Vikan - 08.12.1977, Blaðsíða 105
MERKILEGASTA FJALL JARÐAR
Jökullinn og orðið yrkisefni, og þá
yfirleitt sem bakgrunnur sögusviðs-
ins, það er eins og þá hafi skort
hugrekki til að ganga á hólm við
sjálfan hann, og er þeim það
naumast láandi. Þó er Jón Trausti,
eða réttara sagt Guðmundur
Magnússon, þar undantekning.
,,Yfir hraun og hrjóstur — yfir bert
og blásið landið gnœfir Snœfells-
jökull,” segir hann í upphafi
skáldsögu sinnar, „Sýður á keip-
um”, og heldur svo áfram, „gnæfir
Snæfellsjökull, hið mikla og út-
brunna eldfjall, með giginn í miðju
fjallinu, fullan af jökli. Þar stendur
þessi mikli og fagri fjallajöfur sem
risavaxið minnismerki löngu-löngu
liðinna stórviðburða í ríki hljóðrar
og þunglyndislegrar náttúrunnar.
Hið efra er eilífur jökull, og ber
mjallhvítar hyrnurnar hátt, en
Undan jöklinum kvíslast breiðar
hraunelfur alla leið í sjó fram, eins
og storknaðir blóðstraumar úr
brjósti fjallsins. Umhverfis fjallið
eru fangamörk jarðeldanna hvar-
vetna — leifar gamalla giga og
hver hraunsteypan ofan á annarri.
Brimið erjar hvíldarlaust á hraun-
brúnunum og brýtur þær upp. Há
hraunskör gnæfir meðfram sjónum
á löngum kafla, þar sem sjórótið
sýður og drynur í kolsvörtum
hellum og spýtist upp um gjámar.
bar eru Svörtuloft. Annars staðar
er eldgamall gigur kominn í sjóinn,
gjallhrúgunni er sópað burtu, en
hrauntappamir standa eftir eins og
risavaxin tannbrot. Það em Lón-
úrangar....”
Guðmundur Magnússon hafði
árum saman horft á Snæfellsjökul
baðan sem hann átti heima í
^oykjavík, að því er hann segir í
-.Perðasögu af Snæfellsnesi,” og
svo sterkur varð seiður Jökulsins,
®ð hans sögn, að loks fékk hann
ekki staðið gegn honum og hélt
vestur á Snæfellsnes. Reið hringinn
1 kring um Jökul með töskuhest í
faumi og hrífst því meir af fegurð
hans og óskiljanlegum töfrum, sem
hynni þeirra verða nánari: „Snæ-
fellsjökull —! Það fara um mig
einhver þýð þægindi, hvenær sem
oier verður hugsað til hans í allri
dýrð sinni.... Hann er ekki aftaka-
hár, um 4000 fet, en hann er allra
fjalla fegurstur . . . formfegurðin
sJálf, fyrirmynd íslenskrar fjalla-
fegurðar, eins og uppfyllt ósk.”
Þetta segir Guðmundur, og hafði
h&nn þó ferðast suður í Alpafjöll og
Sviss, svo ekki skorti hann fræg og
fbgur fjöll til samanburðar.
Jóhannes Sveinsson Kjarval
hvaldi um árabil löngum í Einars-
^áni __ keypti jörðina að hálfu, eins
og getið er á öðrum stað — og þar
„kvað” hann í línum og litum
margt það fegursta sem um
Jökulinn hefur ort verið. Væri það
merkileg saga af samskiptum hans
og Jökulsins, sem Kristján refa-
skytta í Einarslóni gæti sagt, ef
hann væri ekki dauður. Á Kristján,
þá greindu og glaðsinna tófuskyttu,
er minnst nokkuð í fyrra hefti
þessarar bókar. Hann var skyggn
og kunnugur vel í híbýlum huldu-
fólks, og marga stundina stóð hann
eða sat í námunda við meistarann,
tottaði pípuna sína og fylgdist með
starfi hans. „Sérðu ekki trölls-
andlitið þarna?” spurði Kristján.
„Jú,” svaraði meistarinn, „það er
ljótt, aldeilis lystilega ljótt. Það er
ekki að spyrja að augunum þínum.”
Og þar með var tröllsandlitinu
tryggt líf í meistaraverkinu.
Steingrímur Thorsteinsson,
skáldið sem fegurst hefur kveðið um
íslenska náttúru, er fæddur að
Amarstapa og sleit þar bamsskón-
um. Eins og að líkum lætur, færði
hann Jöklinum þá ljóðfóm, sem
bóðum sómdi, honum og þeim hvíta
ós, en auk þess bera mörg af
ógleymanlegustu kvæðum hans
þess ótvíræð merki, að löngum var
honum hugstæð heiðríkja sú og
kyrrð, sem frá þessum bemskuvini
hans stafar. Eða svo hafa sagt mér
greinargóðir menn, og efast ég ekki
um það.
En þrátt fyrir alla sína heims-
frægð að fornu og nýju og aðdrátt-
arafl sitt á meistara í leyndum
fræðum, skáld, listamenn og ferða-
langa, er Jökullinn yfir það hafinn
að gera sér upp litillæti nokkmm til
þóknunar. Hann gnæfir enn sem fyrr
„yfir hraun og hrjóstur” í sinni
heiðu og stoltu ró, eins og hann vilji
magna allt líf í umhverfi sínu helgri
orku, mosann i hraungjótunum,
tófuna á greninu, sauðkindumar ó
beit, jafnvel mannkindurnar, þótt
vafalítið reynist móttökuskilyrðin
þar oft hvað erfiðust. Eða hann
hjúpar tign sína dul grómyrkra
skýjabólstra, rétt eins og hann sé
orðinn þreyttur á allri lágkúmnni í
byggðum og leit sambands við æðri
máttarvöld í hljóðri hugleiðslu, að
hætti meistaranna.
„SIGLDI EIRÍKUR I HAF....”
Enginn skyldi ætla sér að sýna
honum oflæti eða flysjungshátt í
viðskiptum, eða gera sér dælt við
hann. Geta þá reynst köld fang-
brögð hans. Er ekki vitað til, að
hann hafi sleppt tökum á neinum,
sem freistuðu hans til slíkra atlota,
utan einni konu franskri fyrir fáum
ámm. Var hún dregin upp úr
þrjátíu og sex metra djúpri
spmngu, í fullu fjöri og hafði ekki
orðið neitt meint við faðmlögin.
Heitfengar til atlota þær frönsku!
Þótti allur sá atburður með ólíkind-
um, en vaðurinn var mældur og allt
eins rígvottfest og hugsast getur.
Vildu sumir leggja þann skilning í
fyrirbærið, að Jökullinn hefði viljað
láta konuna njóta þess, að hún var
samlandi Jules Verne — aðrir, að
Þórður Halldórsson er ekki við eina
fjölina felldur. Vestur á Snæfells-
nesi stundar hann skötuveiðar, en
þegar hann er í Reykjavík, þá málar
hann. Hann hefur haldið nokkrar
sýningar á verkum sínum, og þessi
mynd var tekin ó sýningu, sem
hann hélt í Hafnarfirði um síðustu
páska.
hann heföi ekki kært sig um frekar
kynni af fólki þeirra þjóðar.
Jafnvel þótt nútimafólk taki
lifmögnunarkenninguna viðlíka
hátíðlega og kirkjan kenninguna
um, að jörðin væri flöt, getur þó
enginn neitað því, að undir Jökli
hafi það gerst, sem hiklaust má
telja einhvern merkilegasta atburð í
veraldarsögunni, því að þaðan tók
Eiríkur rauði stefnu á Grænland.
„Sigldi Eiríkur í haf undan
Snjófellsjökli,” segir í sögu hans.
Það varekkieinungis, að Grænland
finndist frá Snæfellsnesi, heldur
vom fyrstu hvítu mennirnir, sem
þar námu land, flestir undan Jökli.
í framhaldi af því mó segja, að
Ameríka hafi fundist fró Snæfells-
nesi í fyrra skiptið. Er það í fyllsta
samræmi við skapgerð okkar,
Jöklara, að týna öllu þessu aftur i
vemleikanum, en geyma það i sög-
um. Og vera svo ekki neitt að leyna
Kristófer Kólumbus þeim stað-
reyndum, sem við vissum traust-
astar þar að lútandi, veturinn
1477-8, þegar hann dvaldist á
Ingjaldshóli. Okkur munaði nú ekki
mikið um að gefa spænskum
Ameriku með öllum gögnum og
gæðum, fyrst við áttum söguna! Við
höfum aldrei verið neinar smásálir
— og gátum auk þess gert tilkall til
þess landskika hvenær sem við
vildum og nenntum. Við höfum að
vísu ekki haft nennu í okkur til þess
enn, enda alltaf í nógu að snúast...
Auk þess vafasamt, hver eign fer að
verða í Ameríku hvað úr hverju, ef
áfram heldur sem horfir.
Ekki verður okkur undir Jökli um,
það kennt. Við höfðum vit á að týna
henni aftur!
ÁUNDANHALDI
Snæfellsjökul á að ganga að
austanverðu. Að sunnanverðu er
hann mjög sprunginn, og sprung-
urnar hyldjúpar og breikka margar
undir börmunum, svo óvönum
jöklagöngumönnum, og reyndar
öllum, getur stafað af þeim mikil
hætta. Að vísu er jökullinn líka
nokkuð sprunginn að norðaustan-
verðu, en þar eru sprungurnar
fæstar breiðari en það, að vel má
stíga yfir þær. Samt sem áður er
ekkert vit í því að nokkur leggi einn
á jökulinn, og ekki heldur, að menn
gangi hann lausir, fari tveir eða
fleiri saman. Séu menn tengdir og
hafi góða broddstafi ætti hættan af
sprungunum að vera hverfandi
þeim megin, sem áður getur. Þess
ber þó að gæta, að aldrei er of
varlega farið, og aldrei ættu menn
að hætta sér ó jökulinn, er kunnugir
telja, að þoka geti skollið yfir, þegar
á líður daginn, eða hvassviðri sé í
49. TBL. VIKAN 105