Vikan


Vikan - 10.02.1977, Page 45

Vikan - 10.02.1977, Page 45
eftir íslenskan höfund » Bœði ættingjar Emils og hennEir eigin reyndust henni eins og best var á kosið. Foreldrar hans fengu henni umráð yfir húsinu í Wash- ington, sem þau Emil ætluðu að búa í. Og eftir að hafa selt það er henni ekki fjár vant. En gleði finnur hún hvergi. Það var Douglas Cramer læknir, sem ráðlagði henni að takast þessa ferð á hendur. Og hún sér ekkert ráð vænna en að reyna það. Ef til vill gerir það henni gott að breyta um umhverfi. Hún dvaldi á Sundale til apríl- loka, þá fór hún norður til Winnipeg og var þar í mánuð. Reyndar hresstist hún töluvert við dvölina þar. Hún heimsótti sína gömlu vinkonu Kate O’Mallory og óbilandi glaðværð hennar og bjartsýni gerði Gróu mikið gott. Kate leggst alltaf eitthvað til. Eftir að hún hætti að vera vændiskona og giftist Stuart sínum hefur hún ofan af fyrir sér og öðrum með þvi að lesa í spil og segja fyrir um framtíð fólks. Og nú er straumur virðulegra kvenna og fagurra yngismeyja að húsinu henn- ar. Þær eru ekki síður áfjáðar í að njóta þjónustu hennar, en karl- mennirnir voru áður. Gróa spurði hana, hvort hún sæi nokkra framtíð hjá sér og Kate lét hana draga nokkur spil úr bunka. Svo rýndi hún í þau nokkra stund, raðaði þeim upp og sagði: ,,Það eiga þrír menn eftir að koma mikið við sögu i lífi þínu, mín kæra. Einn þekkirðu, en hefur ekki séð lengi, hann er ungur. Annar er gamall maður, langt í burtu og ber þungar byrðar. Sá þriðji er á barns- aldri ennþá, þú átt eftir að veita honum mikla hamingju. Ég sé ekki betur, en þú eigir eftir að dvelja undir sama þaki og þeir allir þrír.” Gróa brosir i kampinn að þessum fáránlega spádómi, hún er ákveðin í að lifa og dqyja ein síns liðs og einbeita sér að kennslustörfum. Eftir að hafa kvatt vini sína í Kanada fór Gróa til New York og steig um borð i skip á leið til Islands. Þetta er nýtt íslenskt skip og ber nafnið Goðafoss. Það siglir beint frá New York til Reykjavíkur, þannig að Gróa má búast við að verða skemur á leiðinni, en þegar hún fór frá fslandi. Fyrstu dagana um borð heldur hún sig mikið neðan þilja og blandar lítt geði við samferðafólk sitt. En brátt fer hún að gefa sig að hinum farþegunum og vera meira á ferli. Snemma morguns stendur hún á þilfari og horfir yfir ólgandi hafið. Þá er hún skyndilega ávörpuð á ensku: ,,Er þetta ekki Gróa litla úr Oak- street?” Hún snýst á hæli og stendur frammi fyrir ungum manni, sem hún hefur nokkrum sinnum séð bregða fyrir i matsalnum. Hún virðir hann fyrir sér með undrun en kannast ekkert við svip hans. Hann horfir í augu hennar og bros færiat á andlit hans. Og um leið þekkir hún hann. Þetta er Kjeld Jensen. ,,Er þetta raunverulega þú?” spyrhúnundrandi. ,,Allir héldu, að þú hefðir fallið í stríðinu eins og Kaj. Og foreldrar þínir seldu húsið ykkar og fóru til Danmerkur. Hvað i ósköpunum ertu að gera hér?” Kjeld brosir sínu gamalkunna brosi. Hann er á leið til Danmerkur til að hafa upp á foreldrum sínum. Um leið ætlar hann að nota tæki- færið og skoða sig um í höfuðstað fslands í nokkra daga. Hann segir Gróu ýmislegt af sinum högum frá því leiðir þeirra skildu fyrir hálfu áttunda ári. Þeir bræður höfðu i fyrstu verið með herdeild sinni í Frakklandi og þar féll Kaj við Verdun í nóvember 1916. Skömmu áður höfðu þeir bræður orðið viðskila og Kjeld frétti ekki hið sanna um örlög bróður síns fyrr en að stríði loknu. Sjálfur fór hann með félögum sínum til Belgíu og í október 1917 var hann við Passchendale, þar særðist hann og féll í hendur þjóðverja. Þeir héldu Missið «ekki fótanna § » 0 Stáltáhetta 0 SvamptápúAi 0 Ytri sáli 0 HlifAarbrún OVatnsvarAir reimkrókar I — . labeur ■r Ih O SvamppúAi © FóAur O YfirleAur O Hælkappi O Sterkur blindsóli © llstoA Nýjor gorði illegra Jallatte öryggisskórnir Ivéttir og liprir. LeóriO sérstaklega vatnsvariö. Stálhetta yfir tá. Sólinn soðinn án sauina. Þolir hita og frost. Stamur á is og oliublautum gólfum Hagstætl verft — Sendum um allt land. Dynjandi sí: SOFTAHE Þolir 25 þúsund Wolta spennu Skéifunni :ill ' Kcykjavik Simar íi 26-70 & li-26-71 JALLATTE S.A. Bifreiðaeigendur Látið ekki salt, tjöru og önnur óhreinindi skemma bif- reiðina. Við hreinsum og bónum bilinn meðan þér biðið. Vel hirtur bíll eykur ánægju eigandans. Bón og þvottastöðin, Sigtúni 3, simi 84850. 6. TBL.VIKAN45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.