Vikan


Vikan - 10.11.1977, Qupperneq 14

Vikan - 10.11.1977, Qupperneq 14
— Égelskabörnoghefðihelstviljaö eiga tíu stykki. Þeir sem opna útvarpið klukkan hálf sex á fimmtudögum kannast við röddina hennar. Og þeir sem eiga börn innan tólf ára aldurs kannast við suðið um að fá að senda henni bréf. HÚN er Helga Stephensen, sem sjálf segist vera í fyrsta lagi móðir og í öðru lagi útvarpsmaður. HÚSIÐ HENNAR HELGU Það var dimmt haustkvöld, þegar ég kom til Helgu. Því miður. Þvíþangað hefði ég viljað koma um bjartan miðsumardag. Innan um stóru blokkirnar og kassalegu einbýlishúsin neðarlega í Fossvog- inum er húsið hennar Helgu eins og úr öðrum heimi. Lítið vinalegt hús, sem varla sést úr fjarlægð, vegna mikillartrjáþyrpingar, sem að sögn Helgu er eins og frumskógur á sumrin. Húsið er málað hárautt að utan og þakið himinblátt. Og í grænu laufskrúðinu er það eins og pínulítið sætabrauðshús. En ég vissi jafnframt, eins vel og ég yfirleitt veit nokkuð, að þarna byggi engin vond norn, eins og í sæta- brauðshúsum ævintýranna. Töfrarnir hurfu ekki, þegar komið var inn. Helga var önnum kafin viðaðsvæfa yngstason sinn, Stefán Þorvald, og ég settist inn í stofu til eldri drengjanna, Þorsteins og Magnúsar. Ég furðaði mig á því, að svona stofur skyldu vera til enn í dag. Ef sjónvarpið hefði ekki kúrt í horninu hefði mátt ætla, að ég hefði færst allmörg ár aftur í tímann. Allt er mjög látlaust og smekklegt, en um leið dálítið hippalegt. Uppi á veggjum hanga ofin teppi, og í gluggum er heklað skraut. Þegar Helga var búin aö svæfa Stefán, bauð hún mér upp á kaffi og heimabakaömeðlæti,ogviðtókum tal saman. Ég veit nú ekki, hvað þú vilt vera að hafa viðtal við mig, sagði Helga. Ég er svo ósköp venjuleg og hef lítið unnið mér til frægðar. En mér er sönn ánægja að tala við þig, ef þú endilega villt. Og þarsem ég endilega vildi það, vatt ég mér strax í upphafið. — Hverra manna ertu Helga? — Ég er dóttir Dórótheu og Þorsteins Ö. Stephensen. Við erum fimmsystkinin. ElsterGuðrún,sem er leikkona, þá Ingibjörg, sem er húsfreyja og kennari, Stefán, sem leikur á horn í Sinfóníunni, og Kristján Þorvaldur, sem leikur á óbó, einnig í Sinfóníunni. Sjálf erég svo yngst, fædd 4. september 1944 í Reykjavík. — Hvernig er það með þetta hús, sem þú þýrö í. Þetta er ekkert venjulegt hús, er þaö? — Nei, þetta er ekki venjulegt hús. Eiginlega er þetta gamall sumarþústaður. Hann átti það, hann Kristján Siggeirsson heitinn kaupmaður, sem húsgagnabúöin 14 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.