Vikan


Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 51

Vikan - 10.11.1977, Blaðsíða 51
auk þess of gamall til að geta elskað Emmu sína bókstaflega sagt. Eftir nokkur ár fékk Nelson skilnað frá Fanny. Þá var það alkunna, að nýfædd dóttir Lafði Hamilton — Horatia — væri dóttir Nelsons. Það kann að þykja einkennilegt, að slíkt siðleysi væri liðið í Englandi á þeim tíma, en við megum ekki gleyma því, að Nelson var þá orðinn þjóðhetja. Hann var orðinn aðmíráll, hann hafði misst annað augað og annan handlegginn i orrustum, og hann hafði verið aðlaður. Slík hetja gat leyft sér næstum hvað sem var. Á þeim árum, þegar breski herinn var á stöðugu undanhaldi, leiddi Nelson flota sinn frá einum sigri til annars. Með frábærum hæfileikum sínum til að skilja flóknar aðstæður með einu augnatilliti, var hann ósigrandi fyrir hina frönsku hers- höfðingja. Með yfirburðasigri sín- um við Trafalgar tryggði hann Englandi yfirráð á hafinu í meira en hundrað ár fram í timann, og svo var honum fyrir að þakka, að breskir sjómenn í öllum heims- hornum gátu sungið kokhraustir ,,Rule, Britannia. Britannia rule thewawes!” En i vopnagninum i orrustunum miklu dreymdi Nelson alltaf um Emmu. ,,Þú ert fegurðin, sem ljær minu harða lífi tilgang,” skrífaAi hann henni. ,,Þú gefur lífi mínu von, og þegar stormurinn rífur í seglin, dreymir mig þinn hlýja faðm.” Og Emma var ekki síður upptekin af ást sinni. „Hetjan min!” skrifaði hún, ,,ég tel dagana og bíð þess með óþreyju, að þú snúir aftur úr sigurför þinni. Að eilífu skal hjarta mitt tilheyra þér.” Þegar fregnin um dauða Nelsons barst til Englands ríkti þar þjóðar- sorg. Það var eins og allt landið flóði i tárum, og hinni djúpu sorg, sem gagntók fólkið, má helst likja við viðbrögð amerísku þjóðarinnar við morðinu á Kennedy forseta. Ekkja Nelsons, Fanny, fékk þegar í stað rífleg eftirlaun, og i augnabliks fljótfærni var bróðir Nelsons, hálfgerður ónytjungur, gerður að jarli. En konan, sem Nelson hafði elskað síðustu tíu ár ævi sinnar, gleymdist alveg. HIN EINMANA EMMA Eftir dauða Nelsons gleymdist Emma gjörsamlega, en elskhugi hennar steig stöðugt í vitund fólksins, sem mesti maður, sem Englendingar höfðu átt. Hann var mestur allra án nokkurs vafa, og það, að hann hafði lifað dálítið hátt, gerði hann aðeins mannlegri. Sir William var einnig látinn, og Emma var félaus og án stuðnings i hörðum fjandsamlegum heimi. Tíu árum eftir dauða Nelsons lést Emma,, fátæk og áfengissjúk” á ódýru hóteli í Calais. Horatia dóttir hennar var við hlið hennar, þar til yfir lauk. Síðustu æviárum sínum varði Emma til að fá viðurkenningu yfirvalda á því, að Horatia væri dóttir Nelsons. Þetta var hörð barátta, og eini árangurinn varð sá, að Horatia fékk leyfi til að bera eftirnafnið Nelson. Það var allt, sem Emma Hamilton fékk frá bresku þjóðinni. Það er kaldhæðnislegt að hugsa til örlaga Emmu, þegar vitað er, að síðustu orð Nelsons á banasænginni voru þessi: ,,Munið Lafði Hamil- ton. Ég fel föðurlandi minu umsjá hennar og dóttur minnar Horatiu.” í dag liggja jarðneskar leifar Nelsons í St. Pauls dómkirkjunni í London. Hann er grafinn á heiðurs- staðnum — rétt undir miðju hvolfsins. Enginn veit, hvar hans elskaða Emma hvilir — ef hún og hennar ódauðlega ást hafa þá getað fundið hvíld.... — Ég veit mér er óhætt að trúa þér fyrir þessari kjaftasögu. Hún er um þig. 45. TBL.VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.