Vikan - 10.02.1977, Síða 57
ANDERS TUXEN: ÁFENGI TIL GÓÐS OG ILLS
Fóstrið verður jafn
ölvað og
móðirin
Það er staðreynd, að fóstrið
verður nákvæmlega jafn ölvað og
móðirin. Skýringin er sú, að allt
áfengi, sem maður drekkur —
sama hvort um öl, létt vín eða
sterk er að ræða — fer frá maga
og þörmum út í blóðið.
Áfengið berst með blóðinu út
um allan líkamann og í lifrina, sem
brennir áfengið meö ákveðnum
hraða. Það tekur um það bil 1
1/4 klukkutíma að eyða áfengis-
magni í einni bjórflösku eða einum
snafs.
Blóð ófrískrar konu — og
áfengið með, ef hún hefur neytt
þess — berst auðvitað líka til
legsins, þar sem fylgjan er. Þar
liggur blóðrás móður og fósturs
mjög þétt saman, en þó aðskilið.
Það er ekki sama blóð hjá móður
og fóstri.
Fylgjan vinnur efni úr blóði
móðurinnar fyrir blóð fóstursins,
þannig að næringarefni og súrefni
fari inn í blóðrás fóstursins. Úr-
gangsefni fara svo aftur frá fóstr-
inu út í blóð móðurinnar, sem
hreinsar þau ásamt eigin úrgangs-
efnum gegnum nýru og lungu.
Fylgjan lætur ekki hvaða efni
sem er fara til fóstursins, sumum
er afneitað, öörum ekki. Fyrirfram
getur maður ekki vitað með vissu,
hvernig eitthvert ákveðið efni
muni haga sér. Fylgjan hefur
tilhneigingu til að láta efni með
smáar sameindir fara óhindrað til
fóstursins. Áfengið er einmitt
slíkt efni, og það fer óhindrað
framogtil baka, þannig að móðirog
fóstur eru nákvæmlega jafn ölvuð.
Ef móðirin — nú og faðirinn
einnig — eru ölvuð þegar getnað-
ur á sér stað, hefur það aftur á
móti engin áhrif, því bæði eggið
og sæðisfruman hafa myndast
fyrir löngu, og það er enginn fótur
fyrir því, að áfengi hafi áhrif á
samruna eggs og sæðisfrumu.
Hins vegar eru fyrstu vikurnar
eftir getnað hættulegur tími fyrir
fóstrið. Þá er eggiö að skipta sér,
og þá þegar myndast fyrsti vísirinn
að öllum aðal líffærakerfum lík-
amans. í sambandi við þetta má
nefna, að ef fóstrið er stúlka,
myndast þegar á þessum fyrstu
vikum ekki aöeins eggjastokkarn-
ir, heldur líka eggin, sem einni
kynslóð síðar, þegar hún er full-
orðin, verða hennar börn. Meö
öðrum oröum: Óheppileg áhrif á
fóstrið á meðgöngutímanum geta
ekki einasta skaðað hið ófædda
barn, heldur kannski líka barna-
börnin.
Við höfum mörg dæmi um
svona skaðleg áhrif, en þekktust
eru þau örkuml, sem lyfið Thali-
domid olli, en það lyf var í notkun
kringum 1960. Það efni fór úr
blóði móðurinnar yfir til fóstursins
og gerði skaða, en það gerir þó
aðeins skaöa á fyrstu sex vikunum
— þegar hendur og fætur mynd-
ast — annars er efnið meinlaust.
Við vitum líka, að konur sem
reykja eignast minni börn heldur
en þær konur, sem ekki reykja.
Það er þó tæplega sjálfu nikó-
tíninu að kenna, heldur kolvetna-
innihaldi reyksins. Hann fer nefni-
lega líka frá blóði móðurinnar til
fóstursins og bindur sig rauðu
blóðkornunum, sem flytja súrefn-
ið, og hefur þetta þau áhrif, að
fóstrið fær of lítið súrefni.
C'
'lllll;!;! I
!l|i
II
«1
Lifíð
heil
En ef við snúum okkur aftur aö
áfenginu, þá veröur að segjast, að
ekki er ástæða til að óttast, að
áfengi í litlum mæli skaði fóstrið.
Ófrískar konur geta því kvíðalaust
leyft sér að dreypa á víni við
hátíðleg tækifæri.
6. TBL. VIKAN 57