of lítill, ekki of stór. MAZDA 818 er fáanlegur 4 dyra, 2 dyra coupé og 4 dyra station. Komið, skrifið eða hringið og fáið nánari upp/ýsingar. MAZDA . . . mest seldi japanski bíllinn á íslandi í dag. ÆT B/LABORG HF. Borgartúni 29 sími 22680 30VIKAN 6. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.