Vikan - 06.04.1978, Page 13
miðað við þann áhuga, sem almennt er
ríkjandi, að við hreinlega gáfumst upp
á því. Það eru kannski kílómetra langar
biðraðir við lyfturnar, og maður þarf að
bíða langtímum saman til að fá tveggja
mínútna rennsli niður aftur.
Það mátti ekki
tæpara standa
— Getið þið ekki sagt frá einhverju
eftirminnilegu í lokin?
— Valdimar: Ég lenti í lifsháska
síðara sumarið mitt sem sildarsjómaður
þá 21 árs að aldri. Það var að draga að
lokum sildarvertíðar, komið undir
haust, að við á Leifi Eiríkssyni vorum
staddir um 100 mílur NNA af Langa-
nesi. Við höfðum aldréi þessu vant
náð góðu kasti, þegar myrkrið var að
skella á og var að bræla upp. Meðan við
vorum að háfa sildina inn, hvessti mjög
skyndilega upp, báturinn fór að
leggjast undan þunga nótarinnar á
siðunni, og um leið rann síldin til út í
siðu í lestinni. Okkur varð eiginlega
ekki ljóst, hve mikil hætta var á
ferðum fyrr en of seint. Skyndilega reið
sjór inn á þilfar. Þá vorum við að
myndast við að skeranótinafrá. Ég var
staddur í stíu fremst á þilfari og komst
ekki þaðan, þá vissi ég ekki fyrr en ég
var kominn i sjóinn og ég sá bátinn
Þau Fanný og Valdimar hafa
saumastofu i kjallaranum heima
hjá sér, og þar starfar Valgerður
Ingimundardóttir.
hálfpartinn hvolflast yfir mig. Ég hefði
aldrei trúað þvi að óreyndu, hversu
fljótt þetta getur gerst.
Félagar mínir komust allir með
einum eða öðrum hætti í gúmmí-
björgunarbát eða litla jullu, nema tveir
og svo ég. Annar drukknaði. Hinn
komst á kjöl og gat stungið sér af
honum til sunds.
Þarna hélt ég satt að segja, að upp
væri runnin mín síðasta stund. Bæði
var ég í fullum galla með klofhá stígvél,
algjört myrkur skollið á, sjórinn
nístingskaldur og komið hávaðarok.
Ég var við það að gefast upp a.m. k.
einu sinni, en að lokum komst ég úr
stígvélunum, fann tóman mjólkur-
brúsa fljóta rétt hjá og hélt mér á floti
á honum. Það varð okkur til lífs, að
báturinn Jón Finnsson, sem var
staddur rétt hjá okkur, sá ljósin hjá
okkur slokkna, þegar báturinn sökk.
Hann, ásamt með öðrum báti, kom
strax á vettvang og fann okkur fljótt,
þrátt fyrir myrkrið og óveðrið. Með
mig mátti ekki mikið tæpara standa.
Ég var um 15-20 mínútur í sjónum. Ég
hef seinna lesið það, að í slíkum sjávar-
kulda, sem þarna var, þoli menn ekki
mikið lengri tíma.
Pelií
loðhúfunni
— En hvað með þig Fanný?
Það er nú erfitt að koma með
lifsreynslusögu eftir þessa hjá
kallinum mínum. Ég gæti kannski sagt
skemmtilega sögu af heimavígstöðvun-
um í staðinn, eða söguna um það,
hvernig við eignuðumst heimilis-
köttinn Pela. Þannig var, að okkur leist
svo vel á unga læðu, sem við fréttum,
að ætti senn að fara til himnaríkis, að
við ákváðum að leyfa henni frekar að
koma til okkar a.mk. fyrst um sinn.
Hún launaði okkur þetta með því að
eignast einn kettling nokkru síðar.
Fjórum dögum eftir fæðinguna fór kisa
út í fyrsta skiptið frá kettlingnum,
lenti fyrir bil og dó. Það varð þvi úr, að
ég varð að leika móðurhlutverkið.
Hann bjó inni i loðhúfu Valdimars
fyrst um sinn, drakk úr pela og saug á
mér höndina þess á milli. Við þetta
festist við hann nafnið Peli, en hann er
nú orðinn myndarlegur fress, verður
þriggja ára 10. apríl, og hver móðir væri
stolt af honum! Og hann hefur sinn
sess á heimilinu.
akm
14. TBL. VIKAN 13