Vikan


Vikan - 06.04.1978, Side 22

Vikan - 06.04.1978, Side 22
Með skotsár á hálsi Kæri draumráðningakraftur, Mig dreymdi draum. Það er mér lífsspunmál að fá hann ráðinn (í bókstaflegri merkingu) og það hið snarasta, og þótti mér öruggast að snúa mér til Vikunnar. 1 guðanna bænum viltu ráða hann fyrir mig eftir þinni bestu getu, hvað svo sem út úr því kemur. Til skýringar þykir mér rétt að taka fram, að ég hafði verið með strák í 4 ár, er hann skyndilega ákvað, að við skyldum skilja. Þetta er mér mikið áfall, en það fór ekki fram í illu og raunar ekki góðu heldur. Hér er svo draumurinn. Við skulum kalla umræddan pilt X. Fyrri hluti draumsins er ekki mjög glöggur, og X. kemur þar ekki við sögu. Ófriður var milli tveggja flokka, og var ég í öðrum þeirra. Mér fannst við hafa legið í felum eða skjóli. Var ég send til þess að njósna eða kanna eitthvað. Eg labbaði af stað yfir víðáttumikið gras- lendi (líkast tsl. mólendi á haustin, þ.e. fölleit strá og þ.h.). Er ég hafði labbað nokkum spöl (nokkur hundruð metra) leit ég við (heyrði hljóð), og sá ég flokkinn minn koma hlaupandi úr fylgsninu, mjög dreifðan, ca. 10-15 manns. Eg kallaði og spurði, hvað væri um að vera, og var mér tjáð að óvinaflokkurinn hefðigert fyrirsát eða árás, og voru allir að flýja, og voru hnífar notaðir. Eg sá einhvem stunginn. Eg hef líklegast komist undan. Seinni hluti draumsins fór fram í sumarbústað eða kofa, ekki í borg. Ekki veit ég glöggt, hvað ég var að gera þar, ég var einhvers konar fangi. Maður nokkur vildi fá mig til samfara. Liklega hefur hann verið foringi hins flokksins (þó ekki beint samband við fyrri hluta draumsins ), en allavega var ég á valdi hans. Annað fólk var þar, en ekki fann ég glöggt fyrir þvt. Hann var með dökkt hár, frekar sítt og þunnt, og mér fannst hann vera indiáni. Hann vakti engar tilfinningar með mér, en var ekki ógeðfelldur. Hann tók mig inn í herbergi, og þar höfðum við sam- farir. Eg fór ekki beint nauðug með honum. Bæði held ég, að mér haft fundist skynsamlegast að sýna ekki mótþróa, og einnig fannst mér það ekki neitt svo andstyggilegt. Einnig fannst mér, að annar maður hefði verið í herberginu lika. Nú kemurX. fyrst við sögu. Er við komum út úr her- berginu, lá hann liggjandi i sófa. Sófinn var rauður. Litinn á sófanum sá ég þó ekki mjög sterkt, en skynjaði Mig drcymdi hann rauðan. Við vorum stödd i sama húsi og fyrr, en þó fannst mér þetta vera heima i stofunni okkar fyrr- verandi, og sófinn, sem hann lá Í, var sófinn okkar, sem þar er, en hann er rauður. Hann lá á maganum og hafði verið skotinn, að mig minnir frekar i hálsinn en hnakkann, þ.e. hann varmeð rauðan hring, eins og ég get ímyndað mér að komi eftir byssuskot (blóð?). Hringurinn var frekar Ijósrauður og e.t.v. eitthvað dökkt i honum og 50 kr. mynt. Hann var mjög snyrtilegur, og hvorki lak blóð úr honum, né var blóð á likinu. Eg tek það jram, að ég sá hann ekki skotinn, heldur skynjaði (vissi), að hann hefði verið skotinn. Einnig var ég viss um, að hann væri dáinn. Ekki hafði ég neinn pata af því, að þama væribyssa, néyfirleitt að neinn ófriður rikti þama. Ekki skipti fólk sér neitt af þessu (ég fann raunar ekki beint fyrir fólki). Viðbrögð min voru þau, að ég öskraði hátt og mikið, fómaði höndum, sneri mér frá likinu (þó ekki með ásetningi) og féll fram á fætur mér. Ég held ég geti ekki lýst tilfinn- ingum minum eða viðbrögðum betur en það, að þetta var mér mjög mikill harmur. Nú fann ég glöggt fyrir fólki, og höfðu allir mjög mikla meðaumkun með mér, og allir voru hljóðir. Mér fannst fólkið (karlmenn) mynda hring um mig. Raunar minnist ég ekki, að neitt af því fólki, sem ég fann fyrir í draumnum, væri kvenkyns. Við þetta vaknaði ég og leið mjög illa, eins og eitthvað óhugnanlegt hefði komið fyrir. Vinsamlegast ráðið þennan draum fyrir mig, og eins fljótt og mögulegt er. Með fyrirfram kærri þökk. Eolda. Táknin í þessum draumi eru mjög mismunandi, en flest þeirra eru þér þó til gæfu. Þó áttu sennilega við veikindi. að stríða á næstunni en þau munu aðeins veröa smávægileg. Þú lendir í einhverju ævintýri, en einhver heldur verndarhendi yfir þér, og þú munt ekki bíða neinn skaða. Hætt er við, að þú lendir í alvarlegu rifrildi, sem hefur mikil áhrif á þig. Kofinn þendir til, að þú sért stolt og látir ekki auðveldlega auömýkjast, og muntu því sennilega fara meö sigur af hólmi úr þessu rifrildi. Góður árangur í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, Góður árangur bíður þin í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, og þú færð óvæntar, góðar fréttir. Einnig muntu fá fréttir af þarnsfæöingu, en ekki er víst, að þær komi til með að gleðja þig neitt sérstaklega. Þín bíður gott og farsælt hjónaband, og mjög mikil hamingja blasir viö þér. — -þú ættir að hlusta á ráðleggingar góðra vina, þar sem þú virðist lifa í þlekkingarheimi öryggis. Þú munt auögast fjárhagslega, en ættir að reyna að hafa gott sjálfsvald að sinni. Með hatt ofan á maganum Kæri draumráðandi Mig draymdi, að ég væri ófrísk, og lægi sofandi uppi í hjónarúmi. (Eg var komin 9 mánuði á leið og mjög feit.). Eg hafði ýtt sænginni til hliðar, því mér var svo heitt, og lá á bakinu. Þá sá ég, hvar karlmannshattur kom fljúgandi allt í einu, og lenti beint ofan á kúlunni. Hann var frekar stór, gráblár með borða, og ég hreyfði hann ekkert, bara horfði á hann. Fyrir hverju er þetta? Meðþökk fyrir birtinguna, Ástrós. Þessi draumur er fyrir efnahagslegu öryggi. Einhver, sem kallar sig vin þinn, kemur þér í einhver smávægileg vandræöi, en þaö verður ekkert alvarlegt, ef þú hefur taumhald á skapi þínu og reynir að læra af reynslunni. Einhvern tíma á næstunni munt þú heyra frá manneskju, sem þú hefur ekki hitt lengi, mjög liklega er hún erlendis. Þetta verða góðarfréttir.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.