Vikan - 10.02.1977, Side 46
STJÖRNUSPÁ
llrúlurinn 2l.mar\ 20. april
Það skiptir afar
miklu, að þú um-
gangist rétta aðila i
vikunni, því að þú
ert dálítið veikur fyr-
ir þessa dagana og
gœtir látið stjórnast
af illgjörnum mönn-
um.
NauliA 2l.april 2l.maí
Þér gefast mörg
tœkifæri, einkum til
þess að vinna þér inn
aukaskilding, og þau
skaltu nota, því að
líkur eru á því, að þú
munir þarfnast mik-
illa peninga á næst-
unni.
1 \ihurarnir 22.mai 2l.júni
Eitthvað, sem þú
gerir á vinnustað,
veldur misskilningi,
og skaltu reyna að
sýna viðkomandi að-
ilum fram á, að þú
hafir gert það í góðri
trú. Heillatala 5.
krahhinn 22.jiifii 2J.júli
l/jóniú 24.júli 2l.ái<úsl
>lc)jiin 24.áiliisl 2J.scpl.
Þú reiðist vini þínum
í vikunni, en sann-
leikurinn er sá, að þú
hefur hann fyrir
rangri sök. Þótt und-
arlegt megi virðast,
styrkir þetta aðeins
vináttubönd ykkar.
Þú skalt ekki vera
hræddur við að ráð-
ast í ný verkefni, þvi
að allt nýtt virðist
einmitt leika við þig í
þessari viku. Þig hef-
ur skort sjálfsgagn-
rýni að undanförnu.
SlcinUcilin 22.dcs. 20.jan.
Þú átt í einhverju
stríði við umhverfið
þessa dagana, og
verður það til þess að
þú nærð ekki að
sinna ýmsu því, sem
þér er nauðsynlegt
að sinna. Heillalitur
gulur.
Þér var lofað
einhverju fyrir
skömmu, en nú verð-
ur þú fyrir einhverj-
um vonbrigðum, því
að það verður ekki
staðið við þetta lof-
orð, nema að hálfu
leyti.
Sporódrckinn 24.okl. !!.Vnó\.
Vikan er nokkuð var-
hugaverð í fyrstu,
einkum er það einn
veikleiki þinn, sem
gæti orðið til þess að
þú kemst í slæma
klípu. Þú verður að
berjast einn i þessu.
\iilnshcrinn 21.j;in. lú.fchr.
Það gengur á ýmsu í
þessari viku. Þú
virðist venju fremur
uppstökkur og önug-
ur, og stafar það
líklega af því að þú
varðst fyrir einhverj-
um vonbrigðum í
vikunni sem leið.
Þú ferð liklega i
skemmtilegt sam-
kvæmi í vikunni,
þar sem þú kynnist
manni, sem gæti
haft mikil áhrif á líf
þitt, ef þú kynntist
honum svolítið bet-
ur.
Hoitiiiadiirinn 24.nó%. 21.dcs.
Vikan virðist mjög
hentug til þess að
leggja út í ný ævin-
týri — ferðalög, sem
farin verða í vikunni,
verða afar skemmti-
leg, og ekki ætti
Amor að bregðast
elskendum.
I iskarnir 20. fchr. 20. mars
Heima við gerist dá-
lítið skemmtilegt í
sambandi við stór-
viðburð í fjölskyld-
unni. Þú hefur van-
rækt eitt skyldustarf
þitt að undanförnu
og verður að bæta úr
því.
honum föngnur? til stríðsloka, en
þá var honum sieppt ásamt fjölda
annarra. Síðan var hann á flækingi
um Evrópu og komst meðal annars
til Rússlands, þar sem hann heill-
aðist mjög af kenningum byltingar-
manna.
Eftir þennan flæking tók hann að
hugsa til heimferðar, en bréf hans
komu til baka með áritun um, að
fólkið væri flutt burt og enginn
vissi hvert.
Til Ameríku kom Kjeld aftur
snemma árs 1920. Síðan hefur hann
dvalist lengst af í New York, og
unnið ýmis tilfallandi störf. Síðast-
liðna mánuði hefur hann verið
fréttaritari við kvöldblaðið Journal í
New York.
Gróa segir honum líka eitt og
annað af sinum högum. Hún finnur
innilega samúð hans og vináttu, er
hún segir honum frá Emil og dauða
hans. Og það er henni mikil
raunabót, að hafa fundið þennan
góða vin sinn að nýju.
Er skipið kemur til Reykjavíkur
fara þau Kjeld og Gróa saman upp i
bæinn. Þau fá inniá Hótel Islandi og
þar ætla þau að dvelja í nokkra
daga.
Gróu tekst fljótlega að ná sam-
bandi við Þóreyju frænku sína á
Sauðárkróki og boðin velkomin
þangað við fyrsta tækifæri. Hún
ákveður að fara með skipi, því það
er henni mun léttara en ferðast
landveg.
Á meðan hún bíður eftir strand-
ferðaskipi og Kjeld bíður fars til
Danmerkur eyða þau tímanum sam-
an við að skoða höfuðstaðarlífið á
íslandi og þykir þeim það allkátlegt
og ólikt því, sem þau eiga að
venjast. Þau njóta saman þeirra
skemmtana, sem boðið er uppá. Það
eru tvö bíó á staðnum auk annarra
Kveikjuhlutir
í flestar tegundir
bíla og vinnuvéla
HLOSHI?
Skipholti 35 Simar:
B 13 50 verilun 8 13 51 verkstæði B 13 52 skritstota
D
menningarstofnana og samkomu-
staða.
Þótt þeim þyki gaman að dvelja
með öðru fólkið i gleðskap, þá njóta
þau þeirra stunda best, sem þau
eiga tvö ein.
Þau fara i gönguferðir þegar vel
viðrar og spjalla saman, eins og
tveir mjög góðir vinir best geta.
Það er eins og eðlilegt og sjálfsagt,
þegar Kjeld tekur Gróu í faðm sér
eitt kvöldið og kyssir hana heitum
kossum. Hún finnur að vísu ekki til
þeirrar tilbeiðslu-hrifningar, sem
Emil vakti með henni, en í faðmi
Kjelds finnur hún til öryggis og
hlýju. Hún býst við, að þvi sé
svipað varið með Kjeld. Hann hefur
sagt henni frá þýsku hjúkrunar-
konunni, sem hann heillaðist af, er
hann særðist í stríðinu. Hennar
vegna sneri hann ekki strax heim að
striði loknu, heldur flæktist um
Evrópu í leit að henni. Reyndar
komst hann á slóð hennar, en þá var
hún gift, svo hann lét staðar numið
og fór í þess stað til Rússlands með
enskri hersveit.
Er skilnaðarstund þeirra Gróu og
Kjelds rennur upp hafa þau heitið
hvort öðru því, að hafa samband sín
á milli, þegar þau komi aftur vestur
um haf. Þau kveðjast með söknuði
og halda hvort til sinnar áttar.
Gróu er vel fagnað á heimili
Þóreyjar og Andrésar og þar dvelur
hún í góðu yfirlæti um skeið.
Hún segir Þóreyju, að sig langi til
að komast að faðerni sínu og spyr,
hvort hún viti nokkur deili á því.
Þórey segir, að faðir hennar hafi
heitið Jón og verið bóndi á Vallholti
í Hlíðarhreppi, þegar hún fæddist,
en fáum árum síðar hafi hann selt
jörð sína og flutt burtu og hún veit
ekkert. hvað af honum hefur orðið.
Halla er dáin, svo ekki er hægt að
spyrja hana og Gróa er litlu nær
um uppruna sinn.
Frá Þóreyju fer hún landveg um
fjöll og dali, fyrst í bíl og svo á
hestum heim að Gili.
Henni finnst, að hún hverfi aftur í
aldir, er hún kemur heim í fæðingar-
sveit sína. Þótt ekki séu nema 17 ár
síðan hún fór hafa þau verið henni
svo viðburðarrík, að þau eru sem
óratími. Nú gengur hún hér um hlað
og varpa, þar sem hún skreið og
veltist sem ósjálfbjarga barn. Hún
heyrir fuglasöng, finnur lykt af
nýslegnu grasi og horfir yfir gamal-
kunnugt landslag, hrjóstrugt og
gróðurrýrt. I hjarta hennar skiptist
á fögnuður og tregi. Þótt umhverfið
sé hið sama og áður, þá er fólkið
henni framandi og hún er í þess
augum útlendingur og einkennileg.
46VIKAN 6. TBL.