Vikan


Vikan - 06.04.1978, Page 6

Vikan - 06.04.1978, Page 6
LISTASAGA FJÖLVA Fjallar bæði um málaralist, höggmyndalist, byggingarlist og ýmiskonar skartgripa- og smámunagerð. I bindi Z bindi 3.bindi Listasaga Fjölva er fyrsta verk sinnar tegundar á islensku. Leysir úr brýnni þörf. 1 bindi fjallar um listþróun frá forsögutima til þjóöflutninganna miklu. Spannar þvi allar fornþjóöir: Mesópótamia. Egyptaland. Krít. Mýkena, Grikkland. Etrúrar. Rómaveldi. Rekur listþróun Frumkirkju og Germanskra þjóöa. Fjallar auk þess um list Kina, Indlands og Indíánalist í Ameríku. Fjallar um „myrkar" Miðaldir, sem voru ekki eins myrkar og margir halda Kirkjan útbreiddi kristindóm noröur um áltu. Hún hlúði að listum. einkennislist hennar var skærlitar flögumyndir (mósík) og glersteind (vitrail). Aö meginhluta fjallar bókin þó meö ógrynnum litmynda um hinar stóru stefnur, Rómanska og Gotneska stíl, ferskt upphaf Endurreisnarinnar á Italíu og stórmeistara hennar Leónardó, Rafael og Mikelangeló fjársjódur hugar og hundu Listasaga Fjölva í þremur bindum. í fágætlega völdum myndum og ytirgripsmiklum texta er listasaga heimsins rakin fyrir lesandann. Allt frá tíma Neanderdalsmannsins 80 — 40 þús. árum f.Kr. um glæsilist Fornegypta og Hellena og fagurfræði Endurreisnar allar götur til okkar daga. Síöasta og stærsta bindi listasógunnar fjallar um þá stórþrotnu þróun, sem oröið hefur i öllum listum frá Endurreisninni og fram á okkar daga Hún hefst á útskýringu Hlaöstils (Barokk) og Svifstíls (Rókokkó) og rekur þráöinn áfram upp í Þjóðfélagsleg átök Nýgnæfu (Neó-klassik), Draumsæju (Rómantik) og Raunsæju (Realisma) og stigþróun Stælistíls (Natúralisma), Blæstíls (Impressjónisma) og Tjástils (Expressjónisma), upp í þúsundgrósku nútímans meö Pikassó. Salvador Dali og allt upp í pqpp-list. 6 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.