Vikan - 10.11.1977, Qupperneq 22
GÁLGIVFIR FÍFLUM
Kæri draumráðandi!
Eftirfarandi draum dreymdi mig
ekki alls fyrir löngu, og hef ég
mikinn áhuga að fá hann ráðinn,
því mér finnst hann heldur
óhugnanlegur. Mérfannst ég vera
stödd úti á túni, rétt hjá sveitabæ,
sem ég var á.þegar ég var barn. Ég
var þarna að tlna fífla til að gefa
manninum mínum. Þá heyrði ég
a!lt í einu dimma rödd segja fyrir
ofan mig: Varaðu þig á gálgan-
um." Þá var mér litið upp, og fyrir
ofan mig hékk stór gálgi. Ég hljóp
eins hratt og ég gat heim að
bænum, en þegar ég var komin
þangað var mér orðið öllu rórra og
ákvað að láta ekki á neinu bera. Þá
uppgötvaði ég, að ég hafði gleymt
öllum fíflunum úti á túninu, en
settti í mig kjark og fór þangað
aftur. Þá var ga'ginn horfinn, en
fíflabunkinn var á sínum stað. Ég
tók hann upp og fór aftur heim að
bænum, og hitti manninn minn
þar fyrir utan. Ég réíti honum
fíflana, og hélt að hann yrði
ánægður, en hann horfð' bara á
mig reiðilegur á svip og sagði: ,,Ég
kæri mig ekki um nein blóm frá
þér, ég vil fá hjónaskilnað." — Ég
hélt að hann væri bara að reyna að
vera fyndinn, en sá svo að honum
var alvara með þessu. Það kom
mikið á mig, því hjónaband okkar
er í rauninni mjög gott. Ég fékk
mikið grátkast þarna, og við það
vaknaði ég. Ég vona að þú getir
lesið eitthvað úr þessum draumi
fyrir mig, draumráðandi góður,
því hann situr mikið í mér. Með
fyrirfram þökk fyrir ráðninguna.
V.K.
Einhver vinur þinn biður þig um
aðstoð, sem þú ættir ekki að hika
við að veita honum. Þér verður
mikill heiður sýndur og þin bíður
gæfurik framtíð. Hjónaskilnaður i
draumi boðar yfirleitt alltaf giftu-
rikt hjónaband, og því ættir þú
ekki að hafa áhyggjur af þessum
draumi. Tár i draumi eru einnig
ávallt fyrir gleði.
STÚLKA TEKUR i NEFIÐ
FYRIR REF
Sæll draumráðandi góður!
Nú sendi ég þér enn einu sinni
draum, sem mig langar að biðja
þig að ráða fyrir mig. — Mér
fannst ég vera stödd einhvers-
staðar uppi í sveit, og hélt á
tóbaksdós. Þá kom til mín refur,
og sagði við mig, að ef ég tæki
dreymdi
ekki í nefið, mundi hann rífa mig í
tætlur. Ég gat ekki hugsað mér að
fara að taka neftóbak, og hló bara
að honum. Þá sagði hann að sér
væri alvara, og gerði sig líklegan til
að ráðast á mig. Ég þorði þá ekki
annað en hlýða, og varð mér mjög
illt af þessu. Þá rétti refurinn mér
vatnsglas, og bað mig að drekka
úr því. Ég ætlaði í fyrstu ekki að
þora að drekka þetta, því ég hélt
að þetta væri eitthvað eitur, en
gerði það samt, því ég var svo
hrædd við refinn. Þetta var þá
bara ískalt vatn, og leið mér mun
betur eftir að hafa drukkið það. Þá
kom til mín lítil, gömul kona, og
var mjög reið, og ásakaði mig fyrir
að hafa drukkið allt vatnið sitt,
þetta væri eina vatnið, sem hefði
verið til heima hjá henni. Þá fékk
ég mikið samviskubit, og reyndi
að útskýra fyrir henni að refurinn
hefði neytt mig til þess að gera
þetta, en hún trúði mér ekki. Þá
ætlaði ég að láta refinn segja
henni eins og var, en hann var þá
allur á bak og burt. Ég vonast eftir
ráðningu á þessum draumi sem
allra fyrst. Með kærri kveðju og
þakklæti.
Dóra.
Þú mátt vara þig á fláráðum
vinum, því einhver situr á
svikráðum við þig. Þó muntu
sigrast á óvinum þínum, og færð
einnig viðurkenningu fyrir störf
þín. Þú verður aðnjótandi mikillar
gleði innan tiðar.
NEITAÐI AÐ DREKKA
Kæri draumráðandi!
i sumar dreymdi mig draum,
sem ég get ekki gleymt, og langar
mig að biðja þig að ráða hann fyrir
mig, ef þú getur. Mér fannst ég
vera í veislu með samstarfsfólki
mínu, og fannst mér eins og það
væri forsetinn, sem héldi veisluna.
Þjónustustúlka kom með bakka
með vínglösum á, og bauð mér
glas, sem ég afþakkaði. Þá kom
yfirmaður minn og var mjög reiður
og sagði að það væri ókurteisi að
drekka ekki áfengi í svona
veislum. Ég varð mjög reið, því
hann vissi ósköp vel að ég smakka
aldrei vín. Ég var að rífast við hann
þegar ég vaknaði. Með fyrirfram
þakklæti.
Gugga.
Framundan eru bjartar stundir í lífi
þínu, og heilsa þin mun verða með
afbrigðum góð. Þér verður gert
ti/boð, sem á eftir að hafa miklar
breytingar i för með sér fyrir þig
og þína, og þá ti! góðs.
LAMAÐUR í LAUFGUÐUM
SKÓGI
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi að ég væri orðinn
lamaður og ég sat í hjólastól í
skógi, sem var fullur af laufguðum
trjám, en þó var þetta um hávetur.
Allt í kringum mig voru hermenn,
sem síðan tóku mig og báru mig
inn í eitthvert hús, sem mér fannst
eiga að vera einhver klúbDur eða
félag fyrir lamaða. Eftir að hafa
dvalið þar í nokkra daga, fékk ég
aftur mátt í fæturna, og ákvað ég
þá að fara að sækja vatn í brunn,
sem var þarna skammt frá, því
mér fannst vera orðið vatnslaust í
húsinu. Þegar ég var búinn að
sækja vatnið og ætlaði að fara að
snúa við, sá ég að við brunninn
sat brúður og grét ákaft. Ég reyndi
að hugga hana, en hún sagði ekki
eitt einasta orð, heldur rétti mér
bara bréf. Þegar ég fór að lesa
bréfið, fannst mér það vera ástar-
bréf til mín frá gamalli vinkonu
minni. Ég vona að þú getir ráðið
þennan draum. Þökk fyrir,
Halli.
Þessi draumur er fyrirboði þess,
að tíf þitt muni tengjast Hfi
annarrar persónu á sérstakan hátt.
Hermennirnir eru fyrirboði mikilla
breytinga, sem verða á lífi þinu
innan skamms. Þú munt óvænt
endurnýja gamlan kunningsskap,
og fyigir honum mikil hamingja.
Þin bíður gæfurík framtið og
farsæld í ástum. Þó er ekki ólíklegt
að þú lendir í minniháttar rifrildi,
en fljótlega bætir þú það upp og
mikil gleði fy/giri kjölfarið. Að lesa
ástarbréf í draumi er yfirleitt fyrir-
boði þess að þú hittir eða kynnist
persónu, sem síðar meir á eftir að
verða þér hjartfólgin, og með
ykkur takast náin kynni, en
persóna sú, sem bréfið ritaði í
draumnum muni bundin öðrum
eins og sakir standa.
GRAUTUR MEÐ HVÍTUM
FJÖÐRUM
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi að ég væri að
borða graut inni í stofu hjá móður-
systur minni. Grauturinn var mjög
góður á bragðið lengst framan af,
en allt í einu kom eitthvert
einkennilegt bragð af honum. Ég
hrærði þá lengi í honum og bætti
mjólk út í, en alltaf versnaði
bragðið. Þá tók ég eftir því, að
það var komið fullt af hvítum
fjöðrum ofan í diskinn minn. Ég
var ekki lengi að henda grautnum,
en ég var svo svöng, að ég ákvað
að búa mér til eitthvað að borða.
Móðursystir mín var ekki heima,
en ég fór inn í svefnherbergið
hennar og leitaði þar að mat. Þá
fann ég búðing þar, og ákvað að
fara fram í eldhús og fá mér
búðing að borða. Ég fór og bjó
hann til, og borðaði hann með
bestu lyst. Ég vonast eftir
ráðningu á þessum draumi, því
þessi móðursystir mín er búsett
erlendis, og ég hef ekki séð hana í
mörg ár.
Virðingarfyllst.
G.R.
Þú mátt búast við gestakomu,
sem verður þér ti/ mikiHa óþæg-
inda. Þér verður sýndur mikill
virðingarvottur, og mikit upphefð
biður þin. Þin bíður ennfremur
auðsæld og hamingja, og allt
gengur þér í haginn á næstunni.
22 VIKAN 45. TBL.