Vikan - 10.02.1977, Side 61
inum. Hann var hugrakkur maður
og sterkur á taugum. En það var
sama hvað hann gerði.
Hver skrifstofumaðurinn á fœtur
öðrum reyndi hæfni sína. Majorinn
veðjaði viskiflösku, að gildran
kæmist í lag. Majorinn og allt
starfsfólkið sat kringum borðið
langt fram á dag, en gildran
haggaðist ekki.
Þau flettu viðskiptaskránni, en
gátu ekki fundið framleiðanda
músagildrunnar. Það var þó nokkur
fjöldi slíkra verksmiðja í Englandi,
en enginn gaf upp, að framleitt væri
undir merkinu „Skjótur dauðdagi”.
Klukkan þrjú sótti major Brown
viskiflösku og ískaldan sóda og
sagði:
— Gjörið svo vel herrar mínir.
Major Brown sagðist skyldi taka
málið í sínar hendur og afgreiða það
sem fljótast. Major Townsend vissi
að málinu var vel borgið í hans
höndum.
Einn af yngstu starfskröftunum
sagði, að blökkumaður nokkur niðri
í bænum framleiddi alveg sérdeilis
góðar músagildrur, en hinir störðu
skilningslausir á hann og önsuðu
engu.
Majorinn fór heim til sín, til
Daisy sinnar, sem beið hans með
góðan mat. Majorinn sagði, að nú
væri málið komið í hendur réttra
aðila, það tæki sinn tíma auðvitað
að fá leiðréttingu þessara mistaka.
hann var ekki í skapi til að ljúka við
kaflann, og þegar hann læsti skrif-
borðsskúffunni og sagðist ætla að
taka sér hvíld um stund, kastaði
Daisy sér um háls hans.
Vifturnar gengu hljóðlaust,
drykkurinn í kælinum ljúffengur,
og það var unun að horfa á Daisy
unga og ferska, hún var liðug eins
og köttur, með glampandi augu,
sæt, afskaplega sæt, og frú Towns-
end var í öruggri fjarlægð í Engl-
andi. Sólin gekk fljótt til viðar, og
stjörnurnar blikuðu yfir sjónum,
majorinn andvarpaði af vellíðan.
Músafjölskyldan tísti inni í veggn-
um.
Þau eru svo indæl, ég sker
ofurlítinn ostbita handa þeim, áður
en við háttum, sagði Daisy.
— Gerðu það, sagði majorinn
vinsamlega.
Dagar og nætur liðu. Major
Brown var einmana og eyddi kvöld-
unum og góðum hluta af nætur-
svefni sínum til að ráða gátuna um
músagildruna.
Major Brown skildi ekkert í
tækni, en aftur á móti var hann
snillingur við að skrifa langar og
nákvæmar frásagnir.
Þegar hann hafði gert tilraunir
með músagildruna í þrjá mánuði
(það viðurkenndi hann siðar), skrif-
aði hann langt bréf og sendi með
músagildrunni til viðskiptamála-
ráðuneytisins í London.
Bréfið komst nokkuð fljótt á
áfangastað. En það tók lengri tíma
að fá pakkann afhentan, tollurinn
taldi sig eiga að fá sex pence í toll,
en það vildi ráðuneytið ekki greiða.
Nú upphófust miklar bréfaskriftir
og bréfin gengu fram og aftur á milli
ráðuneytanna, og einhverra hluta
vegna komst hermálaráðuneytið og
lögreglan í málið.
Scotland Yard fann það út, að
þama væri eitthvað gruggugt á
ferðinni og möguleiki væri í því, að
pakkinn innihéldi rússneska vítis-
vél. Maður, sem hvort sem var átti
að hengja, var fenginn til að opna
pakkann úti undir beru lofti gegn
loforði um náðun, ef hann springi
ekki i loft upp.
Maðurinn batt hníf á langt skaft,
skar á böndin og gegnum pappir og
kassa og aftur pappir. Og þarna lá
svo músagildran í grasinu og var
bara ósköp venjuleg, lítil gildra, og
maðurinn slapp við gálgann og vár
frjáls maður.
Tollurinn sendi reikning upp á
sex pence til viðskiptamálaráðu-
neytisins í Trinidad og afhenti
músagildruna til ráðuneytisins í
London eftir níu mánaða umstang,
eða nákvæmlega ári eftir að major
Townsend hafði afhent hana major
Brown.
En þar með var málið ekki komið
i höfn.
Deildarstjórinn í viðskiptamála-
ráðuneytinu, sem átti að fjalla um
málið, var nýr í þjónustu ráðu-
neytisins. Hann var alveg ráðalaus
og skildi ekki upp eða niður í neinu.
Hann sendi síðasta bréfið frá tollin-
um út í skjalasafn og stakk músa-
gildrunni ofan í skúffu. Málið var
ekki tekið upp aftur fyrr en tíu
mánuðum síðar. Þá fékk deildar-
stjórinn langt bréf fró major Brown,
kurteislegt og mjög nákvæmt bréf,
þar sem beðið var um að flýta
málinu. Deildarstjórinn bað undir-
mann sinn að ná í allt, sem að
málinu lyti, og hann fann strax
þykka möppu i skjalasafninu.
Þetta var dálitið spennandi.
Deildarstjóranum fannst þetta eins
og hver önnur íþrótt. Hann var
fyrrverandi krikketleikari, en hafði
orðið að hætta vegna meiðsla í hendi.
Hann tók nú upp gildruna og fór að
reyna, hvað hann gæti. Starfsfólkið
kom líka og prófaði, og þau
veðjuðu, hvernig fara myndi. Sumir
reyndu að ýta með blýanti, aðrir
með bréfahnífum og skærum.
En músagildran stóð þarna upp-
spennt, »g ekkert kom að gagni.
Það var ekkert unnið ó deildinni
þennan dag og ekki þann næsta
heldur. Þriðja daginn sagði deildar-
stjórinn: — Ég hata að þurfa að
gefast upp, en herrar mínir, finnið
framleiðandann. Þar með fór hann 1
mat.
Næstu daga vann starfsfólkið við
að fletta viðskiptaskránni og öðrum
þykkum bókum. Eftir þriggja vikna
leit hrópaði einn skrifstofumaðurinn
sigri hrósandi. — „Skjótur dauð-
dagi” framleitt í Birmingham.
Músagildran ásamt löngu og
hátiðlegu bréfi var nú strax send til
verksmiðjunnar í Birmingham.
(Framleiðsla: — 50000 músagildrur
ó viku. Markaður: — Ailur heimur-
inn).
Forstjórinn kallaði í sinn hæfasta
mann. Maðurinn hélt á músagildr-
unni í hendinni, skrúfaði litla skrúfu
með hinni, setti gildruna á borðið og
ýtti létt við fjöðrinni með grönnum
stálþræði. — Klapp, sagði hún.
Forstjórinn tók sér um hjartað og
sagði: — Úff, úff...
— Það er aldeilis ekkert að henni,
smellur, svo maður sér næstum
blóðið gusast upp, sagði maðurinn.
Forstjórinn hafði gaman af öllu
sérkennilegu og lét setja músagildr-
una og bréfið i glerkassa á skrif-
borðið hjá sér. Hann gaf skipun um
að senda þegar nýja músagildru til
viðskiptamálaráðuneytisins í Lond-
on, ókeypis.
Viðskiptamálaráðuneytið i Lond-
on sendi pakkann ófram til við-
skiptamálaráðuneytisins í Trinidad,
og Major Brown hringdi, strax og
hann kom til majors Townsend,
sem greip sólhattinn sinn og þaut af
stað. Klukkan var ellefu fyrir
hádegi, og það var óvenjulega heitt
í veðri.
I ráðuneytinu sat major Brown
með nýja músagildru fyrir framan sig
ó skrifborðinu, sveiflaði blýantinum
og ýtti aðeins í gildruna. — Klapp,
sagði hún og hjó í sundur blýant-
inn, áður en majorinn náði að draga
hann að sér.
— Þetta er nú músagildra í lagi,
sagði major Brown. — Verksmiðjur
okkar framleiða einungis fyrsta
flokks vöru, þó að einstaka óhapp
geti átt sér stað, jafnvel á Englandi.
Þú verður líka að viðurkenna, kæri
major, að ráðuneyti okkar vinna
óaðfinnanlega, auðvitað tekur það
sinn tíma að koma máli í gegn, en
árangur næst alltaf...
— Alltaf, sagði major Townsend
ákveðið. — Kvörnin malar örugg-
TRAUST
TOYOTA
DIESEL
4 strokka 3000 ccm
85 ha dieselvél
Towtu ir
tninstur
hill
TOYOTA
NYBYLAVEGI 10
KOPAVOGI
SIMI 44144
6. TBL. VIKAN61