Vikan


Vikan - 08.12.1977, Side 21

Vikan - 08.12.1977, Side 21
iinn «r siður í landi hverju Gáturó jólapökkunum Olof Kaijser, sendiherra Svía hérlendis, hefur dálitla sérstöðu í þessum heimi. Hann er nefnilega sá eini, sem hefur gegnt stöðu sendiherra bæði í syðstu höfuðborg heims og þeirri nyrstu. Þau hjónin, Villemo og Olof Kaijser, hafa víða farið og starfað. 1 heimsstyrjöldinni síðari voru þau 2 ár í Noregi og 1 1/2 ár f Finnlandi, og í Hollandi voru þau í 5 ár. Syðsta höfuðborg í heimi er, eins og margur veit, Wellington á Nýja Sjálandi, og þótt langt sé á milli islands og Nýja Sjálands, telja Willemo og Olof margt líkt með íbúum þessara landa. Áður en þau komu til Íslands höfðu þau gegnt störfum [ Lusaka, höfuðborg Zambíu, um 5 ára skeið og voru vægast sagt ánægð með skiptin. Villemo fórnar höndum, þegar hún minn- ist veðurfarsins i Lusaka, aldrei kalt og fjögra mánaða regntími á ári með þrumum og eldingum. Hér hafa þau nú veriö í 5 ár og vonast til þess að verða áfram næstu 2 ár. Þau eru mikið fyrir útilíf, fjallgöngur og skíðaferðir, og þau hafa ferðast vítt og breitt um landið, eiga eiginlega ekki annað eftir en Sprengisand, sagði Villemo, sem talar ágæta íslensku. Hún vill þó ekki fyrir nokkurn mun láta hæla sér þar fyrir og sagði mér hlæjandi, að helst segðist hún eiga tæplega 5 börn, því það væri svo erfitt að beygja töluna 4 á íslensku. Börnin eru sem sagt 4, öll uppkomin og búsett í Svíðjóð. Sendiráð Svía og bústaður sendiherrahjónanna er á Fjólugötu 9, glæsilegt hús frá 1924, en Svíar hafa átt það frá 1936. Hjónin eru ákaflega ánægð með aðsetur sitt, enda híbýlin stór og björt og falleg. Villemo kvaðst hrifnust af björtu nóttunum okkar, en ef hún ætti að kvarta yfir einhverju, þá væri það flugvéladynurinn, sem þau fá nóg af á Fjólugötunni. Olof vandist skammdegi og björtum nóttum í æsku, þar sem hann ólst upp f Norður-Svíþjóð. Villemo ólst upp í sveit suöur af Stokkhólmi, og það kom í hennar hlut að segja okkur frá sænskum jólum. — Aðventan er svipuð og hjá ykkur, nema við höfum Lúsíuna, sem kemur 13. desember. Koma Lúsíunnar er tengd þvf, að sól hækkar senn aftur á lofti. Þessi siður er ítalskur að uppruna frá ævagamalli tíð, en er álitinn naumast eldri en frá 19. öld í Svíþjóð. Lúsían vekur alla snemma morguns 13. desember með kaffi og „glögg," og henni fylgja lúsíumeyjar og stundum stjörnudrengir. Hér á islandi heldur sænsk-íslenska félagið allt- af Lúsíkvöld. — i sambandi við undirbúning jólanna má geta þess, að Svíar gera mikið af því að búa til gjafir sínar sjálfir og hafa þær ekki óhóflega dýrar. Ég vandist þeim sið aö búa um gjafirnar á sérstakan hátt og setja nokkur orð á pakkann um það, sem í honum var, þó ekki mætti segja það alveg, eins konar gátu. Þetta gat orðið mjög skemmtilegt. — Á aðfangadag eiga Svíar almennt frí allan daginn, og ég vandist því að taka daginn snemma. Við borðuðum jólamat- inn kl. 3—4. Fyrst var svokallaö ,,dopp i grytan," en það er gamall sænskur siður. Þá fóru allir með bita af sérastöku brauði, sem á sænsku kallast vörtbröd, og dýfðu þeim í skinkusoð. Svo var „smörgásbord" með brauði og kjötmeti, svínasultu, kæfu, skinku og alls konar heimageröum pyls- um. Þá kom röðin aö lútfiskinum, sem ómögulegt er að lýsa fyrir öðrum en reynt hafa, og loks einhver eftirréttur, sem var ákaf- lega mismunandi eftir fjölskyld- um. — Eftir matinn lásum við alltaf jólasögu, til dæmis eitthvað eftir Viktor Rydberg eða Selmu Lager- löf. Síðan dönsuðum við kringum jólatréð, sungum og lékum okkur og tókum loks upp gjafirnar. — Þegar ég var barn, fórum við alltaftil kirkju kl. 3 á jólanótt, og ég man þetta ákaflega vel, þegar fólkið kom með blys til sveita- kirkjunnar, og það voru kertaljós í hverjum glugga. Enn er mikið um það, að Svíar fari til kirkju snemma á jóladagsmorgun, til dæmis kl. 6, en margir kjósa nú heldur að hlýða á messu í sjónvarpinu heima hjá sér. — Svona voru nú jólin okkar, eins og ég man þau best, en auðvitað eru þau talsvert öðru vísi hjá okkur hjónunum núna, þegar við erum orðin tvö ein, sagði Villemo að lokum. K.H. SAFFRANSBRAUÐ: (Mikið bakað í Svíþjóð fyrir jólin) 1 g saffran 1 /2 I mjólk 75 g ger 200 g smjör 1 egg 1/2 tsk. salt 2 dl sykur 50 g afhýddar og saxaðar möndlur 1-2 dl rúsínur 800 g hveiti Til penslunar og skreytingar: Egg, perlusykur, saxaðar möndlur og rúsínur. Saffranið steytt í mortéli ásamt ögn af sykri (sykurmola). Smjörið brætt og mjólkinni bætt saman við, blöndunni hellt ylvolgri yfir gerið. Eggi, sykri og saffran blandað saman við, og loks er hveiti, salti, rúsínum og möndlum hrært saman við. Deigið látið lyfta sér um helming, síðan unnið aftur og mótaðar kringlur og bollur, fléttur og kransar og látið lyfta sér á ný. Penslað með þeyttu eggi, perlusykri stráð yfir og skreytt meö rúsínum og möndlum. Litlar bollur eru bakaðar við 275° hita í 5-8 mín., en fléttur og kransar í um 15 min. við 225-250/ hita. 49. TBL. VIKAN21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.