Vikan


Vikan - 08.12.1977, Side 27

Vikan - 08.12.1977, Side 27
Sinn er siður í landi hverju Margir sazkja miðnazturmassu — Það hefur oft vakið aðdáun mína og undrun, hve íslendingar eru vel heima í málefnum lands míns og þjóðar, sagði franski sendiherrann í samtali við Vikuna. Þeir spyrja mig oft út í það, sem þar er að gerast, og það er ekki erfitt að svara þeim, því þeir virðast þekkja svo vel til. Vikan ræddi við frönsku sendi- herrahjónin, Lucé og Jaques Pradelles de Latour-Dejeau á i heimili þeirra á Skálholtsstíg 6, I skemmtilegu gömlu timburhúsi, J sem flutt var inn frá Noregi og byggt árið 1909. Þau hjónin komu hingað í júni 1973 og kváðust hafa verið mjög ánægð með að fá loks tækifæri til að dveljast með norrænni þjóð. Þau höfðu áður starfað víða um heim, eins og diplómata er siður, í Hollandi, Belgíu, Austurríki, Ind- landi, Marokkó4 Alsír og að sjálf- sögðu í París. Sendiherrann brosti, þegar við forvitnuðumst um, hve margir Frakkar myndu búsettir hér á landi. — Þeirvoru nákvæmlega 36 í síðustu viku, sagði hann, en ég veit það svona upp á hár vegna þess að framundan eru mjög þýðingarmiklar kosningar í Frakk- landi, og við veröum að hafa nákvæmar tölur yfir Frakka, sem dveljast fjarri heimalandinu. Þau hjónin sögðu, að áhugi Frakka á islandi færi stööugt vaxandi og frönskum ferðamönn- um fjölgaði ár frá ári. Einnig kváðu , þau frönskumælandi Íslendinga sennilega miklu fleiri en menn yfirleitt héldu, og talsvert öflug menningarstarfsemi væri hér á vegum Alliance Francaise, sem þau mátu mikils. Einnig nefndu þau athyglisverðan klúbb kvenna, sem sendiherrafrúin er þátttakandi [, en þessar konur koma saman til að lesa og ræöa franskar bók- menntir. Og fleira mætti nefna um samskipti Frakka og íslendinga. En aðalumræðuefniö átti að sjálfsögöu að vera jólin. Og þau hjónin fræða okkur um jólahald í Frakklandi. Til skamms tíma má segja, að haldin hafi verið tvenns konar jól í Frakklandi, þótt hinir mismunandi siðir hafi blandast nokkuð hin síðari ár. Jólahald í Norður- Frakklandi er í rauninni líkara norrænu jólahaldi heldur en því jólahaldi, sem tíðkast sunnan til. Jólatréð er miklu algengara og kom miklu fyrr til sögunnar [ Norður-Frakklandi, og jólasveinar og fleiri jólasiöi' eru einnig með öðrum hætti. Þar hafa þeir til dæmis St. Nicolas (heilagan Nikulás), sem kemur 6. des., en sunnar er það Pére Noél (jóla- faðir), sem kemur á sjálfum jólunum. í Suöur-Frakklandi eru jólahald og jólaskreytingar meira tengd fæðingunni sjálfri, skreytingarnar eru jatan og jesúbarnið og allt í kringum það. Jaques minnist þess, þegar hann var barn, að það tók fjölskylduna nokkrar vikur fyrir jól að ganga frá jólaskreytingunni, sem tók yfir heilt borð í einu horninu. Þar voru alls konar byggingar og manna- og dýra- myndir úr leir, og á bak við hverja styttu var einhver saga. Aöfangadagur er almennur vinnudagur í Frakklandi fram að hádegi, verslanir eru opnar til kl. 10 um kvöldið og mikið um að vera. Það er rómversk-kaþólskur siður að fara til miðnæturmessu, en margir aðrir sækja einnig þær messur, sem eru mjög hátíðlegar og mikil og fögur tónlist. Börnin setja skóinn sinn á arinhilluna, og á jóladagsmorgun eru jólabögglar opnaðir. Síðan er farið til kirkju, en aðalmáltíðin er snædd kl. 12-2. Ostrur eru mjög víða á borðum, en einnig er algengur forréttur ,,foie gras truffé," sem er gæsalifrarkæfa með sérstökum sjaldgæfum sveppum, sem vaxa við rætur eikartrjáa. Síðan er það gæs í sumum héruðum, en kalkúni með kastaníuhnetufyllingu er líklega algengari. Og loks er það eftir- rétturinn Buche de Noél, mjög sérstakur eftirréttur, sem Frakkar borða á jólum. Nafnið þýðir í rauninni eldiviðarbútur jólanna, og við ætlum að reyna að koma uppskriftinni til skila, þótt erfitt kunni að reynast að leika hana eftir. Gott vín er drukkið með matnum, og um áramót er kampavínið ómissandi. Lucé og Jaques hugsa gott til jólanna hér á íslandi, hafa enda reynsluna og sögðu, að þeim gengi betur að ná hinni sönnu jólatilfinningu hér heldur en til dæmis í Bangkok, þar sem kirkju- gluggarnir voru galopnir vegna hitans og fuglarnir flugu syngjandi út og inn. K.H. BUCHE DE NOEL: 1 kg mauk úr kastaníuhnetum 250 g súkkulaði 100 g smjör 5 cl mjólk eða vatn 1 /4 I rjómi 60 gr sykurblóm til skreytingar. Súkkulaöið, sem hefurverið brætt í mjólkinni eða vatninu við vægan hita, er blandað smjörinu, þessari blöndu er síðan hellt yfir hnetu- maukið og hrært mikið og vel. Deigið er kælt í ísskáp í nokkra klukkutíma. Síðan er það mótað í rúllu og skreytt með þeyttum rjóma og skrautblómum. 49. TBL. VIKAN27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.