Vikan


Vikan - 08.12.1977, Qupperneq 26

Vikan - 08.12.1977, Qupperneq 26
Sinn ersiðurí landi hverju P«ga r fy rsta stjarnan stst á himni Sendifulltrúi Pólverja, Antoni Szymanowski og kona hans Lucyna Szymanowska, tóku á móti okkur á heimili sínu að Grenimel 7. Þau hafa dvalið hér á landi í tvö og hálft ár, en áður hafa þau dvalið sem sendifulltrúar lands síns í Bandaríkjunum, Vietnam, Svíþjóð, hjá Sameinuðu þjóðunum og víðar. Antoni hefur starfað í utanríkis- þjónustu Póllands í yfir 30 ár, og í ein 20 ár verið tengdur Norður- landadeild utanríkisþjónustunnar. Hann kvaðst því lengi hafa þekkt til islands, en ekki komið hingað, fyrr en hann var skipaður hér sendifulltrúi. Sendiherrann er sem kunnugt er búsettur í Osló. Þau hjón sögðu, að Pólverjar vissu almennt talsvert mikið um ísland, því að furðu mikið hefði verið gefið út af fornsögum og nútíma bókmenntum íslenskum, auk bóka um island eftir Pólverja. Pólverjar halda almennt, að hér hljóti að vera mjög kalt vegna nafnsins og legu landsins. Þau sögðust ekki hafa ferðast eins mikið um landið og þau hefðu kosið vegna lasleika húsbóndans, sem á við giktveiki að stríða, en hann sagðist fara eins oft og hann gaeti í sundlaug Vesturbæjar, sem hann var hrifinn af. Þau sögðust þó vonast til að leggja land undir fót með hækkandi sól. Þau eiga tvo syni og nokkur barnabörn. Annar sonurinn er búsettur í Varsjá, en hinn er við nám í Svíþjóð. Þau geta farið annað hvert ár heim til Póllands á kostnað ríkisins, en ef þau vilja fara oftar verða þau að gera það fyrir eigin reikning. Talið barst nú að pólskum jólum, sem eru í aðalatriðum svipuð og jól í vestrænum ríkjum. Jólahátíðin hefst 25. desember, en oft hættir fólk vinnu fyrr en venjulega þann 24. desember vegna jólaundirbúningsins. Skreytt jólatré eru á öllum heimilum, og í kringum þau er raðað jólagjöfum. Stór og upplýst jólatré eru sett upp á torgum, og byrjað er að skreyta verslanir tveimur til þremur vikum fyrir jól. Trén standa yfirleitt uppi fram til 6. janúar. Allir borða fisk 24. desember, ef hann er fáanlegur, og trúað fólk fastar. Þann 25. á fólk samkvæmt gömlum sið að setjast aðjólaborðinu, þegar fyrsta stjarnan sést á himni, en það þýðir í reynd, að byrjað er að borða milli kl. 5 og 6. Annar í jólum er einnig frídagur. Jólin eru í augum Pólverja fyrst og fremst fjölskyldu- hátíð. Hvort sem fólk er trúað eða ekki, tíðkast að syngja sálma á jólum, og trúað fólk fer í kirkju á miðnætti. Fólk borðar yfirleitt mjög mikið jóladagana, aðallega kalkúna, nautakjöt og hænsna- kjöt. Með matnum er yfirleitt borið fram létt vín og bjór, auk vodka, sem framleitt er í mörgum afbrigðum. Það er mjög gamall siður í Póllandi að efna til jóla- eða helgileika, sem ýmist eru leiknir af lifandi fólki eða brúðum. Þessi siður er nú orðið fremur haldinn í heiðri í sveita- eða fjallaþorpum en í stórborgum. Enn er til siðs, að börn fari í flokkum milli húsa, banki á dyr og syngi einhver lög éða sálma, og fá börnin þá að launum smápening eða sætindi. Á jólum er yfirleitt ekki til siðs, að fólk fari í kirkjugarðana til að hlúa að leiðum látinna ástvina eins og hér er gert. Slíkt er aftur á móti gert 1. nóvember ár hvert, og þá er í kirkjum landsins sérstaklega minnst fallinna Pólverja í heims- styrjöldinni síðari, en eins og flestum er kunnugt, urðu Pólverjar fyrir ægilegu manntjóni í barátt- unni við nasismann. Við spurðum eins og álfar út úr hól, hvort þau fengju sendan jólamat frá Póllandi, óminnug þess, að hingað til lands má ekki flytja kjöt. Frú Lucyna kvaðst engu kvíða, því þeim þætti bæði fiskur og lambakjötið okkar prýð- ismatur. Hún gaf okkur svo að endingu uppskrift af vinsælum pólskum eftirrétt, sem áreiðanlega yrði á borðum hjá mörgum pólskum fjölskyldum um jólin. SJ yaai-i*. EFTIRRÉTTUR: 400 g af valmúafræjum (Poppy seed) eru látin liggja í heitu vatni í sólarhring, og skipt er um vatn á 3-4ratíma fresti. (Valmúafræ voru flutt inn af lyfsölum áður fyrr, en nú síðustu ár hafa þau verið flutt inn af SAFA brauðgerðinni). Blandað saman við ca. einu glasi af hunangi, eftir því hvað fólk vill hafa eftirréttinn sætan á bragðið, og þetta hrært í hrærivél í ca. 10 mínútur. Þá er sett yfir lag af muldu kexi eðatvíbökum, rúsínum, suðusúkkulaði, ferskum ávöxtum eða ávöxtum úr dós. Að lokum er lag af þeyttum rjóma. Eftirréttur- inn er geymdur í ísskáp í 2-3 tíma, áður en hann er borinn fram. 26 VIKAN 49. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.