Vikan


Vikan - 10.02.1977, Side 71

Vikan - 10.02.1977, Side 71
DÖNSK SKINKUSTEIK MEÐ EPLUM Ca. 1 kg beinlaust svínakjöt ca. 1 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. svartur pipar dál. engifer eða negull 1 súputeningur 2-3 dl vatn 1 dl þurrt hvítvín eða rauðvín 1-2 msk. rifsberjahlaup kartöflumjöl. Skerið pöruna á svínasteikinni í rúður, eða fáið það gert í versl- uninni. Setjið steikina á steikarrist og setjið dál. vatn á botninn. Steikið við 175° í ca. 1 1/2 klst. Best er að nota steikarmæli. Mælirinn á þá að sýna 85°, þegar steikin er tilbúin. Vatninu ausið yfir, þegar þurfa þykir. Soðið síað í pott. Teningurinn settur saman við. Vín og hlaup látið sjóða með nokkrar mínútur. Jafnið sósuna. Eplin soðin hálf í víninu, og má gjarnan láta nokkrar rúsínur sjóða með. KARRYKJÚKLINGUR OG EPLI 1 kjúklingur ca. 1 1/2 tsk. salt dál. af hvítum eða svörtum pipar ca. 1 tsk. madras karry 3-4 msk. smjör eða smjörlíki 1 hænsnasoðsteningur 3-4 dl vatn 2-3 epli kartöflumjöl hrært út í dál. vatni sítrónusafi og rifið hýði af sítrónu. Skiptið kjúklingnum í 8 hluta, saltið þá og piprið. Steikið karrýið í smjörinu og steikið síðan kjúkl- ingabitana upp úr því. Setjið síðan í pott og hellið heitu kjötsoði yfir. Látið krauma undir loki í ca. 25 mín. Flysjið eplin og fjarlægið kjarnahúsin og skerið í þunna báta. Látið þau síðan sjóða með síðustu 10-15 mín. Jafnið sósuna og setjið sítrónusafann útí og kryddið meira, ef yður sýnist svo. Berið fram með soðnum hrísgrjónum eða kartöflum. FlN FRÖNSK EPLAKAKA Deigið er tertudeig flatt út eða mördeig. Fletjið út í aflanga köku og skerið utan af köntunum. Ræmurnar eru síðan settar upp á kantana. En áður en deigræmurn- ar eru settar á er gott að pensla með vatni undir. Setjið flysjaða eplabáta ofan á og penslið kant- ana með sundurslegnu eggi. Strá- ið perlusykri og söxuðum möndl- um ofan á. Bakið við 200° í ca. 15 mín. Kíkið ekki í ofninn fyrstu 10 mínútur. Takið kökuna út og penslið með aprikósumauki yfir eplin. Látið aftur inn í ofninn í 5 mín. Kælið á rist. 6. TBL. VIKAN 71

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.