Vikan


Vikan - 10.02.1977, Page 52

Vikan - 10.02.1977, Page 52
Rætt við þrjá rallykappa og sagt frá blaðamannafundi hjá Ford. John Taylor, evrópumeistari / ra/lycross og mikill rallyökumaður. Hann er llka einna athafnasamaastur / rallyskólanum, sem Ford rekur. Viö Jim Ijósmyndari lentum alveg óvænt á blaöamannafundi ( London fyrir skemmstu. Máliö var þaö að við vinirnir fórum út til að hafa tal af Roger Clark, sem ætti nú að vera orðið lesendum Ijóst, Margar gerðir mæla i bifreiðir, báta og vinnuvélar HIiOSSI^ Skipholti 1S Simar 8 13 SOvorilun 8 13 Í1 vcrkilæöi 8 13 S3 skrílslola Sá mest seldi ár eftir ár Pólar hf. Einholtí 6. og Rodger Bending, sem tók að sér að koma okkur í samband við Clark, hringdi svo til okkar og spurði, hvort við værum ekki til í að koma á blaðamannafund, sem Ford hélt. Á þessum fundi átti að segja frá, hvað Ford ætlaði að gera í bílasporti á þessu ári. Auðvitað vorum viö til í aö fara á fundinn, og Rodger Bending kom og sótti okkur. Þegaráfundinn kom, voru örfáar hræöur mættar, því við vorum heldur of snemma á ferðinni. Og þar sem við stóðum úti í horni og röbbuðum saman, bættist maður í hópinn, og Bending hnippti í mig og sagöi, að þetta væri John einhver, ég heyrði ekki eftirnafnið, og hann keyröi í rally-cross. Ég trítlaði til hans og kynnti mig og spuröi, hvort ég mætti rabba aðeins við hann. Það var auðfengið, og við settumst út í horn og fórum að sjálfsögðu að ræða um rally cross. Ég spurði John fyrst, hvort hann æki ekki Escort, og svarið var auðvitað já. Blm: Ekur þú bara í bresku meistarakeppninni í rally cross, eða ekur þú líka í evrópumeistara- keppninni? John: Hvorutveggja. Blm: Hvernig gekk hjá þér í þessum keppnum? John: Ég varð evrópumeistari í rally-cross. Blm: ??? ha?, ert þú þá John Taylor? Ha? Nú var ég orðinn hálf aum- ingjalegur að hafa ekki áttað mig á við hvern ég var að tala. Svo uppveðraðist ég auðvitað allur og varð hinn ánægöasti yfir sessu- nauti mínum. Blm: Ertu bara í rally-cross, eða líka í rally? John; Ég tek þátt í hvoru tveggja. Blm: Hvort er skemmtilegra fyrir ökumanninn sem keppni? John: Persónulega finnst mér rally skemmtilegra en rally cross. Ég er líka orðinn hálf þreyttur á rally-crossinu, er búinn að standa í því með rallyinu alltof lengi. Svo er ég líka með rallyskóla á vegum Ford og hef því miklu meira en nóg að gera. Blm: Rallyskóla? Hvað fer fram í rallyskóla? , John: Rallyskólinn er raunar námskeið, sem stendur bara í einn Pn'r stórii dag. Við tökum bæði ökumenn og aðstoðarökumenn í gegn í einu. Fyrst eru þeir látnir aka eina sérleið, og fylgst er með hverjum og einum vel og vandlega. Þegar það er búið, eru nemendurnir kallaðir inn og þeim sagt, hvað þeir geri rangt. Síðan eru þeir sendir út aftur. I millitíðinni er búið að breyta sérleiðinni, og þeir eru látnir spreyta sig aftur. Blm: Og hver er svo útkoman, hafið þið fundið marga góða ökumenn? John: Otkoman er vægast sagt ömurleg. Við erum búnir að taka tvö hundruð rnanns í gegnum skólann, en Fiöfum bara fundiö tvo, sem eru svona í meðallagi, en verða aldrei neinar stjörnur. Blm: Hvað er það þá, sem vantar hjá þessum mönnum? John Ég held, að all flestir komi bara að gamni sínu og til að geta sagt, að þeir hafi farið í rallyskóla og fengið jakka, eins og Roger Clark er í. Það sem vantar er raunverulegur áhugi til að gera eitthvað og verða eitthvað í rally. Blm: Ef menn koma bara í rallyskóla til að fá jakka, hvað kostar þá svona jakki? John: Jakkinn og auövitað skólinn kostar 35 pund, ansi dýrt fyrir einn jakka, þegar menn fá ekkert út úr skólanum. Blm: Hvað þarf maður að hafa gert til að komast I þennan merki- lega skóla? John: Ekkert annað en að hafa hugsað sér að aka Escort í rally. Við kennum á Escort, og öll kennslan miðast við Escort. John Taylor bað mig nú að afsaka sig, því hann ætlaði út í bílinn sinn og ná þar í myndir af keppnisbílunum til að gefa mér. En í sama mund og hann stóð

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.