Vikan - 08.12.1977, Qupperneq 73
MARSIPAN má hvort heldur sem
vill, kaupa úti í búð eða búa til
heima, (þannig er það reyndar
best). Marsipan erbúið til úr200gr
af möndlum, 4-8 dl af flórsykri (eftir
því hve fínt marsipanið á að vera,
það verður fínna með minna magni
af flórsykri, en drýgra með meira)
og eggjahvítu. Flysjið möndlurnar,
leggiðþærtil þerrisá pappír, jafnvel
í nokkra daga. Malið þær tvisvar í
kvörn og blandið saman við
flórsykurinn. Bætið óþeyttri eggja-
hvítunni smátt og smátt saman við,
þangað til deigið loðir vel saman.
Eltið það, þangað til það er mjúkt og
slétt.
HJÚPSÚKKULAÐI er oft erfitt að
fá, svo það verðum við að búa út
sjálf úr dökku eða Ijósu súkkulaði,
sem þá er brætt í vatnsbaði. Gætið
þess vel, að ekki komist vatn eða
gufa í súkkulaðið. Ef súkkulaði er
ekki nógu þunnt, má setja þunnar
flísar af kókosfeiti eða nokkra dropa
af matarolíu út í. Hrærið með gaffli í
súkkulaðibráðinni. Hitinn í súkku-
laðinu á að vera ca. 33° C. Ef hitinn
er of mikill eða lítill, verður
súkkulaðið Ijótt og grátt.
1. PORTVÍNSSVESKJUR.
Leggið stórar sveskjur í bleyti í
portvíni. Takið steinana úr og
sjóðið við hægan hita, þartil vínið er
næstum gufað upp. Þurrkið
sveskjurnar á rist, fyllið þær með
lítilli marsipanrúllu. Ef vill, má rúlla
þeim upp úr perlusykri.
2. og 3. MUSLIKONFEKT OG
MUSLIKÚLUR
250 gr kókósfeiti, 2 msk. kakó,
100 gr miisli (einskonar kornflögur)
ca. 6 msk. flórsykur, 100 gr
hakkaðar rúsínur, hakkaðir hnetu-
kjarnar og sultaður appelsínubörk-
ur.
Hitið kókósfeitina og hrærið
stöðugt í, takið pottinn af hitanum
og bætið öllu saman við. Kælið
deigið í köldu vatnsbaði og hrærið í
allan tímann. Bragðbætið með
meira kakói eða sykri, ef þarf. Setjið
deigið í lítil pappaform, eða mótið
það í kúlur, sem velt er upp úr kakói.
Geymið konfektið á köldum stað.
4. MARSIPANKÚLUR MEÐ
VALHNETUM.
Rúllið kúlur úr marsipandeigi og
klemmið þær varlega milli tveggja
valhnetukjarna.
5. SÚKKULAÐIKONFEKT MEÐ
ROMMI.
1 dl rjómi, 125grsúkkulaði, ca. 3
msk. romm, 50 gr kakó, lítilsháttar
flórsykur til bragðbætis.
Látið suðuna koma upp á
rjómanum, brjótið súkkulaðið út í
og bræðið það. Blandið romminu
saman við og kælið í vatnsbaði,
hrærið rösklega í á meðan. Þegar
deigið hefur kólnað til hálfs, er
kakóinu blandað saman við og
hrært áfram, þangað til deigið er
þykkt og slétt. Setjið flórsykur í, ef
súkkulaðið er ekki mjög sætt.
Sprautið deiginu í lítil pappírsform,
eða látið það standa í ísskápnum
nokkurntíma, og þá má rúlla deigið
íkúlurogdýfaþeimíhjúpsúkkulaði.
Munið að geyma konfektið alltaf í
kulda.
6. MARSIPANKONFEKT MEÐ
SÚKKULAÐI.
Mótið lítil stykki úr marsipani og
setjið hjúpsúkkulaði ofan á, leggið
hnetu, kokkteilávexti eða súkkat
ofan á.
7. MARSIPANBRAUÐ.
Blandið ýmiskonar ávöxtum
saman við marsipan, s.s. hökkuð-
um rúsínum, döðlum, hnetum,
apríkósum, kokkteilberjumo.s.frv.
Mótið brauðið og penslið það með
súkkulaðibráð. Skreytið með val-
hnetukjörnum.
8. KRANSAKÖKUKONFEKT.
(40-46 STK.)
250 gr hreint marsipan (kransa-
kökudeig), 60-75 gr sigtaður
flórsykur, 1-1 1/2 eggjahvíta.
Skraut: Hnetur, möndlur, kokteil-
ber og sultaður appelsínubörkur.
Blandið flórsykri og eggjahvítu
saman viðkransakökudeigið, þartil
þaðermátulegamjúkttilaðsprauta
því gegnum sprautuhólk. Sprautið
litlar kúlur á vel smurða bökunar-
plötu (eða á álpappír), eða í
konfektpappírsform. Skreytið og
bakið í 5-7 mín. I vel heitum ofni.
9. MARSIPANKÚLUR MEÐ
MÖNDLUM OG SÚKKULAÐI.
Rúllið marsipankúlur og dýfið
þeim í hjúpsúkkulaði til hálfs,
skreytið með hálfri möndlu.
10. MARSIPAN MEÐ SÚKKU-
LAÐIHRINGJUM.
Kaupið súkkulaðihringi (eða
kattartungur) og leggið saman tvo
og tvo utan um marsipankúlu.
11. NÚGGABITAR MFÐ MARSI-
PANI OG HNETUM
Kaupið mjúkt núgga, skerið það í
bita og skreytið með litlum
marsipankúlum og hnetum.
12. KRÓKAN-MARSIPAN MEÐ
SÚKKULAÐI.
Eltið marsipandeigið saman við
krókan (brúnaður sykur), mótið
kúlur og dýfið þeim til hálfs í bráðið
súkkulaði, skreytið með kokkteil-
berjum.
13. MARSIPAN-MOKKA-KÚLUR
MEÐ HNETUM.
Hnoðið kaffidufti saman við
marsipandeigið, bragðbætið með
kakólíkjör (eða öðrum líkjör) og
flórsykri. Mótið kúlur, dýfið í
súkkulaði og skreytið með hnetu-
kjörnum.
14. HNETUKARAMELLUR
(KRÓKAN).
1 /4 kg sykur, 50 gr möndlur eða
hnetukjarnar. Setjið sykurinn í
þykkbotna pott og hitið, þangaðtil
sykurinn er Ijósbrúnn og bráðnaður
til fulls. Hrærið í stöðugt. Takið
pottinn af hitanum og setjiö
hakkaðar möndlurnar í. Smyrjiö
smjörpappír vel með smjörlíki eða
olíu og hellið sykurbræðingnum á.
Skerið í ferkantaða bita með
oddhvössum hníf, sem dýft er í
heitt vatn. Geymið í lcftþéttum
umbúðum.
15. APRIKÓSUKONFEKT.
Sjóðið apríkósur í sykurlegi og
kælið (ekki sjóða lengi). Leggið
saman apríkósu, kattartungu og
marsipan.
16. SÚKKULAÐITUNGUR MEÐ
MARSIPANI.
Leggið marsipankúlu milli
tveggja kattartungubita og veltið
upp úr hökkuðum möndlum.
17. ANANASBITAR MEÐ
SÚKKULAÐIHJÚP.
Skerið ananashringi í litla bita og
þurrkið á eldhúsrúllu ofan á ofni,
eða í bakaraofninum við mjög
vægan hita. Þegar bitarnir eru vel
þurrir, eru þeir penslaðir með
bræddu súkkulaði.
18. MJÚKT NÚGGA MEÐ
SÚKKULAÐIHJÚP OG VAL —
HNETUM
Kaupið mjúkt núgga, skerið í litla
bita og hjúpið þá með súkkulaði,
skreytið með valhnetukjörnum.
19. RJÓMAKARAMELLUR.
3/4 msk. smjör, 2 dl sykur, 2 dl
rjómi, 1 1/4msk. þrúgusykur, 1/2
dl hakkaðir hnetukjarnar, ef vill.
Blandið öllu saman í þykkbotna
pott (nema hnetunum, ef þær eru
notaðar) og sjóðið í ca. 20 mín.
Hrærið af og til fyrstu 10 mín., en
svostöðugteftirþað. Prófið, hvort
deigið er mátulegt, með því að setja
pr' jfu í kalt vatn. Ef hægt er að móta
mjúka kúlu, er deigið fullbúið.
Hellið deiginu upp á smurða plötu.
Skerið í ferkantaða bita.
20. MARSIPANRÚLLA.
Eltið saman marsipan, sigtað
kakó og bragðbætið með líkjör.
Fletjið deigið út í ferkantaða köku.
Fletjið út jafn stóra köku úr hreinu
marsipani, leggið saman bæði lögin
og rúllið saman.
21. BRÚNAÐAR MÖNDLUR.
1 1 /2 dl flórsykur, 1 dl möndlur,
1/4 dl vatn.
Nuddið möndlurnar vandlega
með mjúkum eldhúspappír og
setjið þær í þykkbotna pott með
flórsykriog vatni. Hrærið stöðugt í.
Þegar vatnið hefur gufað upp,
myndast í fyrstu gráleitur litur á
möndlunum. Nú er mikilvægt að
hræra allan tímann, þangað til
sykurinn er fullbræddur og hefur
hjúpað möndlurnar til fulls. Hellið
möndlunum á smurðan pappír,
látið þær ekki snertast. Geymið í
loftþéttum umbúðum.
r Gómsætt iólakonfekt
k SJÁ MYNDAOPNUR 8-11 ji
Uppskriftir