Vikan


Vikan - 10.11.1977, Qupperneq 41

Vikan - 10.11.1977, Qupperneq 41
mittishæð. „Ungfrúin má ekki gráta,” sagði hann ákveðinn og hélt svuntuhorninu eins og hann ætlaði að fara að þurrka einhverjum um augun. „Þrír ungfrú. Þrír en ekki tveir. En ekki gráta.” „Barney.” Um leið og ég faðmaði hann að mér undraðist ég, hve lítill hann var. I augum litlu stúlkunnar, sem síðast sá hann fyrir tíu árum, hafði Bamey alltaf verið stór og sterkur, og traustur sem klettur. Það hafði hann líka verið hinn hryllilega dag, þegar ég grét í svuntuna hans, meðan nágranna- konan stóð hjá og gat enga huggun veitt. Við slitum okkur hvort frá öðru og ég sá að augu hans voru líka tárvot. „Hvað á það að þýða að þykjast vera einhver annar en þú ert?” spurði ég. „Þú heitir Barn- well.” Hann rétti úr sér og svaraði: „Bamwell Mulitu. Barnwell er alveg ómögulegt nafn. Nú er ég Mulitu. Ég sagði húsbóndanum og húsmóður minni, að eftir að ég kaus í fyrsta sinn, sem Nakadiubúi, þá nota ég Nakadiunafn.” Hann hafði unnið hjá föður mínum frá því ég fæddist, það vissi ég. En hitt vissi ég ekki að hann ynni nú hjá Rory. „Hversvegna sagðirðu mér þetta ekki.” Ég starði ásakandi á Söru. „Hversvegna gerðirðu það ekki?” „Aðeins fjórar vikur,” sagði Bamey — Mulitu. „Ég fór heim í þorpið, þegar pabbi þinn dó. Faðir minn var höfðingi þorpsins og ég hafði margt að gera. Auk þess,” hann yppti öxlum, „þegar pabbi þinn dó, þá fórst þú. Rory var mjög veikur og enginn mátti heimsækja hann. Enginn þarfnaðist Mulitu þá.” „Ég vissi þetta ekki.” Ég starði örvæntingarfull á hann. „Ungfrúin var líka veik og aðeins smábarn. Pabbi þinn, hann skildi eftir peninga í — i — ” „I erfðaskránni,” tautaði Sara. Mulitu kinkaði kolli. „Svo heyrði ég i þorpinu, að kannski kæmi ungfrúin bráðum aftur, og að matsveinn herra Rory væri að fara, svo — ” Hann tók upp töskuna og gekk á undan inn i húsið. „Hann réð sig sjálfur,” hvíslaði Sara að mér. „Hann bara sagðist koma og hugsa um okkur, ef við samþykktum það. Hvað var hann að tala um tveir en ekki þrír, við hvað átti hann?” Ég hristi höfuðið, þvi ég mundi ekkert, hvað ég sem barn, hafði sagt við hann þennan hryllilega dag fyrir tíu árum. Sara klappaði mér á kinnina og sagði samúðarfull: „Þú ert greini- lega alveg uppgefin, vina min. Viltu fá eitthvað að borða? Eða kaffi?” . mvniir kr 'jV .upum ls| frl lerki Krímíi jahusirt 1-a‘kjar- giuu H. simi 11K14 ra HreiiV l'ppl i 1 8 tkur • ifði t *ða þér n.eði Topp nin llusa nn 12H50 AitlJUii 14 IKoR »•* eða í'trði. 50 li l oo fm 'slutlyr um. 40 img 40 Uppl i Sunbt-am Imp. st-ndlbill úrg 1971 til stilu. þukkalegur bill Uppl. i sima 404:14 eflir kl 1H IMymtiulh Belvedere arg 1907 lil solu Tllbort Uppl. i •íma 42:iOK Chevrulel Impala arg 1909 til sölu, n.V.sk Tilboð Uppl. i slma 20: Skulagtilu km. Uppll Aiplur. ásiai. ma K4230 eflir kl. t Kial KáOspeeial arg. '71 111 sölu. Köðir i’reiðsluskilmðlar. nyupplekin vél í toppsiandi. Uppl i sima 74917 8; l ngur maður kar eflir að kynnasi siulku 2L» Hl :10 ára með s^, Reyndaner ólygnust Hún sýnir í hvaða blaði smáauglýsing ber mestan árangur. Hvaða ástæða önnur skyldi ráða því að smáauglýsingamagnið er alltaf mest í Dagblaðinu? Þangað leita viðskiptin, sem úrvalið er mest. Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld 45. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.