Vikan


Vikan - 24.03.1977, Síða 55

Vikan - 24.03.1977, Síða 55
ira- g einn brúnan óvenjulegu ljósu systkini sín, var súkkulaðibrún. Bæði Joao Luis og Maria voru dökkir kynblendingar. Hvernig gátu þau þá eignast tvö hvit og eitt dökkt barn? Juracy var ringluð, en sagði ekkert við Mariu til að gera hana ekki órólega. Hugsið ykkur, ef hvítu börnin tvö ættu annan föður en dökka systirin. Maria var áköf í að sjá börnin sin, og Juracy tók þau í fang sér og sýndi henni þau. Þríburamóðirin varð furðu lostin. Tvö hvit börn! Hvernig gat það verið? Þetta var ómögulegt. Hin börnin hennar þrjú voru dökk. Hvað myndi maðurinn hennar segja? Hvað myndi hann hugsa? Hún skildi ekki, hvernig þetta hafði getað átt sér stað. Arnold læknir var sóttur, og hann sendi strax móður og börn á sjúkra- hús. Börnin voru rannsökuð vand- lega. Þau voru fullkomlega hraust og heilbrigð. Húðlitur þeirra var það eina, sem stakk í augu. Tvö þeirra voru algjörlega hvít, en hið þriðja hafði dökkan, kaffibrúnan núðiit. Joao Luis fékk taugaáfall, þegar hann sá börn sín i fyrsta sinn. Þetta var óhugsandi. Tvær dökkar mann- eskjur gátu ekki eignast hvit böm. Það þyrmdi yfir hann. Maria da Dores, trygga eiginkonan hans, sem hann hafði treyst svo gersam- lega, var honum alls ekki trú. Það var alveg augljóst. Betri sönnun var ekki hægt að fá. Það voru teknar blóðprufur til að fullvissa hann um, að hann væri sá eini, sem gæti verið faðirinn. Að lokum var enginn vafi. Hann sannfærðist — og varð hetja bæjarins. Bæjar- félagið lofaði að greiða föt barnanna og menntun, og að auki áttu þau að fá mánaðarlegan styrk til annarra útgjalda. Yfirmaður Joao Luis lét hann fá helmings launahækkun. Kinglaði þriburafaðirinn breyttist úr reiðum og tortryggnum manni í rigmontinn föður. Það var ekki á hvers manns færi að framleiða þrjú börn i einu? Og þar að auki með sitt hvorn húðlitinn. Þegar þríburarnir voru tveggja vikna gamlir hafði engin breyting orðið á litarhætti þeirra. Læknar komu hvaðanæva að úr Brasilíu til heimabæjar Mariu og Joao Luis Carusru, til að sjá með eigin augum og rannsaka þessar þrjár undraver- ur. Þrátt fyrir miklar umræður um arfgengi, uppruna o. s. frv. hefur enginn ennþá getað komið með fullkomið svar eða útskýringu á, hvernig þetta gat átt sér stað. Ein skýringin er sú, að kynblend- ingar geti auðveldlega eignast börn með mismunandi húðlit. Hinn rikjandi dökki litur foreldranna hefur þar af leiðandi erfst sterkt ti'. elstu barnanna. Ef í báðum foreldrunum ley nast erfðaeiginleikar til bæði blárra og brúnna augna eru 25% likurá þvi, að þau geti eignast barn með blá augu. Að tvö barnanna fengu einnig ljósan húðlit getur stafað af því, að margir erfða- eiginleikar geta haft áhrif á húðina, og litarhátturinn getur breyst, þegar börnin eldast. En bláeygð verða tvö þessara barna eflaust allt sitt líf. 12. TBL. VIKAN 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.