Vikan


Vikan - 08.12.1977, Side 31

Vikan - 08.12.1977, Side 31
undir belti suður að sjónum þvert gegn guðs og manna lögum og sæmilegum vitsmunum. Kirkju- vörðurinn hafði borið fyrir sig að einu jómtrúrnar, sem ríkið hefði falið horiu)m að gæta, væru þær sem stæðu á himinskýjum á helgimynd- um klaustursins. Barónessunni fannst hann ómerkilegur álitum og kiðfættur eins og eyjarskeggar yfirleitt. Aftur á möti hafði hún orð á þyí að systir hans væri fallegasta stúlkan á Majorka. Menn af hans stétt gengu í máraklæðum. En kirkjuvörðurinn hélt áfram að ganga í augu ungu stúlknanna með því að klæðast meginlandsbuxum. Systkinin voru sæmilega efnuð. Þau bjuggu ekki í klaustrinu heldur höfðu hýs út af fyrir sig í þorpinu og kirkjuvörðurinn gætti þess vel að enginn gerði systur hans barn i ótíma. Þau komu á hverjum degi og gerðu sér títt við Mariu Antoníu. Væri þún ekki svöng bauð hún þeim að borða kvöldverð barónessunnar og sjúklingsins. í Mósesdal var póstlúðurinn þeyttur á sunnudögum til að boða fólk til kirkju. I fyrstu skildu barónessan og sjúklingurinn ekki þennan lúðurhljóm. Barónessan hefði að vísu látið sér hann í léttu rúmi liggja. Hún var ekki fyrir kirkjugöngur yfirleitt, fór aldrei til skrifta og boðaði frjálsar ástir. Aftur á móti var sjúklingurinn annólaður kaþólikki og hefði bifað Sér eitthvað strdx á fyrsta sunnu- degi, hefði hann þekkt hlutverk póstlúðursins. En áður en næsta vika var liðin var hlaupin kergja í málin, og hann lét duga að fylgja ástkonu sinni í því að sækja ekki kirkju á þessum ókunna stað. íbúar Mósesdals höfðu vanizt því að enginn slyppi við að lifa undir svipu rétttrúnaðar, sem hafði verið góð trú handa forfeðrum þeirra, og þeir höfðu beyg af þessum gestum frá meginlandinu, sem voru svo haldnir djöflinum, að þeir skeyttu ekki um að sækja kirkju og höfðu þó börn á framfæri. Orðrómur um frjálsar ástir og skrif litt sæmandi kvenmanni hafði borizt á undan þeim upp í dalinn. Það sannfærði ibúana einungis um, að Spánverjar segðu satt, þegar þeir töldu Frakka siðlausustu þjóð heimsins. Baró- nessan flutti mál sitt eins og konungsboðskap við hvern sem var og Solange dóttir hennar var látin hlaupa um á hnjóbuxum eins og strákur, rúmri öld áður en konur í Mósesdal fóru að ganga í buxum á ökrunum, þó ekki öðru vísi en bregða sér í pils utanyfir. Þegar hinu siðláta trúfólki i Mósesdal var orðið ljóst að baróness- an og sjúklingur hennar ætluðu ekki að sækja kirkju á sunnudög- um, og voru því annað tveggja múhameðstrúar eða gyðingar, hófst það handa um að koma gestunum í burtu. Þegar barónessan vildi kaupa kartöflur eða lauk af bændum í nágrenninu var það meira en velkomið, en þá varð að borga fimmfalt verð. Barónessan hafði ekki róð á sliku. Þess vegna varð hún að fá matvöruna senda frá Palma, en stundum voru rigningar og flóð og þá gat sneiðst um mat gengi á slíku dögum saman. Suma daga var ekki annað til en nokkrar brauðskorpur eða þá eitt eða tvö lambsrif. þetta hafði engin áhrif á börnin. Þau þrifust við mikla útiveru. öðru máli gegndi um sjúklinginn. Barónessan horfði upp á það við vaxandi áhyggjur, að honum hrakaði dag frá degi allt fram að miðjum febrúar, þegar afturbatinn kom með snöggum hætti. þetta var mikill rigninga- vetur og rakinn átti illa við berklaveikan manninn. Einu sinni fékk hann kvef og átti i því um tíma. Langvarandi eftirköst sýndu að viðurgjörningurinn var hvergi nærri nógu góður að mati baróness- unnar. Vinnuþrek tónskáldsins var lamað um tíma og áhugaleysi þess óvenjulegt. Allt tók þetta á taugar baróness- unnar.Hún stökk upp á nef sér væri súpan of pipruð eða ef þjónustan hafði sötrað af henni. Og hún fór með gusti um allar vistarverur bærist ekki nýtt brauð frá Palma á réttum tima, eða ef það kom vatnsósa úr einhverjum læknum, sem asninn hafði orðið að vaða á leiðinni uppeftir. Þessi hungurvetur hafði þau áhrif á hana, að hún gleymdi aldrei þeim skiptum, þegar matarkarfan frá Palma barst til klaustursins, þótt hún myndi ekki deginum lengur hvað hún hafði borðað i Pisa eða Trieste. Á stundum hefði hún gefið aleigu sína fyrir bolla af kjötseiði og glas af Bordeaux handa sjúklingnum, sem hafði viðbjóð á matnum á Majorka. Þessi viðbjóður hans upphófst þegar grindhoraður kjúklingur var 49. TBL. VIKAN31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.