Vikan


Vikan - 10.11.1977, Page 42

Vikan - 10.11.1977, Page 42
HINNA VANDLÁTU CROSS penninn hefursannað yfirburði sína um allan heim. Stórglæsilegur penni sem fæst í 12 eða 14 karata gulli, silfri, krómi og með 12 eða 14 karata gullhúð. CROSS penni er lífstíðareign. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, sími 13271 „Allt í lagi. Þarna er herbergið þitt og það er hitapoki í rúminu, svona til vonar og vara. Rory hlýtur að vera kominn heim, þegar þú vaknar aftur.” Ég opnaði augun og leit í kringum mig. Herbergið var baðað mildri síðdegisbirtunni og brátt heyrði ég í Rory einhvers staðar í húsinu. Ég fór í sloppinn og gekk að herberginu, sem rödd hans hafði komið frá. Um leið og ég kom inn í stofuna kom bróðir minn á móti mér og faðmaði mig svo ákaft að sér, að ég náði varla andanum. Ég gætti þess að kyssa hann aðeins á hægri kinnina, þótt ég sæi greinilega, þar sem hann stóð andspænis mér, hve undursamlega lækninum hafði tekist að græða sár hans. Hann var ennþá glæsilegur á að lita, yfir einn og áttatiu á hæð, sterkbyggður og vöðvastæltur, enda höfðu læknarnir undrast, hve líkamshreysti hans var mikil. Rory hafði alltaf verið ljós yfirlitum, hið norræna útlit hefur hann sennilega erft frá móður sinni. Hvorugt okkar var neitt líkt pabba. í birtunni frá svölunum var hár hans eins og geislabaugur um höfuð hans, hann var ótrúlega strákslegur í útliti. „Halló stelpukjáninn minn,” sagði hann. Ég heyrði eitthvað, sem líktist flissi eða hlátri og sneri mér snöggt við. Ég varð hálf hvumsa við, þegar ég sá að það var gestur hjá Rory og Söru. Gesturinn reis hægt á fætur. „Yfirmaður minn,” sagði Rory. Hann hélt ennþá utan um mig. „Eða réttara sagt einn af þeim. Martin Leslie, næstur fyrir ofan mig, að minnsta kosti. Martin, þetta er Katharine systir min.” Andlit fulltrúans var aðlaðandi og glettnislegt, og handtak hans var ákveðið og vingjarnlegt, eins og honum þætti virkilega ánægjulegt að hitta mig. „Því kallar hann þig stelpukján- ann?” sagði hann og horfði á mig spyrjandi. „Eða má kannski ekki spyrja að því?” Sara skellti upp úr. Hún var önnum kafin við að prjóna litla flík, sem greinilega átti að verða ungbarnapeysa. „Rory hefur nú skánað,” sagði hún. „Seinast þegar við hittumst, þá kallaði hann hana yfirleitt ekki annað en „Kjánann”. Pabbi þinn kallaði þig þetta, var það ekki, Katharine?” Ég gretti mig. „Nei, svo sannarlega ekki. Pabbi var vanur að kalla mig stelpuslánann, svona sem hálfgert gælunafn.” „Hann sagði alltaf að hún væri brúnni en nokkur stráksláni,” sagði Rory og hló. „Ekki það, að mest af brúnkunni var skítur og smurning 42VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.