Vikan - 06.04.1978, Síða 48
Hún var tískufyrirmynd tveggja kynslóða
og ímynd karla um kvenlega fegurð í þrjár
kynslóðir. Árið 1913 spurði ungt skáld
Söru, hvort hún vildi snæða miðdegisverð
með sér. „Ungi maður,” sagði Sara, sem
þá var komin yfir sjötugt, „sætabrauðs-
drengi eins og þig hefi ég til morgunverðar
á hverjum degi.”
BERNHARDT
SARA
— hin guðdómlega
Belgíuprins uppgötvaði hana,
frændi Napoleons III elskaði
hana, Oscar Wilde og prinsinn af
Wales dáðu hana, og hún átti
stutt ástarævintýri með Thomas
Edison.
„Leyndardómurinn við lif mitt?
Hann liggur í orðinu vilji.”
Eftir að hafa verið heimsins
fremsta prímadonna í næstum
sextíu ár, gat Sara fullyrt stolt, að
frama sinn ætti hún viljastyrk að
þakka. í heimi, þar sem karlmenn
drottnuðu, hafði hún sýnt, að kona
getur verið sterk og óháð, án þess að
tapa kvenlegum yndisþokka sinum.
í meira en tvær kynslóðir var Sara
eftirlætisgoð alls heimsins. Hún
fyllti skáld og listamenn andagift,
hún skapaði nýja tísku og vakti
konur til umhugsunar um lífskjör
sin. Hún hugsaði öðruvísi. „Hin
guðdómlega Sara hafði elskhuga á
hverjum fingri og gimsteina fyrir
hvern dag vikunnar. Hún varð
lifandi helgisaga, tákn kvenlegs
yndisþokka.
Sagan um lif Söru Bernhardt er
frásögn af dularfullum töfrum, sem
hún náði tökum á fólki með. Hún
hlýtur að hafa verið einstaklega
heillandi og haft til að bera sérstaka
persónutöfra, sem við ekki kynn-
umst nema hjá merkustu mönnum
sögunnar. Á sviði var Sara óviðjafn-
anleg, í einkalifinu var hún hreint og
beint guðdómleg.
Listinn yfir aðdáendur Söru er
mjög langur, og þar er margt frægra
manna. Napoleon III taldi, að hún
væri opinberun frá öðrum heimi, og
Edward VII af Englandi lét svo um
mælt, að Sara Bernhardt og Eiffel-
turninn væru mikilvægasta framlag
Frakka til menningarlifs nítjándu
aldarinnar. Victor Hugo laut henni,
Theophile Gautier orti til hennar —
og allir elskuðu hana. í leikhússölun-
um hreif hún áhorfendur sína sem
Kamellufrúin, Leah, Tosca og
Hamlet. En það hlutverk, sem hún
vann stærstan sigur í lék hún með
fullkomnu hugrekki: Hlutverkið
sem Sara Bernhardt.
Stjarna fæðist í
París.
Sara fæddist 23. október 1844 í
fátæklegri leiguíbúð í París. Móðirin
var aðeins sextán ára — og ógift.
Faðirinn, Edouard Bernhardt, var
að sögn Söru „Guðdómlega
fallegur," — en ekki að sama skapi
áreiðanlegur. Hann kaus að flakka
um heiminn frekar en sinna
löfgræðistörfum heim í París. Æska
Söru var spennandi, en hún var í
sífelldum flækingi með móður sinni.
Hinir fjölmörgu elskhugar móður
hennar settu lit á hversdagslifið, en
sköpuðu barninu ekki mikið öryggi.
Á uppvaxtarárunum tók Sara
þátt í skólaleikjum, án þess þó að
hún tæki bakteríuna. En svo ýttu
örlögin duglega við henni. Einn af
„gestum” móður hennar var nefni-
lega menntamálaráðherra, og hann
lagði á ráðin um, að hún yrði send í
leikskóla, sem rekinn var af þjóð-
leikhússtjóra Frakka. Og þar með
var hún á leið upp á stjörnuhimin-
inn.
Frumraun Söru var 1. september
1862, hún var þá 18 ára. Það liðu
sextíu ár, þar til hún kvaddi leikhús-
ið. En fyrsta hlutverkið tókst ekki
vel — það var hörmulegt!
Samkvæmt gömlum sið við leikúsið
var það ekki talið fullreynt hvort
Glenda Jackson fór
með hlutverk
hinnar, guðdómlegu
Söru Bernhardt í
kvikmynd, sem
sýnd var hér á landi
á síðasta ári.
leikarinn réði við hlutverkið, fyrr en
sýningar væru orðnar þrjár. Þriðja
kvöldið tók Sara litlu systur sína,
Regínu með sér. Það óhapp henti
Utu stúlkuna, að hún þvældist í síða
kjólnum aðalleikkonunnar, madame
Nathaliu. Madame Nathalia varð
æfareið og hrinti litlu stúlkunni
með þeim afleiðingum, að hún datt
niður tröppurnar. Sara gekk beint
að hinni miklu leikkonu og gaf henni
rokna löðrung. Svo tók hún systur
sína með sér heim. Þetta kvöld hófst
sýningin hálftíma of seint.
Sara mátti velja um, hvort hún
bæðist fyrirgefningar eða hætti.
Auðvitað hætti hún. Um tíma
hugleiddi hún að ganga í klaustur.
En leikhúsheimur Parísarborgar
hafði séð lltinn geisla, sem átti eftir
að ljóma skært á stjörnuhimninum.
Sara fékk samning við annað
leikhús. En þar gekk líka illa.
„Enginn tók eftir þér,” sagði
móðirin eftir fyrstu sýninguna.
„Enda varst þú blátt áfram
hlægileg.” Sara svaraði ekki, en
næsta morgun, áður en móðirin
hafði fengið morgunkaffið í rúmið,
var Sara á leið til Spánar.
48 VIKAN14. TBL.