Vikan


Vikan - 06.04.1978, Page 15

Vikan - 06.04.1978, Page 15
Pósturinn treystir sér ekki til að ráðleggja ykkur einhverja sérstaka verju, en vill hins vegar benda þér á að snúa þér strax til kvensjúkdómalæknis, sem getur frætt þig um þessa hluti og ráðlagt þér eitthvað í sambandi við þá. Einnig er tilvalið að leita fræðslu og aðstoðar hjá Kynfræðsludeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur, sem er opin kl. 1-18.30 á mánudögum, og bein lína þangað er 22406. Læknar eru bundnir þagnarheiti og mega því ekki segja foreldrum né öðrum frá því, sem fer milli þeirra og sjúklinga. Nauts- stelpa og bogmannsstrákur eiga ekki vel saman, hann hatar allar viðjar. Skriftin bendir til þess, að þú sért svolítið óörugg með sjálfa þig, og þú virðist lifa í stöðugum ótta við það, sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Bréf varðandi heimilis- föng Sæl (l) elsku Pósturl Fg hef aldrei skrifað þér áður og vona, að,, Helga' ’ sé södd og hafi ekki lyst áþessu bréfi. Það er oft spurt um heimilisföng hjá frœgu fólki, en þú hefur aldrei getað gefið upp nein heim- ilisföng. En nú ætla ég að bæta úr því, það er að segja, ef ,, Helga ’' er ekki svöng. Nick Nolte, c/o I.C.M. 8899 Beverley Blud, Los Angeles. Abba — Fan Club, Fack 100 41, Stocholm 26, Sverige. Júrgen Drew, Luhenng 4f, 2000 Hamburg 92 Deutschland. RodStewart, Postfach 5754, 2000 Hamburg 78, Deutsch- land. Hvaða merki á best við bogmannsstelpu? En vogar- stelpu ? Jæja, svo þetta vanalega: Hvað heldur þú, að ég sé gömul, og hvað lestu úr skriftinni? I guðanna bænum ekki telja staf- setningarvillurnar, því ég er alveg hryllilega léleg í staf- setningu. Og er ekkt hægt að hafa Abba í Poppfræðiriti Vikunnar? Bæ, bæ, ég þarf að. fara út íbúð að kaupa Vikuna. Dísa íDalakofanum. Þú veist greinilega meira en ég, Dísa mín, um heimilisföng þekkts fólks, og þakka ég þér fyrir upplýsingarnar, sem eflaust eiga eftir að koma sér vel fyrir einhverja. Bogmanns — eða krabbastrákur eiga best við bogmannsstelpu, en einnig getur samband hennar við hrútsstrák orðið mjög gott. Hrútur, Ijón eða önnur vog eiga best við vogarstelpuna, en þó er það sérstaklega hrútsstrákurinn. Þú ert 15 ára, skriftin ber vott um, að þú vitir heilmikið um heimilisföng annarra, en auk þess, að þú sért glaðlynd að eðlisfari. Abba var í Poppfræðiriti Vikunnar í 51. tbl. '76, svo ég efast um, að þau komi þarafturá næstunni. Auk þess var löng grein um þau í 32. tbl. '77. Pósturinn veit ekki allt! KæriPóstur! (Þakka gott blað). Þú þarft ekki að birta þetta bréf, en systir mín skrifaði þér einu sinni og var í vandræðum, því að hún var ófrísk og trúði mér einni fyrir því (við erum samrýmdar systur). Jæja, einn daginn kom ég að henni inni t herbergi vælandi yfir Vikunni. Fékk hún þá þetta frekjulega svar frá ykkur um, áð hún væri ekkert ófrísk (eins og þið vitið það eitthvað). Þetta er nú gleymt og grafið, en nú á ég lítinn frænda. Bæ, bæ, litla systirDísu! Ef ég á að vera alveg hrein- skilinn, þá finnst mér þetta bréf þitt alveg hreint frábært,og gott hjá þér að reka mistök Póstsins ofan í hann aftur! En auðvitað gat Pósturinn ekki vitað, hvort systir þín væri ófrísk eður ei.... I Skilaðu nú kærri kveðju til systur þinnar, óskaðu henni til hamingju með soninn, og biddu hana fyrirgefningar á frekjunni, ég vona hún erfi þetta ekki við mig! Winther vinsælustu og bestu þríhjólin Varahlutaþjónusta. Spítalastíg 8, simi 14661, pósthólf 671. 777fermingargjafa Svissnesk úr öll þekktustu merkin. Gull og siifurskartgripir, skartgripaskrín, mansettuhnappar, silfurboröklukkur, bókahnífar og margtfleira. — allt vandaðar vörur. — ÚR OG SKARTGRIPIR: KORNELÍUS JONSSON SKÓLAVORÐUSTÍG 8 BANKASTRÆTI6 ^-»18588*18600

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.