Vikan - 06.04.1978, Page 11
ekki skipt þannig, að það sér bara allt
ljótt þarna og allt fallegt hérn, þessu
ægir öllu saman. T.d. í París er
sýningarhöllin svo stór, að Laugardals-
höllin okkar er eins og klósettið í henni.
Það eru um 2000 aðilar, sem sýna þar.
Gréta litla fór með okkur þangað,
þegar hún var fjögurra mánaða. Það
var barnagæsla á staðnum, og við
fórum með hana þangað, en gæslu-
konurnar fórnuðu bara höndum, þegar
þær sáu hana, því þær tóku ekki börn
yngri en tveggja ára í gæslu. Þegar við
sögðumst vera komin alla leið frá
íslandi, og við yrðum að koma henni
fyrir, samþykktu þær að taka hana, en
höfðu hana í felum, svo allt fylltist ekki
af ungabörnum!
Á öllum stöðum
í einu
— Hvernig skiptið þið með ykkur
verkum?
Valdimar: — Ég sé um allt þetta
leiðinlega og hún um allt þetta
skemmtilega!! Við erum með eina
stúlku, sem hjálpar okkur á skrif-
stofunni, en allt í allt erum við 7-8
manns í vinnu. Fanný gerir lítið af því
að afgreiða sjálf, það er svo margt
annað, sem þarf að hugsa um. Hún þarf
helst að vera á öllum stöðum í einu, á
skrifstofunni, í báðum verslununum, á
saumastofunni og í Solido, sem saumar
mikið fyrir okkur. Það þarf að stilla út
og fylgjast með framleiðslunni, svo að
það er lítill timi eftir til afgreiðslu-
starfa. Þetta er oft erfitt starf, en
jafnframt oft skemmtilegt, sérstaklega
þegar vel gengur. Kannski verður
þetta okkar lifsstarf, en mitt álit er
samt sem áður það, að maður eigi ekki
að vera of lengi í sama starfinu,
kannski ekki meira en i fimm ár, Fólk
fer að staðna, ef það er of lengi við
sama starfið. Það eykur hka tilbreyt-
inguna í hfinu að skipta um starf, og
fólk er hklegra til að skila betri árangri.
Ég ákvað, þegar ég var 13 ára, að vinna
helst ekki sama starfið lengur en tvö
sumur í einu, á meðan ég var í námi, og
stóð við það lengi, enda hef ég unnið
við margt um ævina.
— Viltu kannski telja upp?
— Já! Ég var í fimm sumur í sveit,
þar af þrjú á Eiðum á Fljótsdalshéraði
hjá Jóni bónda Sigfússyni og konu
hans, Sigurlaugu Jónsdóttur. Þessi
þrjú sumur tel ég einn besta tíma ævi
minnar. Þarna kynntist maður
eiginlega gamla tímanum, maður
kynntist verkmenningu, sem tíðkaðist
öldum saman, þótt þetta væri ekki
beinhnis gamaldags búskapur. Ég var
á hestbaki frá morgni til kvölds. Eftir
að ég hætti að vera í sveit, 13 ára, vann
ég í hafnarvinnu, byggingarvinnu, var
síldarsjómaður í tvö sumur, togara-
sjómaður, brúarsmiður, simamaður,
vinnuvélamaður hjá Vegagerðinni, —
og var svona kombineraður skrifstofu-
maður og verkamaður á sildarplani.
Eitt sinn var ég kjöteftirlitsmaður í
sláturhúsum á Vestfjörðum, póst-
maður, blaðamaður og nú kaupmaður
og stórkaupmaður.
— Annars byrjaði ég í læknisfræði
eftir stúdentspróf, því það hafði verið
kækur í minni fjölskyldu að vera
læknir, pabbi var læknir, afi var læknir
og margt af mínu frændfólki hefur
tengst læknislistinni. Mér hkaði aldrei
við fagið, þannig að ég hætti fljótlega
og fór þá út í blaðamennskuna. I
nokkra mánuði skrapp ég til Frakklands
og byrjaði að læra hagfræði, en þá
áttum við von á syninum, svo ég hætti
því. Þetta var eiginlega bara grín, en
það er gaman að vera ungur í París. Við
höfðum gott af þeim tíma, sem við
dvöldum þar, þótt hann leiddi ekki til
neins prófárangurs.
— En þetta með skrifstofumanninn í
síldarplaninu....? Aðalstarf mitt var að
flýja, þegar ég sá einhvern illa haldinn
fjárhagslega. Það sumarið fékk ég
25.000 kr. til útborgunar á launum, og
held ég, að í dag mundi ganga illa að
sætta fólk við shka meðferð.
Og Parísarbúar
störðu
— En þú, Fanný, hver er þinn
starfsferill?
— 17 ára byrjaði ég fyrst hjá Impuni,
sem er innflytjendasamband heildsala,
sem flytja inn hveiti, sykur og
kornvörur, þá fór ég til Englands að
læra ensku, og siðan vann ég í
smátíma sem flugfreyja hjá Loftleið-
um. Svo fór ég að vinna hjá Fossberg,
Páh S. Pálssyni lögfræðingi og loks hjá
Kr. Kristjánssyni. Ég vann hka, eins
og ég sagði áðan, um tima sem
sýningarstúlka og var einn af stofn-
endum Karon. Eftir að við svo
opnuðum verslanirnar, hætti ég að
mestu að sýna, en hef þó verið á sérsýn-
ingum, svo sem Hár og snyrting, og
dálítið starfað sem ljósmynda-
fyrirsæta.
— Hvað varð til þess, að þú fórst að
hanna föt? Hafðirðu þetta alltaf í þér?
— Ekki beinlinis. Mamma saumaði
alltaf á okkur systkinin, þegar ég var
htil og einnig langt ffam eftir aldri,
svo að þetta er eiginlega í
fjölskyldunni. Ég man t.d. eitt sinn,
þegar hún saumaði á mig dragt upp úr
eldgömlum ullarfrakka af pabba og
setti á hana skinnbryddingar úr
gömlum pels, sem hún átti. Ég gekk
mikið i þessari dragt og fór með hana
til Parísar. Fólk á götunni starði á mig
og sneri sér við, og ég man, að mér leið
hálf illa og var að hugsa um, hvað þetta
ætti eiginlega að tákna. Siðar kom í
ljós, að það var verið að sýna myndina
„Dr. Zhivago” í Paris, og dragtin mín
var alveg i stíl við klæðnaðinn í þeirri
mynd. Mamma hafði að sjálfsögðu ekki
séð myndina, hún bara saumaði þetta
upp úr sér.
— Látið þið sauma mikið hér heima?
— Nokkuð. Við erum með
saumastofu í kjallaranum, en það er
mest um fatabreytingar og svoleiðis
þar. Við skiptum aðallega við Solido,
sem er vönduð og góð saumastofa og
sérlega gott að vinna með þeim
dugnaðarkonum, semþar eru.
14. TBL. VIKAN 11