Vikan - 06.04.1978, Side 47
— Góðan daginn John, sagði hún
óskýrt, þegar þau komu gangandi í
gegnum garðinn. Þetta hlýtur að
vera vinkona hans, hugsaði hún.
Hún er yndæl, alveg eins og dóttir
mín varáhennar aldri og dótturdótt-
ir mín er nú. Hún horfði hrifin á
dókkt hárið á Ann og fínlega and-
litsbygginguna. John hafði sagt
henni frá fyrirhuguðu ferðalagi
þeirra tii Evrópu um sumarið, og
hún hafði ekki séð neina ástæðu til
að hneykslast yfir því.
Ann og John héldust i hendur.
Hún var í hvítri þunnri blússu og
gulu pilsi. Hárið sem var tekið í tagl
aftan í hnakkanum og bundið með
gulu bandi, bylgjaðist niður eftir
bakinu á henni og náði næstum því
niður að mitti. John tók tvö þrep í
einu skrefi og brosti til hennar.
Pilsið er ef til vill aðeins of stutt,
en það klæðir hana vel, hugsaði hún.
Ég get ekki leynt því fyrir honum,
að mér líður ekki vel, hann sér það
um leið, hugsaði frú Johnson hryggí
bragði. Henni var ómögulegt að
halda höfðinu kyrru.
En hún brosti á móti og sagði: —
Mér líður alveg ljómandi, vel, John.
Appelsínugula sjalið hafði dottið
niður á gólf, og John beygði sig
niður og lagði það varlega um axlir
hennar.
SvO LAGÐI hann arminn utan
um axlir Ann og dró hana að sér. —
Þetta er stúlkan min, hún heitir Ann
Cramer. Við erum bæði að læra við
háskólann.
— En hvað það var gaman, sagði
frú Johnson og reyndi að blikka
augunum kankvíslega. Ann brosti
og hló síðan óstyrk.
Hún skilur mig ekki, hugsaði frú
Johnson örvætingafull. — John,
stúlkan þín er ekki vön að heyra mig
tala....
— Neee, það getur vel verið, sagði
hann og skotraði augunum til Ann,
— en hún kemst fljótt upp á lag með
að skiljaþig.
Frú Johnson sagði: — Gætir þú
ekki beðið hana um að laga hárið á
mér? Þær gera það svo illa hér, og
það fer svo hræðilega í taugarnar á
mér.
John útskýrði svolítið vandræða-
legur fyrir Ann hvað gamla konan
hefði verið að biðja um.
Ann tók því vel. Hún gekk aftur
fyrir hjólastólinn og byrjaði að tína
hárnálarnar úr. — Já, þú hefur svo
sannarlega rétt fyrir þér, sagði hún
brosandi. — Þær virðast ekki mjög
liprar í fingrunum, blessaðar hjúkr-
unarkonurnar.
Hárið féll laust niður á herðar frú
Johnson og dró fram fína andlits-
drættina og riðan varð minna áber-
andi. Hún var falleg gömul kona.
Á meðan Ann greiddi henni var-
lega og festi hárið aftur upp, talaði
John við hana. Hann sagði henni frá
ferðaáætluninni og talaði um allt
það, sem þau höfðu hugsað sér að
sjá.
— Þetta verður dásamlegt, sagði
frú Johnson.
— Við kaupum örugglega ein-
hverja minjagripi handa þér.
— Æ, kærar þakkir, ósköp hlakka
ég til þess, svaraði hún, og kinkaði
kolli.
A.NN LAUK VIÐ að setja hárið
upp, og varlega setti hún hárnál-
arnar í hér og þar til þess að halda
því á sínum stað. Síðan strauk hún
gömlu konunni blítt yfir hárið og
stillti sér upp fyrir framan hana til
að virða fyrir sér árangurinn af verki
sínu.
— Já, nú held ég, að þetta sé í lagi,
sagði hún ánægð.
— Þá er bara eftir að laga fötin
mín aðeins til, sagði frú Johnson.
Getur þú ekki gert það líka, vina
min?
Ann lagaði hálsmálið á sloppnum
og slétti úr hrukkunum, og síðan
löguðu þau hana til í sætinu.
— Við komum í heimsókn í haust,
um leið og við komum heim aftur,
lofaði John henni. Ann kinkaði ákaft
kolli.
— Já takk, reynið að gera það. Ég
yrði mjög ánægð, sagði frú Johnson:
— Það var svo gaman, að þið skyld-
uð koma. En nú held ég, að það sé
kominn timi til, að þið haldið heim á
leið. Og — góða ferð. Þetta verður
spennandi ferðalag..
John stóð kyrr og starði hryggur
út yfir garðinn. Svo dró hann and-
ann djúpt að sér og snéri sér snöggt
að henni: — Við sjáumst þá afut rí
haust. Hún kinkaði kolli. — Já við
segjum það þá. Viltu ekki gefa mér
einn kveðjukoss, John?
John beygði sig niður að henni og
kyssti hana á kinnina. Eitt andartak
hélt hann með sterklegum höndum
sínum um höfuð hennar.
— Við sjáumst aftur, hvíslaði
hann.
— Alveg örugglega, vinur minn,
vertu blessaður...
Er ÞAU komu að hhðinu, þar
sem bíllinn beið, snéru þau sér við og
veifuðu í kveðjuskyni í síðasta sinn.
Frú Johnson kinkaði kolli, og þau
settust upp í bílinn og óku af stað.
Gamla konan sem var orðin 75 ára
sat alein á veröndinni i hjólastólnum
sínum. Hún starði út í garðinn og
alla leið inn í garð nágrannans, þar
sem hópur af skólabörnum voru að
leik.
John Tyler barðist við grátinn alla
leiðina heim....
I NÆSTU ÍÍIKU
Hvað kostar að lifa?
Fyrir þremur árum gerði Vikan svo-
litla könnun á því, hvað fólk eyðir
mánaðarlega í mat og annað, sem til
nauðþurfta telst. Þrjár fjölskyldur
héldu búreikninga fyrir Vikuna í
febrúarmánuði 1975, og niður-
stöðurnar vöktu mikla athygli, því
þetta er nokkuð, sem öllum kemur
við. Við höfum nú endurtekið
þennan leik og komumst að því, sem
kemur víst engum á óvart, að
tölurnar hafa hækkað gífurlega
mikið á þessum þremur árum. En í
næsta blaði sjáum við svart á hvítu,
hvað það kostar að lifa fyrir
fullorðin hjón, hjón með eitt barn,
hjón með þrjú börn og hjón með sjö
börn, sem myðfylgjandi mynd sýnir,
en húsbóndann þarf v&rla að kynna.
VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir.
Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnús:
dóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlits-
teiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart.
Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn og auglýsingar í
Síðumúla 12. Sími 27022. Afgreiðsla og dreifing í Þverholti 11, sími
36720. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 450. Áskriftarverð kr. 1700
pr. mánuð, kr. 5J00 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 9.600
fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð gr-eiðist fyrirfram, gjald-
dagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópa-
vogi greiðist mánaðarlega.
Ættarmót
Vatnsfirðinga
Afkomendur sr. Páls Qlafssonar
prófasts i Vatnsfirði og Arndísar
Pétursdóttur Eggertz lefndu til
ættarmóts fyrir skömmu. Þar komu
saman um 85 manns á öllum aldri,
allt frá 5 ára til 89 ára. Frændfólkið
rabbaði saman yfir kaffibolla og
kökum, eins og þegar gamlir
húskarlar litu inn á bóndabæina í
„den tid," en slík ættarmót hafa
verið haldin nokkrum sinnum áður,
og eitt sinn var farið í ferðalag. Þá
voru þa3 um áttatíu manns, sem
tóku sig til og óku til Vatnsfjarðar í
ísafjarðardjúpi til að heimsækja
heimaslóðir sr. Páls Ólafssonar og
konu hans. Við birtum myndir frá
ættarmótinu í næstu Viku.
Kvenímyndin
Konum gengur oft erfiðlega að
mæta kröfum samtímans um hina
einu sönnu kvenímynd, sem oftast
tekur fremur mið af viðhorfum karla
en kvenna.,Kvenímyndin er nefni-
lega stögðugt að breytast, einkan-
lega hvað útlitið varðar. Eitt árið á
konan að vera þvengmjó og flat-
brjósta, það næsta eru mjúkar línur
komnar í tísku, og þarf náttúrlega
ekki að fjölyrða um það, að erfitt er
að mæta báðum þessum krófum. í
næsta btaði er grein, sem fjallar svo-
lítið um það, hvernig kvenimyndin
hefur stögugt verið að breytast.
Endir
14. TBL. VIKAN 47