Vikan


Vikan - 10.11.1977, Síða 10

Vikan - 10.11.1977, Síða 10
PÓSTURDIN ÞROSKAÞJÁLFUN Kæri Póstur. Ég ætla að byrja á því að þakka ykkur fyrir alveg skínandi gott blað, sem ég les alltaf spjaldanna á milli. Og ég þakka líka birtingu á síðasta bréfi, sem ég sendi þér, þar sem þú giskaðir reyndar á, að ég væri 17 ára, en ég er ekki nema 15 ára. En það sem mig langar að biðja þig að gera, er að segja mér allt, sem þú veist um þroska- þjálfaranám. Ég er í miklum vafa um, hvort ég eigi að velja mér fósturnám eða þroskaþjálfara- nám. Ég vona, að þú getir upplýst mig eitthvað um það síðarnefnda. Jæja, hvernig er svo stafsetningin og skriftin, og hvað lestu nú úr skriftinni? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Halla Þroskaþjálfaranám lærirðu hjá Þroskaþjálfaraskólanum í Kópa- vogi, og tekur námið 3 vetur. Síminn hjá Þroskaþjálfaraskólan- um er 43541, og þar geturðu fengið allar frekari upplýsingar. Stafsetningin er góð og skriftin a/veg í sérf/okki og ber vott um gott tundarfar, og þú virðist vera mjög sjálfstæð persóna. — Hafi ég giskað á, að þú værir 17 ára, þá hefur það verið vegna þess, hversu óvenju/ega ve/ bréfið þitt er skrifað — þú hefur bara fengið svona góða kennslu í upphafi! HAPPALITUR 0. FL. Kæri Póstur! Ég þakka fyrir allt það góða í Vikunni. Hver er happalitur, tala, dagur og ef það er eitthvað meira ,,happa" fyrir þá, sem eru fæddir 25. desember? G.B. Happatölur þinar eru 7 og 8, Htir brúnt og svart, dagur miðviku- dagur. Ekkert meira ,,happa."! VINNA í KANADA Kæri Póstur! Við erum hér þrjár stelpur, allar átján ára úr Eyjafirði, og okkur langar að komast í vinnu utan- lands, allar á sama stað, t.d. til Kanada, eða annarra þjóða þar sem er töluð enska. Við vitum ekki, hvert við getum snúið okkur annað en til þín, ef þú vildir vera svo vænn að reyna að hjálpa okkur. Þökkum birtinguna. Virðingarfyllst. Þrjár úr Eyjafirði. Ég tel best, að þið snúiö ykkur til kanadísku aðalræðismanns- skrifstofunnar, Skúlagötu 20, Reykjavík, sími 25355. Þar ættuð þið að fá allar þær upplýsingar. sem ykkur vanhagar um. Yfirleitt er best að snúa sér beint til sendiráðs viðkomandi þjóöar í svona tilvikum, eða þá ræðis- mannsskrifstofu, sé sendiráð ekki fyrir hendi. Hér eru bæði banda- rískt og breskt sendiráð, ef þið hafið frekar hug á að fara ti/ þeirra landa. ALLT HAPPA OG GLAPPA FYRIR 17. JÚNi Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir gott efni, og lengi lifi Vikan (allir hafa sína galla). Bestu kveðju máttu bera Draumráðanda Vikunnar fyrir góða ráðningu á draumi. Ég er fædd 17. júní árið 1959, klukkan 1.20 eftir hádegi. Mig langar að fá að vita allt happa og glappa á þessum degi og tíma. Einnig langar mig að fá að vita, hvernig tvíburi (kvk) og naut (kk) eiga saman og hvaða merki á best við tvíburann. Geturðu nokkuð lesið úr skrift minni? Þökk fyrir mig. 724 Ég er nú enginn spekingur í fæðingartímum og svoleiðis, en hef hérna eina heildaruppskrift fyrir þá, sem eru fæddir 17. júní: Hvikul, breytileg, fljót að skilja, reikul í skoðunum, en þó staöföst við að ná takmarki og ert því undarlega samansett. Þér láta best tilbreytingarík störf, flutn- ingar, ferðalög, samgöngur, prentverk eða bókmenntir. Upp- e/disstörf mundu fara þér ve/ úr hendi, eftir góða æfingu. Happa- tö/ur eru 5 og 8, Htir: Gu/t, rósrautt og Ijósbrúnt. Þú ert hvikul í ástamálum, ástarævintýrin verða mörg, og þú giftist fremur af hagsýni en ást einni saman. Samt getur hjónabandið orðið farsælt. Maki þinn gæti orðið yngri en þú. Börn verða sennilega engin, í hæsta lagi eitt. Taugakvill- ar og ofkæling gera þér stundum grikk, heilsan ætti þó að vera góð, á meðan þú hefur nóg að gera og breytir til. Tvíburastelpa og nauts- strákur eiga mjög ve/ saman, þau skortir aldrei umræðuefni, og nautsstrákurinn ætti að gera þig hamingjusama. Hrútur, vog eða bogmaður eiga mjög vel viö tví- burastelpu, þó vogin einna best. Skriftin ber vott um mikið sjálfs- öryggi og ákveðni. — Fyrra nafnið þitt þýðir björt og ung, en það síðara er dregið af nafni trésins. BOMMS i BOMMS Hæ, hæ, Póstur! Þetta er í þriðja skipti, sem ég skrifa þér (og líklega það síðasta, þetta virðist vonlaust). Ég fór á ball um síðustu helgi, og ég held að ég sé bommsí-bomms. Ég er ekki alveg viss, hver það er (en þrír koma til greina). Ég þori ekki að spyrja þá, þessa gæja, og hvað þá heldur að minnast á það við múttu, þótt hún viti, að ég hafi tekið pilluna tvisvar. Jæja, hvernig erskriftin, og hvað lestu úr henni? Hvernig eiga þessi merki saman: Nautsstrákur og nautsstelpa, nautsstrákur og Ijónsstelpa? Hvað á ég að gera? Hvað heldurðu, að ég sé gömul, og er einhver takmarkaður aldur til að taka pilluna? D(sa Þú segist hafa skrifað mér tvisvar áður — var það í bæði skiptin eftir að þú hafðir tekið pilluna? Tekurðu bara eina pillu, ef þú ert að fara á ball? Svona til frekari upplýsinga, get ég frætt þig á, að þú veröur að taka inn heilan skammt af P-pillunni, ef þú ætlar þér ekki að verða bommsí-bomms og ég hef reyndar enga trú á, að þú sért það. Svo þú getur bara verið alveg ró/eg og þarft ekki að ræða við þessa þrjá, hvað þá heldur móður þína. Skriftin er /é/eg og sóðaleg, og úr henni má lesa mikiö lauslæti. Það er enginn takmarkaður aldur til að taka pilluna, viðkomandi læknir ákveður hvort stúlku sé óhætt að taka hana eða ekki, og þá um leið, hvort hún sé nógu gömu/. Tvö naut eiga vel saman, en sambúð Ijónsstelpu og nautsstráks ætti ekki að verða erfiöleikalaus. Hvað viðkemur a/dri þínum, ertu örugg/ega of ung til að sofa hjá, hvað þá ÞREMUR í einull OPNUN HEILSURÆKTAR Kæri Póstur! Geturðu gefið okkur upplýsing- ar varðandi opnun heilsuræktar. 1. Hvað menntun þarf? 2. Er það hægt hér á landi? 3. Ef svo er, hvert á maður þá að snúa sér? 4. Hvað tekur það langan tíma? Tvær að norðan. Hjá hei/brigðisráðuneytinu feng- ust þær upp/ýsingar, að til að opna heilsurækt hérlendis, þarf ekki að uppfylla nein önnur skilyrði en þau, að húsnæði sé viðurkennt af heilbrigðisnefnd viðkomandi bæjar (/' Reykjavik yrði það borgarlæknir), en þá er gert ráð fyrir, að þar sé aðeins aðstaða til íþrótta, böð og þvíum/íkt, en ekki nein lækninga- starfsemi. Ef hins vegar um lækningastarfsemi er að ræða, eru kröfur mun strangari, og þarf að leita leyfis hjá heilbrigöisráðu- neytinu. Lágmarksmenntun er þá sjúkraþjá/faranám. Allar nánari upplýsingar getið þið fengið hjá hei/brigðisráðuneytinu, sími25000. SÁLFRÆÐINÁM Sæll og blessaður Viltu segja mér allt, sem þú getur sagt mér um sálfræðinám. Líka annað, er ekki starfræktur einhver klúbbur fyrir þá, sem hafa áhuga á leiklist, en skortir hæfileika? Hver eru inntökuskil- yrði í leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins? Með fyrirfram þökk. A.B. Hérlendis er hægt að taka B.A.próf í sálfræði, en B.A.próf gefur 90 einingar. Einnig er hægt að taka sálfræðipróf til 60 eininga, en þá þarf að taka einhverja aöra grein með, t.d. fé/agsfræði eða uppeldisfræði. Nám hérlendis tekur 3 ár, en til að öðlast réttindi sem starfandi sálfræðingur, þarf framhaldsnám erlendis. Þú færð allar nánari upp/ýsingar milli kl. 11-12 f.h. á fimmtudögum I síma 15788, en auk þess geturðu fengið kennslu- skrá félagsvísindadeildar Háskója Íslands, annaðhvort á aðalskrif- stofu Háskólans, eða á skrifstofu félagsvísindadeildar að Sóleyjar- götu 1, Rvk. Ég skil nú ekki a/veg, hvað þú ætlar í leik/ist, ef þig skortir hæfileika, og þaö er alveg öruggt, að það er enginn slíkur klúbbur starfræktur hér. Hinsveg- ar er mjög virkt áhugamannafélag starfandi í þínum heimabæ. Leiklistarskóli Þjóðleikhússins er ekki lengur til, en inntökuskilyrði í Leik/istarskó/a íslands eru eftir- farandi: Viökomandi þarf að vera fullra 19 ára, hafa gagnfræðapróf eða sambærilega menntun, hafa gott vald á íslenskri tungu og geta kynnt sér lestrarefni á tveimur erlendum tungumálum. 10VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.