Vikan


Vikan - 24.03.1977, Side 10

Vikan - 24.03.1977, Side 10
 - mf iMÍtl i\ \ \ lltrSl - fisléttur og hlýr, fóðraður með dralon eða ull. Ytra byrði úr vatnsvörðu nyloni, innra byrði úr bómull. Hann má nota sem sæng og það fylgir honum koddi. Hægt er að renna tveimur pokum saman og gera úr þeim einn tvíbreiðan. Gefjunar svefnpokinn fyrir sumarið. GEFJUN AKUREYRI PÓSTIJRIW SAMRÝMDAR VINKONUR? Kæri Póstur! Ég er hérna í vandræðum með eina vinkonu mína. Sko, það virðist vera, aö þegar ég yrði á hana, þá er hún rokin upp í fússi. En yfirleitt erum við mjög sam- rýmdar. Hvað á ég að gera kæri Póstur? Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvað heldur þú að ég sé gömul? SúsíJ. Samrýmdar vinkonur, sem geta ekki talað saman? Hefurðu reynt að yrða ekki á hana og sjá þá, hvort hún situr ekki bara kyrr? En svona í alvöru talað, hefurðu þá ekki bara sagt eitthvað, sem særir hana? Reyndu nú að tala við þessa vinkonu þina í ein/ægni og komast að því, hvort henni Hður ekki bara i/la út af einhverju. Það er svo oft /it/i dropinn, sem fyllir bikarinn, kannski er það eitthvað, sem angrar hana, og þá þarf að tala varfærnislega við hana. Skriftin er alveg prýðileg, og úr henni má /esa traust/eika og mik/a viðkvæmni. Þú ert á aldrinum 15-18 ára. SPURT UM ABBA.... Elsku hjartans Póstur! Viltu vera svo vænn að svara örfáum spurningum. 1. Geturðu nokkuð frætt okkur meira en við vitum um hljómsveit- ina Abba? 2. Hvernig stendur á því, að foreldrar mínir (annarrar stelpunn- ar) eru svona hrædd um mig, þegar ég er með strákum? 3. Hvað er hægt að gera til þess að fita sig? Eru til aðrar aðferöir að fita sig heldur en að éta kjöt? 4. Hvernig fara vatnsberi (stelpa) og steingeit (strákur) saman, og hvaða merki á best við Ijónsstelpu? 5. Hvað merkja nöfnin Steinunn, Bryndís og Rósa ? Og svo þetta venjulega: Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Tvær með Abba-æði. 1. Hvaö vitið þið um ABBA, og hvað vitið þið ekki um ABBA? Í stuttu máli sagt eru þau fjögur, sem skipa hljómsveitina, Björn Ulvaeus, Benny Anderson, Frida Lyngstad og Anna Faltskog. Meðal vinsælustu laga, sem ABBA hafa sungið inn á plötur, má nefna hið geysivinsæla lag „Water/oo," „Dancing Queen" og „Money, money, money." Þetta er nú bara svona mála- myndasvar, en allar frekari upplýs- ingar um ABBA er að finna í poppfræðiritinu 151. tbl. Vikunnar 1976. 2. Foreldrar eru nú bara einu sinni svona, litlu stelpurnar þeirra eru stundum of ungar til að vera með strákum, og sennilega á það við i þessu tilviki. 3. Kauptu þér eitthvert blað, sem inniheldur efni um megrunar- fæðu — og borðaðu siðan þver- öfugt við það sem þar er gefið upp. 4. Vatnsberastelpa og stein- geitarstrákur geta virt hvort ann- að, en hæpið, að náin kynni takist vel. Hrútsmerkið á einna best við Ijónsstelpu. 5. Nafniö Brynd/s merkir brynj- uð dls. Steinunn er dregið af orðunum steinn og unnur (alda). Rósa er dregið af blómaheitinu rós og hefur tiðkast a.m.k. slðan á 17. ö/d. Ja, ef þú bara vissir, hvað ég les úr skriftinni.... Ég held ég geymi það hjá sjálfum mér. — Þú ert svona 11-12 ára. Ruslafatan þakkar fyrir matinn, sem þið senduð. FÓSTURNÁM 0. FL. Kæri Póstur! Ég vona að ruslakarfan ykkar, hvað sem hún nú heitir, sé nýbúin að borða, þegar þið fáið þetta bréf. Þannig er nú mál með vexti, að ég er svo agalega heimsk, að ég veit ekki, hvað brókarsótt er né lekandi. Hvað er það? Er það hættulegt? Getur hver sem er fengið hana? (Æ góði Póstur, viltu nú vera svo vænn að svara þessu, þó það sé kannski asnalegt 10 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.