Vikan


Vikan - 24.03.1977, Qupperneq 38

Vikan - 24.03.1977, Qupperneq 38
Viðurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring teiknipennar og teikniáhöld fást í þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, sími 13271 ROTRING TEIKNIÁHÖLD BÖK I BLAÐFORMI 1488 síAur af fjölbreyttu lesefni fvrir aðeins 5.000,- kr. á ári. Já. Urval er bók í blaðformi. HÆT' Eftir að hafa ekið hratt góðan spöl komum við að Marsalfornflóa. Þar var fjöldinn allur af seglskútum og fiskibátum. Á leiðinni að hótelinu Calypso, þar sem við ætluðum að snæða hádegisverð, kom ég auga á Francine, bát föður míns, þar sem hann lá við festar. Ég gat með engu móti séð á Michael, að hann vissi um bátinn og hann sagði ekkert. Er við vorum sest við borð úti við gluggann, spurði ég: „Hvers vegna festirðu kaup á húsi á Gozo aðeins tveim vikum áður en við slitum trúlofun okkar og sagðir mér ekki einu sinni frá því?” Ég hafði ákveðið að koma beint að efninu og horfði hin rólegasta á Michael. Honum virtist alls ekki bregða og það var engu líkara en hann hefði átt von á spurningu minni. ,,Ég hafði hitt Noni og varð strax heillaður af henni. Faðir hennar hafði þegar keypt hús hér á Gozo og ætlaði að flytja frá Möltu. Ég varð fyrri til.” Hann var svipbrigðalaus til munnsins. „Ég kom mjög illa fram við þið, Alexa, og ég skammast mín fyrir það.” Á eftir fylgdi þrúgandi þögn. Á meðan við borðuðum ræddi Michael um glæpasöguna, sem hann var að skrifa og einnig um eitt og annað varðandi jarðfræðistörf sín. Þetta var víst fjórtánda glæpa- sagan hans, en auk þess hafði hann skrifað tvær bækur fræðilegs eðlis. Þetta var allgóð frammistaða og ég hafði orð á þvi, en hann yppti einungis öxlum og sagði: „Bækur mínar seljast ágætlega og Gozo er hreinasta paradís hvað viðvíkur sköttum. Enégþéna samt ekki eins mikið og ég vildi.” Hann setti i brýrnar og ég fór að hugsa um, hvort þetta væri kannski andsvar við þeirri gagnrýni Edgar Jarvis að „Michael væri ekki eins og hann ætti að vera.” Ef tii vill byggðist mat Jarvis á fjárhagshlið- inni. Það kæmi mér svo sem ekki á óvart. Eftir hádegisverðinn stakk hann upp á því, að við gengjum meðfram flóanum. Mér fannst líkt og Francine biði mín, en ég var ekki viss um, að ég hefði kjark til þess að fara um borð. Mig langaði til þess, en það sótti að mér kviði. Þegar við röltum af stað sagði Michael: „Ég hef aldrei séð hús 38 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.