Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 50

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 50
Fururnála bað jafn ómissandi fæst um land allt Heildsölubirgðir: Kristjánsson HF Símar 12800 og 14878. Sadolin V0Bgge &tegtrnaling V,, *"<■«. bruo >99olin Síðumúla 15. Sími 33070 ^H 'i'. m : »/■ ■ ’ ^ /i ■S*: MíJXLI K BAD J leiðinleg ár. Ástin hafði bliknað, og Nelson gekk langar gönguferðir einn síns liðs og starði löngunar- augum út til hafsins. Hann hafði þjónað föðurlandinu í orrustum á hafinu í sautján ár — nú var hann kominn á eftirlaun löngu fyrir aldur. Hann hélt hálfum launum, ogbrátt fór Frances — eða Fanny, eins og hún var kölluð — að kvarta yfir naumum fjárhag þeirra. Til að láta timann líða las hinn atvinnulausi kapteinn bækur um hernaðarlist — nokkuð, sem kom honum að góðu gagni síðar. En hann þráði að komast burt — burt frá leiðinlegu smábæjarlífinu og burt frá konunni, sem hann hafði gifst af viðkvæmni og haldlausri ást. Og loksins fékk hann tækifærið árið 1792. England fór i stríð við lýðveldið Frakkland. HIN GUÐDÓMLEGA EMMA Nú var Nelson aftur á réttum stað — yfirmaður á góðu skipi. Einn af ungu sjóliðunum var Josiah Nisbet, sonur Fannyar frá fyrra hjónabandi. Stjúpsonurinn olli Nelson miklum vonbrigðum, og nokkrum árum síðar varð hann að yfirgefa sjóherinn með vansæmd. Skip Nelsons fékk skipun um að slást í lið með Miðjarðarhafsflot- anum. Á leiðinni suðureftir gengu þeir á land á Spáni, og Nelson fékk tækifæri til að sjá nautaat. Honum fannst þetta fyrirlitleg iþrótt. ,,Ég vildi óska, að nautabaninn hefði líka hlotið bana af,” skrifaði hann heim til föður sína, ,,— og ekki aðeins vesalings skepnurnar.” Skömmu eftir komuna til Mið- jarðarhafsins var Nelson sendur í opinberum erindagjörðum til kóngs ins í Napoli. Hershöfðinginn taldi, að Nelson kynni að vera sá rétti til að sannfæra kónginn um, að hann ætti að slást i lið með Englending- um á móti Frökkum. En til að fá aðgang að hirðinni varð Nelson auðvitað að leita aðstoðar í breska sendiráðinu hjá sir William Hamil- ton. Þannig hitti hann konuna, sem varð honum svo mikils virði i lífinu. Emma Hamilton var þegar orðin fræg — að endemum fyrir Iauslæti. í undirheimum Lundúna var hún þekkt sem hin „guðdómlega Emma,” og i sóðalegum verslunum i Soho gátu menn keypt klám- fengnar teikningar af henni. Hún hafði lifað ljúfu lifi, þegar hinn aldni elskhugi hennar, sir William Hamil- ton, gerði hana að eiginkonu sinni. Nelson lét sig engu varða fortíð Emmu. Fyrir honum var hún fegursta kona heims, og auk þess hafði móðurleg framkoma hennar og reynsla sérstakt aðdráttarafl á hinn tilfinninganæma mann, sem í starfi sínu fékk aðeins að reyna hörku og valdbeitingu. Hver var hún svo þessi ,,guðdómlega Emma?” HÚSHJÁLP OG HJÁSVÆFA Emma Lyon var dóttir járns- smiðs í Wales, og í æsku lifði hún við sárustu fátækt. Hún byrjaði að vinna sem húshjálp þrettán ára gömul og fór skömmu síðar til London. Þar lenti hún fljótlega í klónum á ríkum glaumgosa, sir Henry Fetherstonehaugh. Er hún hafði verið ástkona hans i eitt ár, var hún rekin á dyr, vegna þess að hún vænti sín. Þar með hófst eirðarlaust líf hennar sem einskonar atvinnuástmey hinna ríku. Við munum ef til vill áfellast slíkt líferni í dag, en því má ekki gleyma, að alveg fram á okkar daga áttu fátækar konur ekki annað til að selja en sinn eigin líkama. Einn af þeim, sem lagði hug á Emmu, var hinn frægi málari John Romney. Hún varð eftirlætis fyrir- sætan hans, og þar með lagði hún grundvöllinn að þeirri ,,frægð,” sem hún hlaut i hópi þeirra, sem stunduðu hið ljúfa lif. Hún var fyrirsæta á yfir þrjú hundruð málverkum, og það var litið upp til hennar sem fegurðardisar, þó með vafasamt mannorð. Þegar fundum þeirra Nelsons bar saman, var hún gift Sir William Hamilton, og í sögunni er hún þekkt sem Lafði Hamilton. Sir William áttaði sig fljótt á því, að sem sendiherra við hirðina í Napolí, gat hann haft mikil not af sinni fögru, aðlaðandi konu. Hún varð trúnaðarvinkona Mariu drottningar og fékk smám saman viss pólitísk áhrif. Það var sjálfgefið, að Nelson félli fyrir jafn fallegri og gáfaðri konu. Eina samband hans við Fanny konu sína voru bréf skrifuð i umhyggju- sömum tón, þar sem hún áminnti hann um að nota hlýja ullarsokka á sjónum. En það var erfiðara að sjá það fyrir, að Emma myndi elska hinn veiklulega og dálítið hlédræga sjómann, það sem eftir væri ævinnar. NELSON LÁVARÐUR - ÞJÓÐHETJAN Frá þessum tíma var Emma mið- depillinn i lífi Nelsons. Hann var eins oft með henni og hann gat, og þegar hann barðist i sínum frægu orrustum, bar hann mynd hennar á brjósti. Honum lá í léttu rúmi, þó samband þeirra yrði lýðum ljóst — hann elskaði hana og vildi, að allur heimurinn vissi það. Til allrar guðsmildi var Sir William umburð- arlyndur eiginmaður — hann var 50 VIKAN 45. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.