Vikan


Vikan - 10.02.1977, Side 63

Vikan - 10.02.1977, Side 63
lega, dálítið hægt af og til, en afskaplega örugglega. Góð kvörn, án hennar og okkar... Major Brown sótti viski og sóda og tilkynnti, að það yrði frí það sem eftir væri dagsins. — Mér virðist, sagði major Brown, — að þú sért hálf miður þín i dag. Er eitthvað að? — Nei, svaraði major Townsend, — en ég kvíði því hálfpartinn, að kona mín kunni að koma hingað frá Englandi. Það er stutt síðan hún skrifaði, að nú væri tími til kominn, að hún kæmi í heimsókn. Þú veist kannski, að hún þolir hita afskap- lega illa, nú og svo er hún hræðilega hrædd við mýs og siðast þegar hún var hér, talaði hún stöðugt um músapest. Músafjölskyldan heima í húsinu minu stækkar stöðugt. Það snertir mig ekkert, en hún verður snarvitlaus. — Skál, gamli vinur, þessi músa- gildra klárar músahópinn á stuttum tima, sagði major Brown. — Þær eru fleiri hundruð núna, sagði major Townsend. — Skál, og þakka þér fyrir aðstoðina. Hvað skulda ég? — Sex pence, sagði major Brown. — Ráðuneytin okkar vinna ódýrt. Majorinn snéri heim aftur klukk- an hálf sex. Daisy var búin að leggja á borð og sveif fram og til baka milli stofu og eldhúss, fallegri en nokkru sinni, hún var klædd í gulhvítan silkikjól. Majorinn fór fram i eldhús, skar ostbita og setti músagildruna undir bekkinn. Hann rak augun í blikk- bauk sem þarna var, það tísti í honum. — Hvað i ósköpunum er þetta, Daisy? hrópaði majorinn. — Gilbert frændi minn býr til músagildrur, sagði Daisy. — Ég keypti eina af honum, þær eru alveg frábærar gildrurnar hans. Mér var farið að ofbjóða þessi músagangur hérna. í dag hefur hún ábyggilega veitt hundrað. Þær fara þarna upp í gatið og hopps beint ofan i vatnið. — Burt með þetta drasl, hrópaði majorinn gramur í bragði. Hér er ég með almennilega enska músagildru, annað vil ég ekki sjá í mínum húsum. — Já, já, en ég held, að það séu ekki margar mýs eftir núna, sagði Daisy. Hún setti stóru gildruna inn í eldhússkápinn, klappaði majorn- um á kinnina og kleip í nefið á honum. — Svona, svona, sagði majorinn blíðlega. Sólin gekk til viðar strax eftir kvöldverð, stjörnurnar sindruðu á himinhvolfinu útiyfirsjónum. Hér er svo dásamlegt, sagði majorinn. Daisy hallaði sér að honum og sagði innilega: — Henry, ég á ekki von á, að frú Townsend komi. — Humm, sagði majorinn, — ég held, að hún komi. — Hún skrifaði mér bréf og spurði, hvort hér væri mikill músa- gangur, sagði Daisy. — Hún treysti ekki því sem þú sagðir. Þegar þú sagðir henni, að þú ættir von á fínni, enskri músagildru, varð hún tortryggin og hélt, að þú værir bara að reyna að róa hana. — Ertu búin að svara henni? spurði majorinn. — Ég skrifaði nokkrar línur og sagði, að hér væri allt fulit af músum og að ég væri dauðhrædd við músafár. Eg kann að skrifa, ég var þrjú ár í góðum enskum skóla hér í bænum. — Þá kemur hún varla á næst- unni, sagði majorinn. — Henni líður lika svo vel heima á gamla góða Englandi, í sannleika sagt hatar hún að búa hér. Daisy settist í fang hans og strauk honum blíðlega. Þá small i músagildrunni frammi í eldhúsinu, og mýsla gaf frá sér stutt tíst. — Þetta er nú músagildra í lagi, sagði majorinn stoltur. — Þeir kunna lagið á því heima í Englandi. — Auminginn, — fallega, litla mýsla, sagði Daisy og kyssti major- inn. Næsta dag lauk majorinn við kaflann og sendi bókina í hraðpósti til Sameinuðu þjóðanna í New York. Það er sagt, að Hammerskjöld hafi fölnað upp þegar hann gluggaði i þetta gríðarlega mikla handrit. Hann las formálann, rétti svo einkaritaranum það og sagði stutt- lega: — Láttu þetta allt fara venjulega leið (gegnum kyndiklef- ann i Sameinuðu þjóða-bygging- unni), en kvittaðu fyrir móttöku, með nokkrum vel völdum orðum. Englendingar geta sannarlega gert veður út af smámunum, nú, jæja, þeir eru svo sem ekki einir um það... * * Þú færð ísmola í veizluna í Nesti Nú getur þú áhyggjulaust boðið gestum kalda drykki heima hjá þér. Engin bið eftir að vatnið frjósi í ískápnum. Hjá Nesti færðu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á hættu aö verða is-laus á miðju kvöldi. Renndu við í Nesti og fáðu þér ismola í veizluna! NESTI h.f. Artunshöfða — Elliðaár — Fossvogi 6. TBL. VIKAN 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.