Vikan


Vikan - 06.04.1978, Page 40

Vikan - 06.04.1978, Page 40
Ilnilurinn 2l.m;ir\ 20.a iril NauliA 21.april 2l.niaí T\íburarnir 22.mai 21.júní Ekki er víst, að allt gangi eins og þú ætlast til í þessari viku. Með þolinmæði ætti þó allt að fara vel að lokum, og ættir þú ekki að vera svona svartsýnn á málin. Einbeittu þér að einum hlut í einu, svo allt fari ekki úr skorðum. Þú átt það til að vera helst til of ■ fljótfær og draga ályktarnir. Vertu heima á sunnudag. Vikan getur orðið mjög ánægjuleg, ef þú kærir þig um. En ef þú hins vegar ert með ólund, er ekki víst, að allt fari eins og þú vilt. Heillatala er 8. Kr.-'hhinn 22. júui 2.1. júli Þú ættir að geta komið þínum málum á framfæri við rétta aðila, ef þú aðeins beitir lagni. Vertu samt ekki of ákafur, þá gæti farið illa fyrir þér. l.joniO 24. júlí 24. :ii<ú«l Þú ættir að reyna að koma þér að verki sem allra fyrst, þar sem þú hefur verið alltof latur upp á síð- kastið. Hertu þig upp, ogljúktu þeim verkefnum, sem bíða þín. >lej jan 24.;ii<úsi 2.1.scpl. Stutt ferðalag gæti orðið skemmtilegt og jafnvel árangursríkt. Sláðu ekki hendinni á móti góðu boði, sem þú færð um miðja vikuna. Heillalitur er blár. Vikan er vel til þess fallin að framkvæma eitthvað, sem þú hefur ekki gert lengi. Allt útht er fyrir, að þú eigir skemmtilega daga í vændum. Þú færð heimsókn skemmtilegra vina. Taktu vel eftir öllu, sem fer fram í kring- um þig í dag. Þér verður hjálpað úr ógöngum þeim, sem þú hefur komið þér í, með aðstoð vinar, sem kemur með tillögu til úrbóta. Spnrútlrckinn 24.okl. ,‘M.inn. Eflaust kemstu að einhverju skemmti- legu í sambandi við þina nánustu, ef þú eyðir helginni heima við í rólegheitum og ræðir málin. Þú færð bréf með óvæntum fréttum. Vatnsberinn 2l.jan. IV.fehr. Ef þú skipuleggur vel fram í tímann, aetti þér að takast að ljúka fyrirætlunum þínum. Þér virðist sem dag- arnir þjóti framhjá þér, en vertu þolin- móður. Heillatala er • 3. Hogniaðurinn 24.nót. 2l.des. Vikunni er best varið við að koma hug- myndum þínum í framkvæmd, þú hefur nú þegar dregið það alltof lengi. Vertu ekki of opinskár um fyrirætlanir þínar. Helgin verður fjörug. l iskarnir 20.fchr. 20.mars Það er ekki víst, að þú getir treyst öllum, sem þú umgengst um þessar mundir, og því ættir þú að gæta tungu þinnar. Vertu á varðbergi gegn slúðurberum. „Það er rétt hjá þér," sagði hann, án þess að láta slá sig út af laginu. „Á vissan hátt þykir mér leiðinlegt að þurfa að gera Tim þetta. Ég viðurkenni, að þetta er versti tíminn fyrir hann. En viðkvæm samviska, það eru forréttindi hinna ríku. Ef þú værir eins fátæk og ég.þá hefðir þú ekki efni á henni, ekki þegar þú bókstaflega situr á ofurlitlum fjársjóði. Auðvitað myndi ég, ef ég hefði einhver tök á því, reyna að útvega mér þessa peninga einhvers staðar annars staðar og spara Tim óþægindin.” „Hvað ætla þeir að borga þér mikið?” „Það er nú erfitt að segja nokkuð til um það. Fyrir utan þessi tvö þúsund pund, sem ég fæ strax, þá gæti farið svo, að greinin yrði seld víðar. Til dæmis í Ameriku.” Hakners hjónin, hugsaði hún, eða svo að ég sé nákvæm: Frú Hakner. „En að sjálfsögðu,” bætti hann við, „fyrir Tim er ég tilbúinn að slá svolítið af. Eigum við að segja þrjú þúsund pund. Já, ég hugsa, að það væri sanngjarnt.” ÞAU HORFÐU hvort á annað þvert yfir herbergið. Það var til einskis að vera að látast. „Þú ert djöfull,” sagði hún mjúklega. „Þú ert að kúga út úr mér peninga. Annaðhvort læt ég þig fá þrjú þúsund pund, eða þitt sauruga líf verður komið á síður dagblaðanna eftir nokkra daga, myndskreytt. Þú ætlar kannski að nota myndirnar sem ljósmyndari Hakners hjónanna tók af ykkur Tim inni í vinnustof- unni hans?" „Nú, það verða auðvitað að fylgja myndir með. Þær hafa mikið að segja.” „Og hvar,” sagði hún lágmælt, þótt hana langaði mest til að öskra, „heldur þú, að ég geti fundið þrjú þúsund pund til þess að borga þér blóðpeningana þína?” „Það er þitt vandamál, ekki satt? í sannleika sagt, þá hef ég verið mjög hógvær að hafa upphæðina ekkihærri.” „Fjárkúgun,” sagði hún snöggt, „er óþverralegasti glæpur, sem til er, ogþú leggst svo lágt.” Hann heigði sig hæðnislega fyrir henni. „Þar sem ég, Lucy, geri mér grein fyrir þvi áliti, sem þú hefur á mér, þá er ég undrandi yfir því, að þér skuli ekki finnast það sæma persónuleika minum. SKYNDILEGT ofboð greip Lucy, og hún æddi út úr stofunni, eins og hún vildi flýja þennan mann, sem vakti með henni slíkan viðbjóð, að henni fannst sem hún yrði óhrein i návist hans. Er hún kom fram í forstofuna, neyddi hún sjálfa sig til að standa Milli vonar og ótta kyrr, þótt hún titraði öll og skylfi. Hún studdi sig við gamla eikarborð- ið og reyndi að ná valdi á óttanum, sem Bernard hafði vakið hjá henni, þessum ótta, sem hafði vaknað af eðlisávísun í fyrsta sinn, er hún sá hann, á brúnni. Það var eins og ein- hver yfirnáttúruleg skynjun hefði verið að vara hana við, að þarna hefði hún staðið augliti til auglitis við mann, sem var gegnsýrður af illsku, mann, sem hún nú vissi, að var morðingi og fjárkúgari. Átti hún að hlaupa í burtu? En það var aðeins liðinn ein klukku- stund síðan ástin, sem var hluti af tilveru hennar, hafði sent hana hlaupandi til Tim. Hvert átti hún líka að fara, þegar hún hafði engan stað að fara til? Og á meðan sat Bernard inn í setustofunni og hældist um af því, hve auðveldlega hann hefði sigrað þennan kven- mann, sem gafst upp um leið og hann hvessti á hana augun. Hún hefði átt að standa kyrr og berjast á móti. Hún skalf. Voru ást og skelf- ing einu tilfinningarnar, sem hún hafði? Átti hún ekki til hugrekki? Með hægum skrefum gekk hún til baka, þaðan sem hún hafði flúið í dauðans angist aðeins nokkrum andartökum áður, og launin fyrir hugrekki hennar var undrunar- glampinn, sem brá fyrir í augum Bernards. EN HANN hvarf um leið. Bernard lá hirðuleysislega í einum af djúpu hægindastólunum við arininn og horfði á haná með napurri illgirni. Ef hann hefði ekki verið svona mikill að vöxtum, munnur hans ekki svo áberandi rauður og ekki skinið svona út úr honum illviljinn, hefði máttur hans til að vekja hjá henni þessa ólýsanlegu skelfingu þá verið minni? Við því var ekkert svar. Hún talaði úr dyragættinni, og styrkurinn í rödd hennar var henni ómetanleg uppörvun. „Hvernig get ég vitað, að þú sért að segja mér sannleikann? Maðurinn, sem var hér, gæti verið hver sem er, einhver drykkjusvoli, sem þú bauðst til þín, af því að Tim þurfti að bregða sér frá.” 40 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.