Vikan


Vikan - 24.03.1977, Qupperneq 21

Vikan - 24.03.1977, Qupperneq 21
það hélt ég mér við hugsjónina um hina mennsku veru — að undan- skildum litilfjörlegum atriðum”. Hann þagnaði. Ég sat þögull og horfði framan í hann. ,,Á þennan hátt hef ég haldið áfram i samtals tuttugu ár — þar af var ég níu ár í Englandi — og enn þá hafa öll verk mín einhverja eiginleika, sem tákna ósigur fyrir mig, gera mig óánægðan og skora á mig að reyna aftur. Stundum tekst mér óvenjulega vel upp, stundum mistekst mér, en aldrei tekst mér að ná þvi marki, sem mig dreymir um að ná. Nú get ég búið til hinn mennska líkama, næstum auðveldlega, svo að hann sé liðugur og þokkafullur, eða digur og sterkur; en oft koma fyrir vandræði vegna handanna og klónna — sársaukanæm líffæri, sem ég þori ekki að ummynda of frjálslega. En aðalerfiðleikar mínir eru vegna hinnar fíngerðu ágræðslu og um- myndunar, sem ég verð að fram- kvæma á heilanum. Vitsmunirnir eru oft einkennilega litlir með óskiljanlegum gloppum. Og minnst fullnægjandi af öllu er eitthvað, sem ég get ekki fest hönd á, einhvers staðar — ég get ekki sagt um hvar — i aðsetri tilfinninganna. Langanir, eðlishvatir, óskir, sem eru skaðlegar fyrir /mennskt eðli, allt er þetta einkennilegur, falinn undirstraumur, sem skyndilega streymir fram og gegnsýrir alla sál verunnar með reiði, hatri eða ótta. „Þér virtust þessar mannverur mínar undarlegar og dularfullar, strax og þú fórst að veita þeim athygli, en i mínum augum eru þær, um leið og ég hef búið þær til, óvé- fengjanlega mennskar verur. Það er eftir á, þegar ég fylgist með þeim, að sannfæringin dofnar. Hvert dýrseinkennið af öðru læðist upp á yfirborðið og blasir við mér.... En ég skal sigra síðar meir. I hvert skipti, sem ég dýfi lifandi veru niður í bað brennandi sársauka, segi ég: I þetta sinn skal ég brenna burt allt, sem dýrinu tilheyrði, i þetta sinn skal ég búa til skynsamlega mannveru á eigin spýtur. Hvað eru tíu ár, þegar öllu er á botninn hvolft? Maðurinn hefur orðið til á hundrað þúsund árum”. Hann var hugsi og skuggalegur. ,,En ég er að verða hraðvirkari. Þessi púma mín...” Eftir svolitla þögn sagði hann: ,,Og þeir breytast aftur. Jafn- skjótt og hönd mín er tekin af þeim, fer dýrsins að verða vart aftur, fer dýrið að láta að sér kveða aftur....” Enn var löng þögn. ,,Þú kemur þá mannverunum, sem þú býrð til, fyrir í þessum grenjum?” sagði ég. „Þeir fara þangað. Ég sleppi Fermingar- myndatökur í lit, Svart hvítu og brúnum lit. Myndatökur fyrir alla fjölskylduna. Passamyndatökur, tilbúnar samstundis í svart/hvítu. STÚDÍÓ GUÐMUNDAR Einholti 2 /Stórholt, Sími 20900. NÝTT - NÝTT Lady símastóllinn frá TM-húsgögnum er algjör nýjung Lady símastóllinn er hægt að fá í fjölbreyttu litaúrvali HÚSGAGNAVERSLUN AÐ SÍÐUMÚLA 30 SÍMI: 868: Eigum mikið úrval af vönduðum húsgögnum 12. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.