Vikan


Vikan - 06.04.1978, Page 49

Vikan - 06.04.1978, Page 49
Með veggmyndum eins og þessari var hinn ungi tékkneski listamaður, Alph- onse Mucha, að skapa nýja stefnu í listgrein sinni. Sara var aflgjafi óteljandi listamanna um víða veröld. . Hún var ekki beint fögur að þeirra tíma smekk. En hún var Sara, hin guðdómlega. Seiðandi augna- tillitið var hennar vöru- merki. Draumadísin. Öllum, sem kynntust Söru, varð það ljóst, að hún lét ekki snúa á sig. Hún dvaldist á Spáni, þar til hún taldi, að móðirin hefði lært sína lexíu. Þegar hún frétti, að hún væri alvarlega veik, snéri hún heim til Parísar — að vísu ekki eingöngu vegna móður sinnar. A járnbrautar- stöðinni tók á móti henni mjög töfrandi og fínn ungur maður, Henri Belgíuprins. Það er ekki vitað með vissu, hvernig þau kynntust, en vorið 1864 voru þau saman næstum hvern einasta dag. Þau reikuðu um garða Parísarborgar og um kyrrláta stíga Boulogne skógar. Hjónaband þeirra á milli var óhugsandi. Henri var af einni fremstu aðalsætt Evrópu. Þegar á sumarið leið, uppgötvaði Sara, að hún var með barni. Brátt hvarf prinsinn úr lífi Söru— eins og rikra elskhuga er háttur. í desember 1864 ól Sara í heiminn son, og þá fann hún í fyrsta sinn fótfestu í tilverunni. Sonurinn Maurece var einkabarn Söru, og þau voru nánir vinir allt lífið. Um líkt leyti og sonurinn fæddist, erfði Sara hluta af auðæfum föður síns. Nú va r hún vel stæð og óháð öllum — en hún átti eftir að komast upp á frægðartindinn. París var á tímum Napoleons III miðpunktur menningarlífs í heimin- um, og leikhúslífið blómstraði. Sara átti ekki erfitt með að fá hlutverk, en hún var ennþá bara ein af smá- stjörnunum. Það var ekki fyrr en hún lagði skapgerðarhlutverk á hilluna og snéri sér að léttum gamanleikjum, að tekið var verulega eftir henni. Slúðurdálkarnir dylgjuðu um, að frændi Napoleons keisara hefði fengið hana til að hætta við alvarlegu hlutverkin. í rauninni á Sara sína raunveru- legu frægð að þakka ungum skrif- stofumanni í varnarmálaráðu- neytinu. Hann hét Francois Copee og samdi leikrit, þar sem Sara fékk aðalhlutverkið sem Silvia, léttúðar- drósin frá Feneyjum. Leikritið fékk stórkostlegar móttökur, og Sara var óspart lofuð. Blöðin voru samdóma og áttu varla orð til að lýsa hinni töfrandi leikkonu.Með drengjalegum líkama sínum skapaði hún í einu vetfangi nýja kvenímynd — og það á tímum krínólinanna. Napoleon keisari bað um einkasýningu í höllinni. „Hún er draumadís okkar tíma,” sagði keisarinn. 14. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.